Færsluflokkur: Bloggar

Kafli 5 - saga stjórnleysingja

Upp og niður fór vigtin á þessu tímabili. Drengurinn minn byrjaði í skóla á þessu tímabili, og byrjuðu strax erfiðleikarnir. Hann átti erfitt með að vera í stórum hóp og truflaði krakkana með pirrandi hegðun. Þetta var slæm byrjun á skólagöngu hans.

Hann fór aftur í greiningu til barnalæknis og bættist við ofvirknigreining ofaná athyglisbrestgreininguna. Þetta var mjög erfitt tímabil. Álagið lagðist á okkur fjöldskylduna. Ég átti vinkonu sem að benti mér á omega fitusýrur, magniseum og þessháttar bætiefni sem að væru góð fyrir fólk með ADHD en jafnframt benti hún mér á hana Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerapista sem að tekur á mataræði sjá blogg mitt neðar á síðuni en þar er talað um matarkenningu Þorbjargar.

Þetta eru um 4 ár síðan, rétt fyrir páska. Ég fór til hennar með söguna hans Nonna og benti hún á að hann ætti að hætta að borða Glutein, mjólk, ger, sykur, þurrkaða ávexti, öll E efni í mat. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu. Ég var svo dugleg þegar við fórum þaðan að ég tók mig til og keypti páskaeggjamót til að búa til páskaegg handa syni mínum úr karop súkkulaði.  Allt var gert til að ná árangri. En ég fann sárlega fyrir því að mig vantaði stuðning frá öðrum. Ég held að öllum í fjöldskylduni minni hafi fundist ég í meira lagi skrítinn og að vera að gera barninu þetta. 

Ég leyfði hlutum eins og sykurlausu nammi að vera inni, morgunkornum sem að áttu ekki að vera inni og svo frv. Þessvegna tel ég að ekki hafi verið að marka þetta því að ef þú væntir árangurs þá verður þú að taka þetta alvarlega og vera heiðarlegur. Hægt og róelga skolaðist þessi tilraun út.

Sonur minn byrjaði á lyfjum á þessum tíma. Hann varð rólegri en aukaverkanir fóru að láta á sér kræla eins og að hann sofnaði seint og matarlistin varð mjög lítil. Hann varð jafnvel ekki var við það þegar hann þurfti að borða. Þegar lyfin hættu að virka á daginn þá fann maður aukinn titring hjá honum.

Nóg með hans sögu í bili en ég datt út úr aðhaldinu hans varðandi mataræðið en gerði þó betur en ég hef oft gert áður. Ég var á þessu tímabili  í fráhaldi í e-h tíma en það dugði skammt.

Í fæðingarorðlofinu fór ég í stjórn ADHD samtakana. Ég hafði hugsjónir og langaði til að sjá hóp foreldra barna hittast reglulega til að deila reynslu sinni. Ég hefði örugglega e-h þeim að gefa og þeir mér. Svo varð úr að ég og Erla sem er félagsráðgjafi í dag byrjuðum með grúbbu. Það gaf okkur mikið að vera með foreldrum barna með ADHD. Miklir erfiðleikar á mörgum stöðum, það fékk maður að sjá.

Ég virkilega fékk að vaxa í samtökunum og er Ingibjörgu Karlsdóttur þakklát fyrir stuðninginn hvað ég fékk að prufa mig áfram og sýna hvað í mér býr. Ég var oft að koma sjálfri mér á óvart. Ég byrjaði að taka viðtöl við fólk með ADHD fyrir fréttablað ADHD samtakana og þótti mér það gaman. Ég hafði á yngri árum haft gaman að skrifum og var því ekkert óeðlilegt við það að áhugi minn á skrifum og áhugi minn á fólki fór þar saman.

Seinna stofnaði ég sjálfshjálparhóp fyrir fullorðna með ADHD og hélt utanum hann í rúmt ár.

Í sjálfboðaliðastarfi mínu fyrir samtökin heyrði ég fyrst um ADHD coaching. Það átti að vera fyrirbæri sem að hjálpaði fólki með ADHD að takast á við lífið. Ég varð spennt og kynnti mér málin erlendis og féll fyrir fyrirbærinu. Ákvað að slá til að hefja nám í því.

Stuttu eftir að ég byrjaði í náminu ákvað ég að fara í greiningu. Þrátt fyrir bata minn í 12 sporunum þá var alltaf e-h sem að var ekki að virka í mínu lífi eins og ég hef áður tekið fram. 

Ég greindist með athyglisbest. Vá loksins var púslið búið að á heildarmynd. Og ég áttaði mig á að ég var ekki gölluð. Ég var þarna farin að vinna hjá OR aftur eftir fæðingarorðlofið og hafði tekið við verkefnum sem að mér gekk ílla í.  Samanburðartöflur, töluskráningar og þessháttar. Sjálfsmynd mín var á niðurleið, mér fannst ég vera gölluð og bar mig saman við aðra þarna inni sem að gátu þetta. Því ekki ég? 

Ég ætla að halda áfram á morgunn. Takk fyrir lesninguna

kv Sigríður 

 


Hildur Jónsdóttir

Reynslusaga Hildar M. Jónsdóttur (frkv.stj. Heilsubankans).

Ég var í viðtali í útvarpinu um daginn og fór þá inn á sögu mína hvað varðar heilsu eða öllu heldur heilsuleysi mitt lengi framan af ævi minni. Og það kom mér ánægjulega á óvart þau miklu viðbrögð sem ég fékk frá almenningi. Það eru svo gríðarlega margir sem geta fundið samsvörun við sig út frá minni reynslu og vil ég því deila henni með ykkur hér á síðum Heilsubankans ef einhverjum skildi gagnast að heyra um mína leið til bata.

 

Ævi mín fram að 25 ára aldri einkenndist af tíðum heimsóknum til lækna og af ómældum rannsóknum og blóðprufum. Strax frá fæðingu var ég mikið kveisubarn og stóðu gusurnar upp úr mér út á gólf samkvæmt lýsingum móður minnar, slíkir voru magakramparnir. Þegar ég lít til baka tel ég að ég hafi ekki þolað kúamjólkina sem mér var gefin strax frá upphafi. Móður minni gekk illa með mjólkurframleiðsluna. Mjög fljótlega fór ég einnig að fá stöðugar sýkingar og fékk ég mjög gjarnan eyrnabólgur ásamt öðrum pestum. Ég var endalaust á pensilíni og fékk ég bletti á barnatennurnar af þeim sökum. Í þá daga var mun meiri sykur í pensilíni en nú er.

Ég var aðeins sjö ára þegar móðir mín fór með mig til læknis vegna mikilla verkja í herðum og kom í ljós mikil vöðvabólga í sjö ára barninu. Ég var nýbúin að læra að prjóna og var mömmu ráðlagt að láta mig hætta þeirri iðju.

Um níu ára aldur var ég komin undir læknishendur vegna mikilla verkja í hnjám. Fyrst var talið að annar fóturinn á mér væri styttri en hinn, en þegar búið var að bæta undir skóna mína hækkun fyrir annan fótinn þá fyrst fór ég að haltra um. Þar sem fæturnir voru jafnlangir var ákveðið að senda mig til gigtarlæknis. Þá tók við langur tími sem einkenndist af sífelldum röntgenmyndatökum, blóðrannsóknum og öðru slíku. Þetta stóð yfir með hléum í um 4 ár og á endanum var ég meðal annars tekin út úr leikfimi vegna verkja. Aldrei fannst neitt að mér fyrr en að á unglingsaldrinum fékk ég loks þá sjúkdómsgreiningu að ég væri með rest af barnaliðagigt og einhverja mjög sjaldgæfa gigt sem eingöngu leggðist á konur og væri hún ólæknandi og yrði ég því bara að læra að lifa með henni.

Um ellefu ára aldurinn var farið með mig til læknis vegna slæmra magaverkja og kom í ljós að ég var farin að fá svona slæma ristilkrampa. Ég átti það til að vakna á nóttunni grátandi af verkjum. Þarna fóru í gang tilraunir með matarkúra en allt kom fyrir ekki. Fyrst var ég látin borða uppbleyttar sveskjur á morgnana. Þegar það virkaði ekki var ég látin borða súrmjólk með hörfræjum og loks var mjólkin tekin af mér, en eingöngu nýmjólkin, í staðin átti ég að drekka undanrennu. Fyrir barn með óþol fyrir mjólkursykri þá leysti þetta að sjálfsögðu ekki vandann.

Á unglingsaldrinum kom í ljós að ég var með allt of lágan blóðþrýsting og var ég sett á lyf við því sem ég tók í einhver ár.

18 ára fór ég að vinna sem þjónn með skólanum. Við það fór ég að fá festumein í bakið og slæma höfuðverki vegna vöðvabólgu. Þá var ég sett á sterkar, vöðvaslakandi töflur sem ég bruddi meira og minna yfir langt tímabil.

Eftir stúdentspróf tók ég mér frí frá námi í tvö ár þar sem ég var orðin ófrísk af eldra barninu mínu. Strax á fjórða mánuði meðgöngunnar fór ég að fá slæman bjúg og var mér ráðlagt að draga úr vinnu og á áttunda mánuði þurfti ég að hætta að vinna og sitja helst með lappirnar upp í loft. Fyrir mjög virka manneskju eins og mig var þetta eins og versta pína. En þegar dóttir mín kom í heiminn beið líka fullur fataskápur eftir henni af heimaprjónuðum fötum í öllum stærðum og gerðum. Eftir fæðingarorlofið fór ég að vinna á dagheimili til að geta varið tímanum nálægt dóttur minni og fór þá bakið á mér alveg í lás. Þarna byrjaði þrautaganga mín á milli sjúkraþjálfara og sjúkranuddara sem rétt náðu að halda mér gangandi.

Þegar dóttir mín var orðin eins árs var ég skorin upp vegna blöðrumyndana utan á skjaldkirtli þar sem erfitt var orðið fyrir mig að anda þegar ég lá útaf. Áður en ég var skorin var ég búin að vera á hormónalyfjum á annað ár til að reyna að halda þessu í skefjum. Þegar að ég var skorin kom í ljós að æxli var farið að myndast utan í kirtlinum.

Tuttugu og fimm ára gömul, þegar ég var búin að eiga mitt annað barn, var heilsan orðin svo léleg að ég var orðin eins og farlama gamalmenni. Ég var með stöðuga verki í hnjám, úlnliðum og axlarliðum, þannig að ég vaknaði upp á nóttunni vegna verkja. Ég var með stöðuga hægðartregðu og liðu oft fleiri, fleiri dagar án þess að ég færi á klósettið. Þar af leiðandi var ég með stöðug ónot, uppblásin og inn á milli með mikla krampa. Ég fékk mjög mikla höfuðverki og eitt sinn var ég svo slæm að ég var flutt niður á bráðamóttöku þar sem ég réð ekki lengur við kvalirnar. Ég átti það til að fá mjög mikil hjartsláttarköst þannig að oft stóð mér ekki á sama. Og það sem var verst af öllu var algjört kraftleysi. Ég þurfti að beita mig hörðu til að koma mér í einföldustu verk, eins og matseld og uppvask. Ég var orðin undirlögð af verkjum, orkuleysi, þreytu og vanlíðan.

Þarna fór ég að velta fyrir mér að það hlyti eitthvað að geta skýrt þetta ástand mitt. Það gæti ekki verið eðlilegt að svona ung kona væri orðin algjör sjúklingur. Ég fór að tengja að þetta hlyti að hafa eitthvað að gera með mataræði. Ég fór að spyrjast fyrir og var bent á Helga Valdimarsson sem var nýfarinn að tala um fæðuóþol og Candida sveppasýkingar.

Þegar ég fór til Helga breyttist líf mitt algjörlega og ég fór að kynnast því hvernig væri að lifa án verkja og með fulla orku. Það fyrsta sem ég gerði var að hætta að borða allan sykur, allt hvítt mjöl og ger. Seinna fann ég út að ég þoldi ekki mjólkurvörur og kjöt fór einnig illa í mig, þannig að það var látið fjúka.

Á örfáum mánuðum losnaði ég við allt það sem hafði hrjáð mig og fór ég að lifa sem fullfrísk manneskja. Á næstu tíu árum eftir þetta leitaði ég ekki læknis og þurfti ekki á heilbrigðisþjónustunni að halda, þar til að ég lenti í slæmu bílslysi. Slysið leiddi mig inn í annan hring um heilbrigðiskerfið þar sem ég ráfaði um óáttuð og ráðvillt þar til ég tók málin í mínar hendur. En sú saga fær að bíða þar til síðar.

Að lokum vil ég telja upp fyrir ykkur þau einkenni sem ég losnaði við eftir að ég breytti mínu mataræði til hins betra.

Flasa í hári

Þurrkablettir í andliti, aðallega fyrir ofan augabrúnir, kringum nasavængi og í kringum munnvik

Slæm húð í andliti, gjörn á að fá bólur og mikla fílapensla

Litlar rauðar bólur á bringunni

Andremma

Þurrkur í augum

Hraður og oft óreglulegur hjartsláttur

Sárir stingir í brjóstholi í kringum hjarta

Grunn öndun, fannst oft ég þurfa að grípa andann á lofti - saup hveljur

Liðverkir í hnjám, úlnliðum og öxlum

Vöðvabólga

Bakverkir og festumein í baki

Höfuðverkir

Brjóstsviði

Ristilkrampi og uppþembdur magi

Hægðatregða

Sveppasýkingar í leggöngum

Síþreyta

Miklir tíðarverkir

Bjúgsöfnun, sérstaklega fyrir blæðingar

Þroti í andliti

Birt með góðfúslegu leyfi Hildar en hún er framkvæmdarstjóri heilsubankinn.is en greinin er birt undir reynslusögur


Veiking ónæmiskerfisins vegna ofnotkunar sýklalyfja

Þessi grein er skrifuð af framkvæmdastjóra heilsubankans.is en hún hefur breytt mataræði sínu og barna sinna til að ná bata. Hér segir hún frá veikindum barna sinna:

Veiking ónæmiskerfisins vegna ofnotkunar sýklalyfja



Í framhaldi af skrifum um vaxandi notkun sýklalyfja langar mig að deila með ykkur reynslu minni af þessum málum.

Ég á tvö börn sem í dag eru á 16. og 19. aldursári. Þegar þau voru lítil hafði ég litla þekkingu á tengslum lífsstíls og heilsu og í ofanálag má segja að ég hafi verið ung móðir og var því ekki með tögg í mér til að standa á móti læknum, þeir áttu jú að vita betur.

Dóttir mín, sem er eldri, var mikið kveisubarn fyrstu þrjá mánuði lífs síns og þá tóku eyrnabólgurnar við. Hún fékk endurtekið sýklalyf og hún var búin að fá sín fyrstu rör fyrir eins árs afmælið sitt. Þar sem ekkert lát varð á sýkingunum, fékk hún stöðugt breiðvirkari lyf og áður en hún varð þriggja ára var hún búin að fara í níu svæfingar vegna hljóðhimnuröra og þegar hún var sex ára hafði hún tvívegis fengið alvarlegar lungnabólgur.

Ekki tók betra við hjá syni mínum. Hann var mjög lasinn og óvær fyrstu mánuðina og var ekki gamall þegar hann fór á sinn fyrsta sýklalyfjakúr. Hann fékk einnig astma og var á pústi daglega. Þegar hann var um eins árs gamall var varla stopp á veikindum hjá honum og var hann þá settur á sex mánaða fyrirbyggjandi sýklalyfjakúr - það þýðir, hann fékk lágmarksskammt af sýklalyfjum, stöðugt í sex mánuði.

Þegar drengurinn var að verða þriggja ára og búinn að vera sárlasinn meira og minna sína stuttu ævi ákvað ég að taka hann af öllum lyfjum og láta hann sjálfan komast í gegnum næstu veikindi. Þegar þarna var komið var hann í umsjá astmasérfræðings, barnasérfræðings og háls-, nef- og eyrnasérfræðings.

Hann hafði gengið í gegnum tvær lungnabólgur, endurteknar röraísetningar, fékk tvenns konar púst á hverjum degi og til stóð að auka það og hann var búinn að vera meira og minna á sýklalyfjakúrum frá fæðingu.

Að sama skapi hafði hann lítið sem ekkert fengið að vera úti sín fyrstu ár þar sem hann var alltaf annað hvort að ná sér af einhverri pest, ný var farin að kræla á sér eða hann var svo slæmur af astmanum að hann hóstaði út í eitt ef hann fékk að vera úti.

Þegar ég tók ákvörðunina um að hreinsa öll lyf af honum þá lagði ég þá ákvörðun mína fyrir barnasérfræðinginn og lagði hann hart að mér að fara ekki þessa leið. Hann sagði mér að ég yrði að gera mér grein fyrir að barnið mitt væri mikill sjúklingur og ætti ég á hættu að hann myndi fá alvarlega lungnabólgu sem gæti reynst honum varasöm. Og jafnframt tjáði hann mér að hann gæti ekki stutt mig í þessu.

Þetta var að hausti og fóru nú í hönd þrír erfiðir mánuðir, bæði fyrir mig og son minn. Hann fékk ítrekaðar slæmar sýkingar en ég var ákveðin í að hjálpa honum við að komast í gegnum þetta sjálfum.

Á þessum þremur mánuðum varð hann þrisvar sinnum mjög illa veikur. Hann fékk slæma eyrnabólgu, kvefpest, barkarbólgu og fleira. Við dvöldum margar nætur inni á baðherbergi þar sem ég lét heita vatnið renna á fullum krafti og þar sátum við saman í gufunni. Ég útbjó olíu með hvítlauk sem ég bar í hlustina og á bak við eyrun. Og notaði bara öll þau húsráð sem ég kunni.

Nokkrum mánuðum áður en þetta var hafði ég tekið mataræðið á heimilinu í gegn. Ég tók út allan hvítan sykur, allt hvítt hveiti og allt ger. Sonur minn hafði aldrei verið hrifinn af mjólkurvörum, þannig að hann fékk mjög lítið af þeim þótt ég hafi ekki hætt að versla þær inn á þessum tíma.

Eftir þessa þrjá erfiðu mánuði breyttist drengurinn algjörlega. Hann veiktist ekki nema af einstaka magapest sem gekk um, hann hljóp um eins og hann væri þindarlaus og breyttist í alheilbrigðan og hraustan strák eins og best getur.

Tveimur árum seinna fór ég aftur til barnasérfræðingsins þar sem sonur minn hafði smitast af kíghósta. Vegna veikinda sinna sem barn hafði hann aldrei fengið neinar bólusetningar og var því ekki með varnir við kíghóstanum. Læknirinn undraðist hversu langur tíma hafði liðið síðan við höfðum sést og tjáði ég honum sögu okkar. Hans viðkvæði var að jú, hann hefði oft séð þetta gerast, börn kæmust mjög oft út úr svona veikindum um þriggja ára aldur. Þannig gerði hann að engu það sem við höfðum sjálf gert til að koma barninu út úr þessum vítahring.

Í dag eins og áður segir, er þessi drengur á 16. ári, æfir fótbolta mörgum sinnum í viku, stundar snjóbretti af miklum móð og er einatt hæðstur í sínum bekk í íþróttum. Hann hefur aldrei eftir þetta farið á sýklalyfjakúr né fengið önnur lyf.

Hildur M. Jónsdóttir

Birt með góðfúslegu leyfi Hildar en hún er framkvæmdarstjóri heilsubankinn.is en greinin er birt undir reynslusögur


Hef ekki tíma til að blogga í kvöld

Ég er að undirbúa fyrirlestur sem ég verð með á morgunn á Akureyri. Ætla því að taka mér pásu. Ég ætla í staðinn að birta reynslusögu konu sem að glímdi við heilsubrest en tókst á við hann með mataræðinu.  sjá næstu færslu.

kv Sigríður 


Kafli 4 - saga stjórnleysingja - velgengni

Ég reyndar gleymdi að segja frá því að þegar ég var nítján ára lærði ég förðunarfræði. Ástæðan var sú að vinkona mín sem var að vinna með mér á þessum tíma talaði um þennan skóla hjá Línu Rut – ég mér fannst það sniðug hugmynd. Hafði aldrei leitt hugann að því áður að ég væri að fara að læra förðun. Þetta er ein af mínum hvatvísisákvörðunum í gegnum tíðina. Hugsaði ekki hlutina til enda. Þetta gekk reyndar ágætlega hjá mér og hef ég tekið í pensilinn af og til síðan þá. 

Ég upplifði miklar þráhyggjur á þessum tíma. Átti erfitt með að sleppa tökunum á ótta mínum. Þó fór líf mitt uppá við. Ég fór að safna mér fyrir íbúð og borga niður skuldir. Það tók á hjá mér að fara að leggja fyrir íbúð, ég var svo föst í því að eiga peninga og eyða. Þarna var e-h nýtt að gerast.  Ég lærði á þessum tíma að maður þarf oft að láta af sínu egói og sínum leiðum til að öðlast. Ég lærði aðmýkt. Hrokinn minnkaði. Að lokum á ótrúlega skömmum tíma náði ég að safna mér inn útborgun fyrir íbúið. Mér finnst þetta svo spennandi að góðir hlutir hafa sinn tíma og gerast á þeim tíma sem að almættið ætlar. Íbúðin mín sem ég eignaðist var lítil, 3 herbergja íbúð og var hún yndisleg.   

Síðasta starf sem ég hafði sinnt var vinna í leikskóla. Mig langaði ekki þangað aftur og ákvað ég því að setja markið hærra en ég hafði gert áður. 70.000 krónur í mánaðarlaun voru ekki mikill peningur og vildi ég gera betur. Ákvað ég að setja takmarkið á hærri laun næst og varð úr að ég fór að vinna á snyrtistofu og fékk þar 85.000 krónur í mánaðarlaun. Mér fannst það góð tilfinning að vera kominn með hærri laun en áður. Starf mitt þar entist stutt svo ég fór yfir í afgreiðslustarf í kaffihúsi. Það upplifði ég undarlega hluti með sjálfa mig. Mér leið mjög vel ef að einn, tveir eða þrír voru inn á kaffihúsinu að þiggja þjónustu mína. Ég hafði allt undir kontrol. Þegar fleiri fóru að bætast í salinn þá var ég farinn að missa tökin. Ég átti alveg eins von á að ég færi aftur á sama borð til að taka niður pöntun hjá viðkomandi, náði ekki að tengja andlit og svo frv. Mér fannst ég oft verða mér til skammar, og var oft hrædd um að fólk sæji í gegnum mig. Þetta var mjög óþægileg tilfinning og fannst mér þetta með eindæmum heimskulegt. Annað dæmi var að þegar ég var beðin um að taka þúsund krónur fram yfir t.d þá gleymdi ég því. Ég var svo rútíuföst og átti erfitt með að beygja út af rammanum.  

Ég vann þarna uppundir ár. Var þá kominn í samband með honum Halla en við erum gift í dag. Breytingar voru gerðar á vöktunum okkar og launin hefðu lækkað , ég var hvort sem er orðin þreytt á þessu starfi svo ég ákvað að hætta hjá þeim. Ég byrjaði að reykja á þessum tíma aftur og er þegar að nikotíni  kemur forfallinn. 

 Í staðin fór ég að vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ég var ráðin inn á innkaupadeild, fór yfir reikninga, var að skrá vörur inn á lager, pantaði vörur frá birgjum, þjónustaði vinnuflokkana þegar vandamál komu upp varðandi vöruvöntun. Ég fékk það hlutverk að vera umsjónarmaður úrbóta fyrir innkaupadeild og þótti mér það mjög skemmtilegt. Ég hélt utanum þjónustubeiðnar fyrir deildina, sá um að uppfæra verklagsreglur og jafnvel að búa þær til. Ég hafði mikinn metnað á þessu sviðið og var með vakandi augu yfir því sem þurfti að gera. Ég held að gleymni mín hafi átt þar í hlut því að ég verð að hafa allt á riti til að geta vitað hvað á að gera. Eitt fannst mér þægilegt. Það var að í starfi mínu þurfti ég að sinna mörgum tölvupóstsamskiptum og þjónustubeiðnum. Það var á mínu valdi að bregðast við þeim – einni mínotu eftir að þær bárstu eða klukkutíma. Þetta tók mikið álag af mér. Ég tók þó upp það verklag hjá mér að vera alltaf með blokk mér mér þegar ég þurfti að tala við samstarfsfélaga mína því að ég hefði verið mjög líkleg til að gleyma því sem viðkomandi sagði. Því byrjaði ég að skrifa niður punkta. Þannig náði ég að vera virkari.  Þó var eitt svolítið óþægilegt og fannst mér það heldur fáranlegt að ég átti það til að ná ekki upplýsingunum hjá viðkomandi og þorði ég ekki af ótta við álit annara að spyrja aftur hvað hann hafi verið að meina.  

Ég lærði þó síðar að tælka það.  Á þessum tíma byrjaði ég í matarprógrammi þar sem að ég átti að vigta og mæla matinn minn. Ég var þá kominn í yfirvigt og ég held að ég hafi verið orðin 79 á þeim tíma. Í nýja matarprógramminu náði ég mér alveg niður í kjörþyngd og hélt mér þar í tvö ár. Ég þurfti að taka úr sykur og hveiti og gekk það mjög vel. Þegar ég var kominn 4 mánuði á leið með dóttur mína þá féll ég í freisni. Ég var hætt að mæta á fundi og var voða mikið að gera þetta í eignin mætti. Ég hefði haft gott af því að fara í gegnum 12 sporin á þessum tíma aftur til að koma mér aftur í prógrammið. Ég gerði þetta á hnefanum. Ég fitnaði og fitnaði. Eftir að ég átti dóttur mína sem er fjögurra ára í dag þá þurfti ég að taka til minna mála og fór að vitga og mæla aftur. Náði mér nokkuð vel niður.  Svo fór ég uppá við aftur á miklum hraða.  

Áframhald á morgunn


Kafli 3 - saga stjórnleysingja - Tilgangur

2 sporið þótti mér mjög erfitt því að ég hafði allskonar hugmyndir um Guð úr kirkjuni og hafði ég tekið við þeim í eigin mætti. Ég átti að taka við Guði eins og ég gat tekið við honum á þeim tíma.

Í þriðja sporinu ákveðum við að lúta handleiðslu Guðs samkvæmt skilningi okkar á honum. Við biðjum um að við megum losna úr sjálfsfjötrunum til þess að við getum orðið meðbræðrum okkar að gagni.

 Ég þráði að geta tekist á við og reist upp líf mitt til að geta orðið öðrum til góðs. Þarna kom köllun mín. Sú sem hjálpaði mér hvað mest á þessum tíma kom að orði að hún hefði sjaldan séð manneskju taka svona fljótt á málum og verða fullorðin svona fljótt. Ég vildi ekki sulla í brestum mínum það hafði ekkert uppá sig því þá gat ég ekki orðið neinum að liði.

Ég held áfram að blogga á morgunn.


Kafli 2 - Saga stjórnleysinga - uppgjöf

Ég man eftir mér þegar ég byrjaði 16 ára að vinna í eldhúsinu á Pissa Hut. Ég var svo kvíðinn yfir því að klikka á því að geta ekki búið pissurnar til rétt því að ég þurfti að lesa á töflu sem að pöntunarblöðin voru gerð úr og man ég að fyrir fyrsta vinnudaginn minn fékk ég að taka með mér pöntunarblað heim til að skoða það. E-h veginn náði ég að klóra mig í gegnum það.  

Ég náði að selja sólbaðsstofu eiganda þá hugmynd að ráða mig í starf hjá henni því að ég væri rosa klár. Skipulögð og dugnaðarforkur sem var svo sem rétt en ég var ekki sanngjörn við sjálfa mig. Þegar sólbaðsstofueigandinn bað mig um að vinna ein fyrstu vaktina minnir mig þá maldaði ég fyrst í móinn en lét svo undan því hún mynnti mig á að ég hefði sagt henni að ég væri fljót að læra. Þarna var ég búinn að oflofa mér. Aftur kom upp erfiðleikar við að fara eftir tímatöflu, stjórna því hver færi inn hvenær og hver væri næstur og hvað þá að þurfa að þrifa bekkina á milli. Ég hreinlega vildi ekki viðurkenna að þetta væri mér erfitt og ég fór í mikla skömm. Ég man eftir fyrstu vaktina þá var ég að ganga frá og ég heyrið lagið I am only Human spilað. Ég huggaði mig við það lag.

19 ára gömul gekk ég með dóttur mína sem er 14 ára í dag. Stefnulaust líf mitt og tilgangstlaust hafði komist að þessum tímapunkti. Ég fór á samkomur í Veginum og tók við Guði. Hann fylgdi mér en ég var takmarkað að geta fylgt honum. Ég hafði fitnað rosalega um meðgönguna og þurfti að ná af mér töluvert af kílóum. Þá fór ég á fyrsta 12 sporafundinn fyrir ofætur. ‘Eg fór einnig á námskeiði hjá Sollu í grænum kosti þar sem að hún hafði í útvarpi veri að tala um mataræði fyrir fólk með sveppaóþol. Einkennin sem hún lýsti áttu við mig. Ég lærði spennandi matargerð og góða en var ekki heilshugar í því né prógramminu sem var í 12 sporasamtökunum.  

Ég treysti á fólk en ekki sjálfa mig og fann að ég var ekki þess megnug að standa undir mér eða ábyrgð yfir höfuð. Ég var hvött til  að sækja um verkamannabústað fyrir mig og dóttir mína. Ég hafði mig aldrei út í það – jú nema að ná í umsóknarblöðin. Þetta hefur verið munstrið mitt í gegnum tíðina. Klára ekki. Ég átti í erfiðleikum með verkefni sem að skiptust í fleiri þætti en bara einn. Ég hafði ekki úthald í þá. 

Þegar ég var 24 ára ( fyrir 10 árum síðan ) stóð líf mitt á tímamótum  en var ég að ganga í gegnum mikla sálarangist á þeim tíma, ófrísk að mínu 2 barni í sambandi sem gekk ekki upp. Ég náði mér á strik upp úr angistini með góðra manna hjálp en mikilvægasti hlekkurinn var Guð.  Ég komst í snertingu við hann og fékk að upplifa að hann er lifandi Guð og læknandi. En það dugði stutt því miður. Ég fann að ég hafði ranghugmyndir um Guð og var skíthrædd við hann. Ég gat ílla tekið við því sem Guð vildi tala til mín hvað þá tileinkað mér það svo mikið.  

Ég fór til sálfræðings á þessum tíma. Hún var fljót að spotta út hjá mér hvað ég var háð áliti annara og hvað ég var háð móður minni. Ég hafði veikan sjálfsstæðan vilja og þegar sálfræðingurinn kom inn á þessa hluti varð ég hrædd og hörfaði. Það gat ekkert komið á milli mín og mömmu.   

Mamma reyndar fékk nóg af mér þar sem ég bjó hjá henni. Hún hafði gengist í ábyrgð fyrir mig og barnsföður minn og vorum við að renna á rassinn með skuldina. Hann var í draumóravinnu sem að skilaði engum tekjum. Sá ég þarna að okkar leiðir yrðu að skilja því að ég átti ansi langt í land með sjáfa mig og gat ég ekki burðast með hann í mínu lífi. Ég hafði nóg með sjáfa mig. 

Ég reyndi að hanga inni á samkomum en ég náði ekki Guði í sátt. Það var fjarlægð á milli mín og hans. Mér var bennt á það af  góðum vinum að ég þyrfti að taka Guð í sátt og vinna 12 sporin svo ég gæti nálgast hann. Ég ákvað að taka viðkomandi trúarlegan og hóf 12 sporagöngu mína.

Ég verð tilbúin með framhaldið á morgunn. kv Sigríður


Kafli 1 - saga stjórleysingja

Ég vil þakka ykkur kæru lesendur fyrir áhuga ykkar á þessu málefni en tel ég að mataræði hafi gríðalegt vægi varðandi ADHD. Margt þarf að svortera og skoða og ýmislegt hægt að gera til að vinna með ADHD.

Ég mun draga upp barnæsku mína, þróun munstur míns sem ofætu og ADHD einstaklings. Ég er sjálf með ADD sem þýðir athyglsibrestur. Sonur minn einnig en hann er með ADHD og eiginmaður minn er með athyglisbrest en þegar hann var lítill var hann með ADHD ( ofvirknihlutann líka).  

Ég fékk oft í eyrun sem ungabarn og var svo komið að ég fékk beinátu í eyrað sem að át upp svo til hamar, steðji og ístað. Hef ég því litla heyrn á öðru eyra. Á unga aldri voru nefkirtlarnir teknir úr mér. 

Ég ólst upp í Akraselinu til 9 ára aldurs minnir mig. Ég lít einhvernveginn á Akraselið sem æskuslóðir mínar því að þar var öryggið mitt. Í Akraselinu var ég farinn að leika þann leik að fela mat sem ég var að borða, og stela sælgæti úr nammiskápnum hjá foreldrum mínu. Ég lék hlutverk týnda barnsins og var farinn að draga mig í hlé í samskiptum. Heimili mitt einkenndist af keyrslu og tilfinningadoða. Ég man ennþá eftir því að á þessum tíma var ég með einbeitningarskort. Ég náði ekki því sem fólk var að segja, og fannst ég oft vera að koma ofanaf fjöllum. 

 Í grunnskóla man ég eftir að ég átti í erfiðleikum með að ná því sem kennarinn var að segja. Ég þorði ekki að rétta upp hendina af ótta við að vera talin heimsk eða vitlaus en ég hafði fengið að finna það áður.  

Svo skildu foreldrar mínir sem ég hafði trúðað að myndi aldrei gerast. Munstrið var ekki að ganga upp og varð því að stokka upp. Þetta var mjög erfitt tímabil í lífi mínu. Ég var svo lokuð og ég taldi mér í trú um að enginn vissi hvernig mér liði eða skynjaði hvað var í gangi. Því var öðru nær. Ég bjó hjá mömmu minni á þessum tíma og var reið út í tvíburasystur mína fyrir að hafa ekki komið til okkar mömmu því mér fannst hún vera að hafna mér. Hún sagði mér seinna að hún upplifði það sama.  

Það var tvennt sem stjórnaði lífi mínu á þessum tíma: strákar og matur.Ég var tilbúinn til að gera allt til að fá athygli stráka. Ég borðaði í laumi heima en enn sem komið er hélt ég kjörþyngd. Ég gat borðað upp í 10 brauðsneiðar með þykkri smjörklessu ásamt kaffi með þykkri sykurleðju en þetta var stöffið mitt. Mig hlakkaði til að koma heim til að borða. Ég sat á kvöldin og hámaði í mig mat og horfði á sjónarpið.  

Ég var þó svo heppinn að hafa fengið að kynnast Al-ateen á þessum tíma en þar leið mér oft vel. Þó höfðum við fyrir framan okkur 12 sporin – en þau voru fyrir mér hundleiðinlegt kerlingafyrirbæri sem að notaðist aðeins af einstökum aðilum – en ég hafði ekki gert neitt af mér að mér fannst og því ekki þörf á því. 

Ég man eftir mér 14 ára að vinna í Hagkaup í Skeyfunni. Ég byrjaði þar sem pokadýr og gerðist síðan virðuleg kassadama ( að mér fannst ). Ég fékk viðvörun frá yfirmanni mínum vegna þess að ég átti það til að koma of seint. Ég man eftir því að ég átti mjög erfitt með að vakna á morgnana og hef alltaf átt erfitt með það. Í starfi mínu fann ég fyrir fljótfærnisvillum/ óþolinmæði sem að hafa einkennt mér síðan ég man eftir mér úr grunnskóla.  

Þegar ég fór yfir í frammhaldsskóla fékk ég að taka stöðupróf í vélritun því ég hafði staðið mig vel í grunnskóla í vélritun. Mér fannst það mjög merkilegt að ÉG fengi að taka stöðupróf. Ég var næstum búinn að klúðra því vegna sambands sem ég var í á þeim tíma þar sem þráði mest af öllu að vera elskuð. Ég hafði engar væntingar fyrir sjálfa mig.

Ég byrjaði í fyrsta alvöru sambandinu mínu 16 ára. Hann hentaði vel fyrir mig þar sem hann var mjög hrifinn af mér og hafði hann háleita drauma um framtíð sína. Það hentaði mér vel því að ekki hafði ég neinar væntingar  í mig varið inns inni sem persónu. Ég fann meira og meira tómleika innan í mér og tilgangsleysi. Ég sá fólk í kringum mig sem hafði von um framtíðina, sýndi sjálfum sér virðingu og settu mörk fyrir sjálfa sig. Ég bara gat ekki séð mig í þessum sporum. Ég taldi mig þunglinda en greindist reindar ekki sem slík en ég var voðalega vonlaus.  Ég sætti mig við að verða kona án titils. Ég var ekki megnug þess að framkvæma – oft voru verkefni mér erfið og ég komst í þrot.

Kafli 2 er væntanlegur í kvöld - er að skrifa meira.... fyrir þá sem vilja fylgjast með.

kv Sirry

 


Mataræðið mitt, mín lausn

Ég hef verið að vinna með mataræðið mitt í tengslum við ADD og get ég ekki með orðum lýst hvað þetta hefur breytt lífi mínu. Ég ætla að gefa mér tíma á morgunn eða um helgina að blogga um það.

Mikið að gerast í kynningarmálum hjá mér:

Á morgunn verð ég með fyrirlestur um ADHD coaching fyrir Reykjalund 

Efling er að fara að birta grein eftir mig um ADHD coaching

Ég verð með kynningu um ADHD coaching á Akureyri fimmtudaginn 1 nóv. kl 5-7  

Kennsla um ADHD fyrir Íslensku Kristkirkjuna

 


Tourette- bati án lyfja

Heiða er móðir 10 ára drengs með Tourette og hér segir hún sína sögu - bati án lyfja:

Sonur minn, sem varð 10 ára í nóvember 2006, greindist með Tourette í janúarbyrjun sama árs. Þá var liðið um hálft ár frá því við foreldrar hans höfðum orðið vör við hljóð í hálsi s.s. ýlfur og ræskingar á eftir, ásamt miklum kækjum sem voru blikk í augum (frá unga aldri), reka út úr sér tunguna og að horfa aftur fyrir sig í sífellu. Hann hefur ætíð átt auðvelt með nám en þennan vetur fór að síga á ógæfuhliðina og athyglin hans að bresta svo hann dróst aftur úr öðrum nemendum í bekknum. Hann hefur alla tíð verið mjög félagsfælinn og kvíðinn og um leið og kækirnir komu í ljós jókst kvíðinn og honum fór að líða verr félagslega í skólanum.


Eftir að hafa fengið greiningu hjá taugalækni í janúar sem tjáði okkur að Tourette væri ólæknandi og að það eina sem hægt væri að gera væri að gefa lyf ef sjúkdómurinn færi að hafa mikil áhrif á daglegt líf, vonuðum við að okkar sonur væri einn þeirra heppnu, sem þessi taugaröskun fer mildum höndum um. Fyrir utan það að benda okkur á lyf, vorum við upplýst um það að líklegast ykju álag og þreyta á einkennin. Að öðru leiti vorum við bara uppá náð og miskunn dyntóttra máttarafla að því er virtist.
Rúmum mánuði eftir greiningu, eða í lok febrúar, höfðu einkennin versnað svo mikið að við sáum fram á að mjög líklega yrði þörf á lyfjagjöf fyrir sumarbyrjun ef fram héldi sem horfði. Þá var drengurinn kominn með höfðuhnykki ásamt því sem kjálkinn kýldist fram og sú hreyfing olli honum sársauka. Einnig voru einkennin komin í axlir og mjaðmir og hann gat ekki lengur gengið með okkur niður í bæ sem er um 15 mínútna labb, sökum sársauka sem fylgdi þessum krömpum í mjöðmum. Þarna var svo komið að sjúkdómurinn væri farinn að hafa veruleg áhrif á daglegt líf og því þurfti að  bregðast við.

Lyf eða...?Áður en við færum leið lyfjagjafar vildum við reyna náttúrulegri leið, -  því hverju myndum við tapa? Við höfum ávallt verið á þeirri línu svo hún var okkur eðlilegri en leið lyfjanna. Það er skemmst frá því að segja að á einum mánuði hurfu nær öll einkenni.

Nú er liðið 1,5 ár frá því náttúrulækningaleiðin var farin og enn eru einkennin mjög lítil.
Það er ekkert sem bendir til þess að drengurinn hafi Tourette. Hljóðin hurfu alveg og einn og einn dag mátti greina kipp í öxl eða blikk í augum.  Kennari drengsins hélt hann væri kominn á lyf þar sem hann sá nær engin einkenni lengur um vorið. Þegar skóla lauk í júní komst mikil óregla á heimilislífið. Óreglulegur svefntími, námskeið sem enduðu í pulsu- og nammiáti ásamt kókþambi. Útilegur þar sem hveitikex var gjarnan við hendina og stundum keypt pulsa og ís. Við fórum í vikuferð til Kaupmannahafnar þar sem hann fékk pizzu og pasta í nær hvert mál og ís á eftir. Nokkuð af kækjum kom aftur en þó  ekki jafn mikið og verið hafði í febrúar. Við greinum þannig mun á honum í samræmi við mataræði og annað. Við getum þannig séð mun strax að kvöldi eða daginn eftir, ef hann hefur farið í afmælisveislu og úðað í sig kökum, pulsum og gosi eða ef hann fer í ný föt sem ekki hafa verið þvegin eða ef hann hefur gónt mikið á tölvu- eða sjónvarpsskjá o.s.frv. 

Hann sjálfur veit hvað það þýðir að úða í sig óhollustu og kýs oftast að sleppa öllu sem gerir honum illt, nema þegar um afmæli vina hans er að ræða eða aðra merkisviðburði. 
Við tókum okkur aftur á þegar við sáum hversu mikil áhrif þessi óregla hafði og nú rúmu ári síðar er hann ennþá nær einkennalaus. Ókunnugir myndu ekki taka eftir mun á honum og öðrum börnum. Engir kækir eru greinanlegir nema eftir syndsamlega óhollustudaga. Hann er stundum með ræskingar og síðan koma litlir kippir í andlit einstaka sinnum. Alls ekki á hverjum degi. Höfuðreygingarnar, kjálkakippirnir, ullið ásamt kippum í mjöðmum hafa ekki látið sjá sig aftur og ýlfur hefur sömuleiðis ekki heyrst síðan í febrúar/mars. Honum gengur mun betur í skólanum, bæði námslega og félagslega og er almennt hamingjusamari og í betra tilfinningalegu jafnvægi. Almennt séð er ekki hægt að sjá að hann eigi við þennan sjúkdóm að stríða og við erum gífurlega hamingjusöm yfir þessari breytingu og viljum því að sem flestir viti a.m.k. af þessari leið. Þá er hverjum og einum frjálst að velja. En eins og staðan er í dag hafa fæstir val því menn þekkja ekki til þessarar leiðar og enginn gerir þeim grein fyrir þessum möguleika. Kannski hentar þessi leið ekki í öllum tilfellum, en þá eru mönnum frjálst að því að velja sjálfir, sem við teljum ákaflega mikilvægt.

Hvað gerðum við
Upplýsingar um aðgerðir fengum við frá taugasjúkdómasamtökum í Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í náttúrulækningum við t.d. Tourette og einhverfu með góðum árangri. Við pöntuðum bækur frá þeim og fórum jafnframt með Kolbein til hómopata sem greindi hvað það væri sem hann hefði óþol fyrir. Við fylgdum hennar leiðbeiningum og lásum okkur til í bókum og á netinu. Bókin sem við studdumst einna mest við er nú til hjá Tourettesamtökunum. Ég læt hér fylgja allt mögulegt sem við höfum í huga og við höfum lesið um að hafi slæm áhrif á tourettesjúklinga. Okkar reynsla hefur síðan staðfest margt af þessum atriðum.Ekkert sem eykur á gersvepp í þörmum og að óhreinindi safnist þar upp. Sagt er að meðal Vesturlandabúi sé með mikið af matarleifum í þörmunum, allt uppí nokkur kíló. Veldur offitu, prumpi, álagi á kerfinu, eiturefni hrannast upp og fara út í blóðið og þetta eykur næmi fyrir alls kyns aukaefnum (eiturefnum) í mat. Vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast komast ekki í sama mæli út í blóðrásina. Tourette-fólk sem hefur farið náttúrulækningaleiðina segja kækina aukast ef þeir neiti t.d. gers, glútens (hveiti) og sykurs. Sonur okkar fær því ekkert ger, hveiti eða sykur. Fær stundum Agave sýróp (t.d. út á grjónagrautinn sinn) og lífrænt ræktaðan brúnan sykur. Ekki púðursykur þó. Síðan bökum við speltbrauð u.þ.b. annan hvern dag án gers (notum þá vínsteinslyftiduft) og hann fær hrökkbrauð sem er sykur og hveitilaust.  Oft gerum við pizzu úr speltmjöli og notum lífrænt ræktaða tómatsósu sem er því ekki með neinum litarefnum,  rotvarnarefnum eða hvítum sykri. Ofaná fær hann skinku án msg, oftast kjúklingaskinku. Hann fær síðan afganginn í nesti og því nýtist baksturinn enn betur. Þegar ekki gefst alltaf tími í bakstur er hægt að fá mjög góð brauð í Brauðbæ í Glæsibæ (fást einnig í heilsubúðum og mörgum kjörbúðum, m.a. Melabúðinni), sem eru gerlaus og hveiti/glútenlaus. Einnig eru til í mörgum kjörbúðum hálfbakaðar frystar brauðbollur úr spelti sem hitaðar eru í ofni og gott er að grípa til.

Ekkert Aspartam.
Þetta efni hefur áhrif á verki s.s. mígreni, sykursýki (taugaverkir hjá sykursjúkum) og athyglisbrest svo fátt sé nefnt og getur aukið á kæki hjá þeim sem hafa tourette. Er mjög umdeilt þótt Umhverfisstofnun og Lýðheilsustofnun segi efnið ekki skaðlegt heilsu manna.
Sonur okkar fær frekar sykrað kók en diet kók, því af tvennu illu er venjulegt kók þó skárri kostur að okkar mati. Við stillum gosdrykkju líka mjög í hóf, höfum hana aðeins til spari. Diet (Nutra Sweet) er með aspartam-sætuefni. Hægt að kaupa lífrænt gos í heilsubúðum og á heilsukaffihúsinu Hljómalind. Þar setjumst við stundum niður og fáum okkur gos (enginn hvítur sykur og aðeins lífrænt ræktuð bragðefni og engin litarefni) og súkkulaðiköku þar sem hráefnið er lífrænt ræktað og hrásykur notaður.

Ekkert MSG
(monosodiumglutamat). Oft kallað E621. Ekki þarf að gefa upp hvað er í mat skv. bandarískum lögum og því getur staðið "natural sweeteners", "
modified food starch", "natural flavoring"eða "yeast extract" í staðinn sem gefur til kynna að varan innihaldi MSG. Hefur samskonar áhrif á heilann og Aspartam. Ruglar boðefni og efnaskipti segja þeir sem gagnrýna það, en margar rannsóknir benda á skaðsemi þessa rétt eins og í tilfelli Aspartam.

Eins lítið af unninni vöru og hægt er.
Hún er orkulítil. T.d. dósa- og pakkamatur eða unnar kjötvörur s.s. pylsur. Þar að auki er oft búið sprauta msg í þessar vörur s.s. í pulsur og lambalærisneyðar tilbúnar á grillið. Oft búið að setja msg í kryddlöginn. MSG er í Aromat-kryddi og Köd og Grill ásamt mörgum tegundum af Season All. Einnig í kartöfluflögum og þvílíku. Almennt séð reynum við að sneyða hjá aukaefnum í matvöru, svosem bragðefnum, litar- og rotvarnarefnum, eins og kostur er. Sumir telja að þeir sem hafi Tourette geti verið viðkvæmari fyrir fæðu og efnum í umhverfinu en aðrir, allavega getur mataróþol og ofnæmi meðal þeirra leitt til þess að allir kækir aukast.
Sem mest af lífrænt ræktaðri vöru. Enda er hún orkuríkari, fyrir utan það að hún er laus við eiturefni s.s. skordýraeitur og kemískan áburð. Tourette fólk þolir illa þetta eitur og það getur komið kækjum af stað.Lífræn mjólk og lífræn AB-mjólk. Það er mikið af aukaefnum og sykri í jógúrti og öðru slíku sem getur verið slæmt. Einnig virðist hafa jákvæð áhrif að nota mozarella-ost í stað hefðbundinna steyptra osta eins og Gouda. Í steyptum ostum er notaður saltpétur sem fer illa í marga, en mozarella-osturinn er laus við hann, og því er hann tilvalinn á grilluðu samlokurnar og á pizzur. Sojamjólk kemur líka til greina, það er þó misskilningur að hún sé hollari en venjuleg mjólk enda er sojamjólkin mikið unnin vara. Oft er hún þó eini kosturinn fyrir þá sem hafa mjólkuróþol.

Hætta notkun á eiturefnum á heimilinu. S.s. Ajax og því öllu sem við strjúkum borðin og þvoum gólfin okkar með. Gufurnar fara í andrúmsloftið og koma kækjum af stað. Sama með þvottaefni fyrir fötin okkar. Þó það heiti Neutral þá virkar það eins á þá sem eru viðkvæmir fyrir öllum eiturefnum. Við kaupum aðeins náttúruleg hreinsiefni bæði fyrir uppvask, fataþvott, sjampó, tannkrem, skúringar o.s.frv. Allt telur ef fólk er viðkvæmt fyrir þessu. Enda erum við að safna í okkur þessum eiturefnum frá fæðingu og smám saman fara þau að valda sjúkdómum eftir því sem árin líða.

Síðan eru það bætiefni. Við höfum lesið okkur til um það hvað virðist gera þeim sem hafa Tourette gott og þá er oftast talað um Omega 3, 6 og 9, allt í einni blöndu og hægt er að kaupa í belgjum í heilsubúðum. Einnig Zink, B-vítamín og Magnesíum sem öll styrkja taugakerfið. Síðan leggjum við mikla áherslu á að maginn sé í lagi og gefum honum Acidophilus.

Síðan hafa langar setur fyrir framan sjónvarps- og tölvuskjái slæm áhrif á taugakerfið. Margir sem eru með Tourette eru viðkvæmir fyrir ljósi og í hefðbundnum sjónvarps- og tölvuskjáum er mikið ljósflökt. Við sjáum mun á drengnum okkar ef hann hefur fengið að vera lengi í tölvuleik eða að horfa á sjónvarp, þá vilja kækirnir aukast og hann byrjar að ræskja sig meira en áður og byrjar jafnvel að mynda önnur hljóð. Við höfum þannig dregið úr því hjá honum. Flatskjáir (plasma- og lcd-skjáir) eru þó mun betri en hinir því þar er ljósið stöðugt og flöktir ekki. Þá er þó ekki allt unnið, því í mörgum tölvuleikjum og sjónvarpsþáttum er mikið um örar birtubreytingar og hröð klipp, og í notandabæklingum tölvuleikjaframleiðenda s.s. Nintendo er varað við hættu á flogaköstum. Frægasta dæmið um þetta er líklega þegar upp komu flogatilfelli meðal japanskra barna þegar þau horfðu á teiknimyndir eins og Pokémon.

Varast rafmengun. Sumir jafnaldrar sonar okkar eru með GSM síma. Síðan eru þráðlausir símar á flestum heimilum nú orðið. Þráðlaus net fyrir tölvuna. Örbylgjuofnar, sjónvörp í hverju herbergi, tölvur o.s.frv. Þetta segjast margir hafa prófað að lágmarka og fundið mun. Við höfum t.d. látið mæla íbúðina og gert vissar ráðstafanir.

Klór í sundlaugum þola margir illa. Í sumum laugum er saltvatn í stað klórs s.s. í Seltjarnarneslaug og í Vestmannaeyjum.

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun
Förum reglulega með hann í svoleiðis tíma. Hann slakar vel á og virðist hafa mjög gott af þeirri meðferð.

Hreyfing úti í frísku lofti
Finnum mun á því hvort hann er í kyrrsetu inni eða úti í fersku lofti að hamast. Er allur slakari og betri og ánægðari á eftir. Sefur einnig betur eftir áreynslu í frísku lofti. Við reynum að fara í hjólreiðatúra saman eða göngum upp á Esju í góðu veðri.

Hómopata eða Náttúrulækni (4 ára nám sem kallað er Naturopath/heilmeister á öðrum tungumálum) er gott að heimsækja ef fólk kýs það og láta athuga hvort viðkomandi sé með óþol fyrir einhverjum fæðutegundum s.s. mjólk eða ostahleypi svo eitthvað sé nefnt.

Ef einhver hefur áhuga á að forvitnast meira um þessar aðferðir er sjálfsagt að hafa samband við mig í geit_in@yahoo.com

Ég læt fylgja með veffang samtakanna bandarísku, sem kallast Association for Comprehensive Neuro Therapy, www.latitudes.org

Heiða Björk Sturludóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband