Færsluflokkur: Bloggar

Latitudes / Ticks and Tourette´s

Hér er slóð á  bandarísku samtökin sem sérhæfa sig í óhefðbundnum meðferðum við taugaröskunum.
Þau selja bók sem heitir Ticks and Tourette´s. Það er bókin sem Heiða Björk Sturludóttir studdist við þegar hún hóf náttúrulega nálgun á taugaröskun sonar síns.
Heiða Björk er ein af fyrirlesurum 3 sem munu segja frá reynslu sinni sjá hér: http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/369209/
Með kveðju Sigríður

Heilsubankinn

Komið þið sæl.

Mig langaði til að benda ykkur á snilldar vef sem fjallar um heilsuna: heilsubankinn.is

Með kveðju Sigríður 


“Er hægt að vinna með ADHD og skyldar raskanir án lyfja?”

Í fókus 

“Er hægt að vinna með ADHD og skyldar raskanir án lyfja?”

1.desember 2007 kl 13-15 í Sjónarhólshúsinu Háaleitisbraut 13, efstu hæð.

Aðgangur ókeypis.

  

Í Fókus hefur fengið til liðs við sig 3 mæður til að deila reynslu sinni af því hvernig þær hafa náð að vinna með börnin sín án lyfja.

 Dagskrá: 13:00 – 13:40 

Hildur M. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsubankans.is er móðir tveggja uppkominna barna með ADHD en þau hafa aldrei verið á lyfjum. Mun hún deila reynslu sinni af uppeldi barna sinna – en hún hefur verið ötul við að leita leiða sem gagnast hafa bæði henni sem uppalanda og ekki síst börnunum, við að takast á við sig sjálf og samfélagið. Hildur mun í fyrirlestri sínum koma inn á þátt mataræðis, umhverfis og samskipta, bæði inni á heimilinu og gagnvart skólasamfélaginu. 

13:40 – 13:50 

Ása S. Harðardóttir er móðir 8 ára stúlku sem greindist fyrir 2 árum með ADD. Dóttir hennar er einnig með kæki en náði ekki greiningu með Tourette. Ása mun deilda reynslu sinni með okkur en dóttir hennar þarfnast ekki lengur stuðnings í skóla, gengur vel félagslega og er hún ekki á lyfjum í dag eftir að Ása fór að vinna með mataræði og homopatiu í lífi hennar.

 

13:50 – 14:00  

Heiða Björk Sturludóttir er móðir drengs greindur með Tourette og er á einhverfurófinu þó hann nái ekki greiningu. Hann var með mikla kæki og gaf frá sér hljóð. Heiða hefur tekið á mataræði hans, umhverfisáhrifum og ýmsum óhefðbundnum lækningum. Mun hún deila með okkur reynslu sinni af hennar vinnu með sinn dreng og hvað hefur virkað. Heiða segir sjálf að ef slegið er slöku við í mataræðinu þá finni hún strax aukna kæki hjá syni sínum.

 

14:00  

Hlé 14: 10 – 15:00 

Umræður og fyrirspurnir

 

 


Girls With ADHD Are at Increased Risk for Eating Disorders and Depression

Girls With ADHD Are at Increased Risk for Eating Disorders and Depression

Marlene Busko

Medscape Medical News 2007. © 2007 Medscape

November 8, 2007 (Boston) — Compared with controls, girls with attention-deficit/hyperactivity disorder (ADHD) were more likely to develop an eating disorder or to develop major depression, according to 2 recent studies.

These findings were presented in a symposium at the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry 54th Annual Meeting.

Very little information is available about ADHD in girls and women, and these 2 studies showed that girls with ADHD can have eating-disorder problems that are not seen in boys, and they can also have life-threatening depression, Joseph Biederman, MD, from Massachusetts General Hospital, in Boston, who presented the depression study, told Medscape Psychiatry

"People who have certain characteristics with ADHD such as conduct disorders, eating disorders, or depression require very different treatment and follow a more complicated path as they grow into adulthood," he added.

Underrecognized Eating Disorder Risk

"The risk for eating disorders in ADHD, we can say with more confidence now, may be underrecognized," said Craig B. H. Surman, MD, from Massachusetts General Hospital.

He reported that in a large prospective study of adolescent girls with and without ADHD (controls), those with ADHD were 3.6 times more likely to develop an eating disorder, defined as either anorexia or bulimia nervosa (Biederman J et al. J Dev Behav Pediatr. 2007;28:302).

During the study's 5-year follow-up, 16% of the girls with ADHD (20 girls) and 5% of the controls (5 girls) developed an eating disorder.

Compared with the controls, the girls with ADHD were 5.6 times more likely to develop bulimia and 2.7 times more likely to develop anorexia nervosa. They also had significantly higher rates of depression, anxiety disorders, and disruptive behavior.

Treatment for ADHD should be considered in patients with eating disorders, said Dr. Surman, adding the caveat that such treatment can be complicated by the adverse effects of medication.

Fivefold Greater Risk for Depression

Girls with ADHD were 5.4 times more likely to develop major depression than girls without ADHD, in a longitudinal study of 140 girls with ADHD and 122 girls without ADHD (controls) that was presented by Dr. Biederman.

The girls, aged 6 to 18 years, were followed prospectively for 5 years. Compared with the controls, those with ADHD had an earlier onset of major depression, and the depression was associated with greater impairment, such as suicidality, and was more likely to require hospitalization. Major depression developed on average at age 17 years and lasted twice as long in the girls with ADHD vs controls (3 years vs 1.3 years). Dr. Biederman noted that "3 years in the life of a 17-year-old girl is a significant chunk of life."

Prior mania and parental major depression independently predicted depression among the girls with ADHD.

"These findings indicate that major depression emerging in the context of ADHD is an impairing and severe comorbidity worthy of further clinical and scientific interest," said Dr. Biederman.

Dr. Biederman is on the advisory board of and is a consultant for Cephalon, Eli Lilly, Janssen LP, McNeil Pediatrics Division of McNeil-PPC, Novartis Pharmaceuticals, and Shire US. He receives research support from Abbott Laboratories, Bristol-Myers Squibb, Eli Lilly, Janssen LP, McNeil Pediatrics Division of McNeil-PPC, New River Pharmaceuticals, the National Institute of Child Health and Human Development, the National Institute on Drug Abuse, the National Institute of Mental Health, Otsuka America Pharmaceutical, Pfizer, and Shire US. He is on the speaker's bureau for Cephalon, Eli Lilly, McNeil Pediatrics Division of McNeil-PPC, Novartis Pharmaceuticals, Shire US, and UCB. Dr. Surman is on the advisory board of Shire US and has received advisory board honoraria from the Takeda Pharmaceutical Company. He has received educational honoraria from McNeil Pediatrics Division of McNeil-PPC and Shire US and research support from McNeil Pediatrics Division of McNeil-PPC. He has received speaking honoraria from Cephalon, Janssen LP (Canada), and Shire US and speaker's bureau honoraria from Novartis Pharmaceuticals.

American Academy of Child and Adolescent Psychiatry 54th Annual Meeting: Symposium 25. October 23-28, 2007.


Aðrar leiðir en lyf

Foreldrar þurfa að vita hvaða mörk þau geta sett skólanum og hvers er hægt að ætlast af skólaferfinu.

Einstaklingsmiðuð vinna eins og ADHD coaching hefur gefið mjög góða raun, en þar lærir einstaklingurinn á sjálfan sig og lærir að ná því besta fram með athyglina og ofvirknina. Starfsval, sjálfsmynd og fl kemur þar sterkt inn.

Mataræði - rétt mataræði skiptir mjög miklu máli, bætiefni og umhverfisáhrif.

Agi, tilfinningagreind foreldris og skiptir mjög miklu máli að foreldrar séu trúir sjálfum sér og stabilir. Ef þeir eru með einkenni þá verða þeir að vinna með sjálfa sig.

Ef einstaklingur er með fíkn vanda þá verður að taka á því, meðvirkni einnig.

kv Sj 


mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kafli 6 - saga stjórnleysingja - endir

Frá fyrsta degi í 12 spora vinnuni hef ég verið í fráhaldi. Ég skilgreindi fráhaldið mitt hveiti og sykurlaust, en leyfði kartöflum og spelti að vera inni.

 

Þetta var í byrjun sumars. Ég minnkaði neyslu á gosdrykkjum og fékk mér í staðinn sótavatn. Mér gekk vel lengst framan af og náði af mér 10 kg. Ég fór að missa tökin af matarskömmtunum mínum og að lokum var ég farin að láta franskar kartöflur taka yfir grænmeti. Ég var farinn að bæta við á diskinn meira kjöti og öðru og taldi að ekki væri hægt að fitna af því. Ég var að missa tökin.

 

Þá kom til sögunar maður sem að hefur verið að vinna með hömlulausa neyslu sína varðandi mat. Hann var að tala á ráðstefnu og sagði frá því hvað hann hefur verið að gera til að halda sér í góðu fráhaldi. Það var eitt sem hann sagði sem að hitti beint í mark hjá mér. Hann sagði frá því að hann hafði fengið magaverki við það að drekka kaffi. Hann vildi ekki taka það alveg út svo hann minnkaði neysluna niður í einn bolla á dag. Þá fékk hann “pínu” magaverk. “ Hversu heimskulegt er það að sætta sig við það að fá pínu magaverk?” sagði hann svo í enda sögunar. Hann ákvað því að hætta að drekka kaffi.

 

Þetta fékk mig til að hugsa. Þegar líkaminn æpir á mann vegna e-h sem maður er að gera honum þá er ekki rétt að gera það. Við erum oft að fá skilaboð en gefum ekki gaum að því. Ég fór að hugsa um háu skóna sem ég jafnvel bar á fótum mínum þrátt fyrir tábergssig – og fékk stundum krampa í lappirnar af verkjum. Svo ég ákvað að hvíla mig á skónum.

 

Ég ákvað líka að taka mataræðið mitt betri tökum. Þannig kom til nýja fráhaldið. Ég hef lengi vitað að kaffi fer ekki vel í mig og ef ég drekk eftir kvöldmat kaffi þá á ég erfitt með að sofna. Eg get líka misst mig í að drekka of mikið kaffi fram að kvöldmat svo að þá verður ástandið eins og ég hafi drukkuð það eftir kvöldmat – svefnleysi. Ég er líka viðkæm fyrir pepsí drykkjum með koffeini en ég lá í því á kvöldin. Það hjálpar ekki upp á svefninn heldur.  Tyggjó veldur streitu í kjálkunum á mér og gerir mig ennþá stressaðri. Tannlæknirinn minn var búinn að benda mér á að hætta með tyggjó. Einnig inniheldur það aspartam.

 

Búið er að sanna að aukaefni í mat tengjast ADHD. Svo ég henti öllum pakkasósum, matarlitum, dropum og fl í þeim dúr.

 

Þá vandaðist málið. Maður þarf vikilega að horfa í hvar þessi efni leynast. Ég kaupi því ekki kjöt í dag sem er búið að marinera. Aðeins ferskt kjöt sem ég krydda sjálf. Ég tók út spelt og leyfi mér í dag að borða grænmeti i stórum stíl, hveitikím, hrisgrjón, glúteinlaust brauð.

 

Eg tók út mjólkurvörur eins og þær leggja sig: ostur, jogurt, ab mjólk, mjólk, súrmjólk. Í stað borða ég sojamjólk eða rísmjólk.

 

Sósur með kjötinu geri ég annað hvort með spelti eða nota soðið úr kjötinu, eða kókosmjólk ( er nýlega farin að nota það ráð en Hildur hjá Heilsubankanum benti mér á það).

Ég borða alla ávexti nema banana, perur, vínber. Er að vinna með candida sveppinn en ef hann er ómeðhöndlaður þá getur þú verið að glíma við þessi einkenni: http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=43

Mér hefur verið bent á oftar en einusinni að margir með ADHD séu með ómeðhöndlaðan candidasvepp svo að mikilvægt er að ná tökum á honum. Acidophilus er mikilvægur í baráttuni við hann.

 

Bætiefni tek ég að staðaldri: omega 3, kvöldvorrósarolía, magnisium, kalsium, lesitin, hörfræjarolía.

 

Ég hef líka þurft að vigta og mæla matinn minn. Ég er ekki fær um að ákeða matarskammtana mína svo að ég tek á stjórnleysinu þannig. Það hentar mér vel.

 

Ég fékk mikinn hausverk fyrstu 4 dagana vegna fráhvarfa. Á fimmta degi fann ég fullkomin fríð í líkamanum. Ég fann meira segja að verkir í liðum sem ég hafði verið með í liðum voru horfnir ásamt verkjum í öxlum.

 

Ég er farinn að vakna hress á morgnana og á alltaf góðann tíma fyrir sjálfa mig. Ég er miklu orkumeiri inná heimilinu og hef haldi þvottinum í góðum skefjum í góðann tíma.

 

Margt af því sem ég hef unnið með einkennin mín eru hugræn vinna gegnum tólf sporin. Viðhorfsbreytingar skipta miklu máli. Markmið skipta máli. Sjálfsþekking skiptir máli. Ég er sú sem ég er – og veit að ég er á réttum stað. Einn dagur í einu, bænin að morgni og hugleiðsa virkar merkilega vel.

 

Ég hef verið að sjá flottar breytingar á syni mínum og mun blogga um það síðar, en eitt af verkfærunum sem ég hef notað er bænin, bið fyrir honum, með honum. Ég greini vandann sem hann er að glíma við og bið inní það. Hann er farinn að vilja það sjálfur. Það er kraftaverk.

 

Ég held ég hafi þetta ekki lengri að sinni, og er því kaflaskiptu söguni lokið að sinni.

Ef þið hafið e-h spurningar þá endilega dembið þeim á mig.

 

Kv Sirry


Fíflagangur

Meiriháttar hjá þér Jón Gnarr. Heimurinn væri fátækari án þín. Þú hefur haft kjark til að hætta að hlusta á heiminn og hefur trú á sjálfum þér.

Þú ert öðrum einstaklingum með ADHD frábær fyrirmynd.

 

 


mbl.is „Ég grundvalla líf mitt á fíflagangi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyddist út færslan.

Ég ætla ekki að fara í brjálað skap yfir því að klukkutíma bloggfærsla eyddist út hjá mér. Það hefur ekki neitt upp á sig. Ég verð að byrja upp á nýtt á morgunn, og get því ekki staðið við loforð mitt varðandi bloggið. Ég skrifa það á morgunn / næsta kvöld.

kv Sigríður 


Dansarinn

Þessi grein var birt eftir mig í síðasta fréttablaði ADHD samtakana. Mig langaði til að deila henni með ykkur.   

Að virkja sjálfsmynd ADHD einstaklingsins
Það er staðreynd að  ADHD einstaklingar eru undantekningalaust snillingar. Ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið að kynnast mörgum þeirra. Því miður eru allt of margir þessara snillinga ómeðvitaðir um snilli  sína. Þetta er sorgleg staðreynd. Við getum gengt veigamiklu hlutverki í lífi ADHD einstaklingsins og vil ég hvetja hvert og eitt okkar til að skoða hvað við getum gert til vel megi takast.    

Hlutverk okkar í byggingu sjálfsmyndar ADHD einstaklingsins
Það er vel þekkt að sjálfsmynd ADHD einstaklinga er mjög oft brotin. Sjálfsmynd er sú mynd sem við höfum okkur sjálfum. Eftirfarndi sögu skrifaði ég í byrjun þessa árs. Tel ég hana gefa greinagóða mynd að því hvernig sjálfsmynd okkar getur þróast.

 

 Dansarinn
Einu sinni var nýfætt, fullkomið stúlkubarn.
 

1 árs

fannst henni gaman að rannsaka umhverfið. Henni fannst gaman að rannsaka sjálfa sig og prufa og uppgötva nýja hluti. Hún fékk ótal tækifæri til könnunar og hún var alltaf glöð og ánægð. Hún hafði uppgötvað dansinn. Ósjálfrátt þegar hún heyrði tónlist fór hún að dilla sér. Hún naut þess svo mikið að dansa að hún notaði allan líkamann til þess að upplifa tónlistina.
 Hrefna að dansa
3 ára

Hún var glöð, hamingjusöm og ánægð með sjálfa sig. Lífið hafði upp á margt að bjóða. En þó valdi hún oftar að dansa. Hún naut þess að klæða sig í danskjólinn sinn og spariskóna og loka hurðinni á herbergi sínu til að geta verið ein með sjálfri sér að dansa.
    

5 ára

sagði fólk að hún væri alveg ótrúleg þessi stelpa. Hún hefði svo mikla tilfinningu fyriri líkama sínum og með ótrúlegri næmni náði hún að láta líkamann dansa í takt við tónlistina. Það var ekkert sem komst að henni, ekkert sem gat truflað hana, henni fannst hún vera fullkomin.  Foreldrar hennar voru stoltir af henni.
 

6 ára

og byrjuð í skóla. Hún elskar að hreyfa sig og tekur stundum uppá því að standa upp frá miðju skólavekefni til að snúa sér í hring, jafnvel oftar en einu sinni. Hún er dreyminn á svip og hugsar „ég er dansari“. Skyndilega dettur hún út úr draumi sínum, kennarinn var að sussa á hana. Hún fékk sting í hjartað. Hún finnur fyrir skömm.
 

Kata vinkona

var fyrirmynd allra. Hún var uppskriftin að hinum fullkomna einstæklingi. Hún var best í öllu og þurfti ekkert að hafa fyriri náminu. Hún fékk aldrei skammir fyriri lélega frammistöðu og það gaf auga leið að allir áttu að vera eins og hún.

Samanburður
Það var erfitt að standast samanburðinn. Mögulega gat hún ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hennar, því þó hún vissi að hún ætti að geta gert betur, fann hún að þrátt fyrir góðan vilja myndi hún alrei verða fær um að ná þessum árangri. Vilji og athygli virtust ekki starfa saman. Hún var farin að finna fyriri kvíða og sjálfsmynd hennar var á niðurleið.
 

Loksins er gaman

í skólanum. Við erum byrjuð í dansi. Loksins er þess virði að vera í skólanum.
 

Draumar

Hún situr yfir námsbók, horfir dreymin út um gluggann. Hana dreymir um framtíðina. Hún stendur uppi á sviði í Borgarleikhúsinu ásamt Íslenska dansflokknum. Þau voru að ljúka danssýningu við mikinn fögnuð áhorfenda. Hún hrekkur við. Skólabjallan er að hringja. „Ó nei hugsar hún“ ég á eftir að klára verkefnið mitt”.
 

Ástríða

Dans er aðeins kenndur einu sinni í  viku. Hún naut hverrar mínútu.  Danskennarinn reiddist henni þegar hún bætti nokkrum danssporum  við dansinn sem hann var að reyna að kenna þeim. „Þú gerir ekki það sem ætlast er til af þér“ sagði hann.  Hún hrökk í kút. Hvað er að mér? Afhverju er ég alltaf að bregðast öllum? Ég er ekki nógu  góð.

Foreldrafundur

„Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt, við munum tala við hana“ sögðu foreldrar hennar í foreldraviðtalinu við kennarann.  „Við erum tilbúin að gera allt til að skólastarfið geti gengið sem best. Hún mun ekki trufla aftur“.   
  Hrefna leið

Áhugalaus

Hún er utan við sig  í dansi. Heldur ekki athygli við danssporin. Ég er hlýðinn og góð í danstímum. Sem betur fer er kennarinn hættur að skamma mig en afhverju finnst mér leiðinlegt í dansi núna?
 

Öðruvísi
Hún var að greinast með athyglisbrest. Hún er „öðruvísi. Hún stóð ekki undir væntingum, úr því þarf að bæta. Þeir segja að þeir þurfi að  „laga“ hana.  

Stuðningur

Hún er byrjuð í stuðningskennslu. Þeir ná að gera hana nokkuð þokkalega og einkunnirnar hækka um 1, 2 eða 3.

Væntingar
Hún þarf mikla hjálp við að standast væntingar. Til að  standa 100% undir væntingum varð hún að ná 10. Hún náði „bara“ 5. Hún stendur ekki  undir væntingum,  hún er ekki heil, hún er brotin og þarfnast lagfæringa.
 

Uppgjöf

Hún verður aldrei dansari því hún mun aldrei fara í menntaskóla. Hún sættir sig við það.

Lífsleikni!
Leiðin lá út í lífið sjálft. Henni farnast best ef hún brosir og er góð.  Þó er hún aldrei nógu ánægð. Hefur ekki lengur tölu á hvar eða hvað hun hefur unnið.
 

Stenst ekki væntingar

Yfirmaður henar vill eiga við hana orð. Það fer líklegast að líða að því að hann láti hana fara. Hún reynir alltaf að brosa til hans og jafnvel segja eithvað sniðugt.  Hún hlýtur  að kaupa mér frest á því.
Henni finnst hún  þurfa að vera opin fyrir nýjum verkefnum. Hún er alltaf á hlaupum, byrjar á nýju verkefni, hoppar svo yfir í annað verkefni. Það er stór búnki á borðinu hennar. Hún ætlar að  klára hann á morgun. Svo næsta dag þegar hún byrjar á honum dettur henni  í hug að fara inná netið, bara svona aðeins til að kíkja. Og fyrr en varir er hún búin að eyða of löngum tíma inná netinu. Þetta gerist of oft.

Lasin
Hún er orðinn “lasinn”. Alltaf kvíðinn og átti erfitt með að mæta í vinnuna á morgnanna. Heimilis læknirinn sagði að hún væri með alverleg þunglyndis einkenni. Hún fékk frí frá vinnu í mánuð til að tjastla sér saman.
 

Þunglynd

Heimilislæknirinn mælti með því að hún færi á sjálfsstyrkingarnámskeið.  Á blöðunum sem hún fékk á námskeiðinu voru fjölmargar spurningar. Ein af þeim hljóðaði svona: Nefndu þrjá styrkleika sem þú hefur. Hún rétti upp hönd og spurði
leiðbeinandann : „hvernig veit ég hvaða styrkleika ég hef?“
Eftir smá umhugsun skrifaði hún: Ég er góð, vandvirk og traust.
 _____________________ 

Þessi litla gallalausa stelpa var á góðri leið áður en hún byrjaði í skóla. Hún hefði þurft góðan mannþekkjara sem hefði komið auga á styrkleika hennar og hvatt hana áfram. Því með eflingu áhugasviða okkar og styrkleika eru okkur allir vegir færir. 
 Ég vil hvetja þig til sjálfsskoðunar, í hvaða hlutverki ert þú gagnvart ADHD einstaklinginum? Ertu Foreldrið/skyldmennið sem fylgir hugmyndum heimsins um hvernig við getum náð árangri?Ert þú kennarinn sem hefur það að markmiði að komast yfir námsefnið „á réttann hátt“ og hefur því ekki rými fyrir sköpunarmátt nemandans?  Ertu einn af þeim meiri hluta sem trúir því að það er aðeins til eitt form sem allir eiga að passa í? Það er aldrei of seint að breyta, þú skiptir máli í lífi ADHD einstaklingsins. Ég fór á fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík nýlega. Ungur maður með Asperger talaði um sína reynslu af því að brjóta sig út úr einhverfurofinu og brúa bilið á milli tilbúins hugarheims og hins raunverulega heims. Magnaður fyrirlestur. Í lokin var hann spurður hvað það þýði að vera “normal”. Hann hugsaði sig um og svaraði síðan „Það að vera normal er að viðurkenna hversu einstakur þú ert. Það er óeðlilegt að vera eins og aðrir“.   


Kafli 6 - saga stjórnleysingja - nýtt upphaf

Námið var frábært. Lífsspekin í skólanum hreif mig. David skólastjóri skólans lýsti ADHD einstaklingum þannig að það væri ekkert að þeim. Við værum bara með einstakan heila sem að virkaði öðruvísi. Við þyrftum bara að læra að nota hann með þeim verkfærum sem okkur var rétt. Hver og einn einstaklingur hefur Guðdómlega hæfileika er ein af grunnhugmyndum skólans. Ég gat tekið vð þeim og gert að minni lifsspeki. Skólinn breytti lífi mínu. 

Ég byrjaði að starfa sem ADHD coach  og minnkaði samhliða við mig vinnu. Að lokum minnir mig að ég hafi verið komin niður í 50 prósent starf hjá OR og 50 prósent coaching.

 Ég var farin að upplifa vanlíðan á vinnustað mínum hjá OR eins og ég sagði frá áður. Ég var að sinna verkefnum sem hæfðu mér ílla og var sjálfsmynd mín farin að hljóta hnekki af. Ég var hrædd um álit annara á mér, hrædd um stöðu mína í vinnuni. Ég var þó líka áfram umsjónarmaður úrbóta og var ég sterk í því en ég var farin að láta vanlíðan mína skyggja á það. 

Svo gerðist það einn dag að ég ákvað að hringja í David kennara minn í skólanum og tala við hann um þetta.  Hann reyndist mér frábærlega eins og alltaf. Hann sagði mér að því miður eftir margra ára vinnu hans með ADHD einstaklingum hafi hann séð of fáum sinnum ADHD einstakling stíga úr úr vinnu sem honum leið ílla í. Hann sagði mér líka að hann hefði mikla trú á mér því að hann hefði heyrt áhuga minn og ástríði varðandi það sem ég var að gera í ADHD málum. Svo dró hann myndina saman fyrir mig. Fjárhagslegt óöryggi væri það sem að olli því að ég hélt áfram að vinna hjá OR, en hvort væri mikilvægara fjárhagslegt öryggi eða geðheilsan mín. Ég fékk sjálfstraust aftur eftir þetta góða spjall okkar. Morguninn eftir sagði ég upp vinnuni minni hjá OR. 

Og hvað gerist þegar þú lokar dyrum sem að eru ekki að þjóna þér vel? Nú auðvitað opnast nýjar dyr.

3 mánuðum seinna var ég kominn með helmingi meiri skjólstæðnga og gat óhrædd hætt að vinna hjá Or.

Þetta var frábær tími og spennandi. Ég áttaði mig á því að ég yrði að passa mig á því að hafa jafnvægi á vinnu og heimili. Mín skilda var númer eitt, tvö og þrjú gagnvart börnunum mínum og heimili. Hefur vinna mín í dag gefið mér það svigrúm að hafa jafnvægi á því.

Stuttu eftir að ég hætti hjá OR stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að ég vildi taka að mér að verða formaður ADHD samtakana. Var ég þá varaformaður. Eftir miklar pælingar ákvað ég að láta það eftir því að ég áttaði mig á því að það yrði of mikið álag fyrir mig og ekki tímabært. Létti mér mikið við að láta af þeirri ákvörðun.

Sjálfsmynd mín óx til muna eftir að ég hætti hjá OR. Ég lærði betur að standa með því hver ég var og virða mín mörk. Í dag eru u.þ.b tvö ár síðan ég byrjaði að vinna sem ADHD coach,  og hef ég vaxið mikið með starfinu. Ég hef aldrei verið með eins góða sjálfsmynd - þrátt fyrir að þyngdin hafi aldrei verið eins mikil hjá mér. Ég ákvað því í byrjun sumars að drífa mig aftur í 12 sporin og þá sem hömlulaus ofæta. 

Ég ætla að blogga aftur á morgunn, fyrirgefði hvað ég dró að blogga þetta blogg en það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu tvo daga.

Lofa bloggi á morgunn. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband