kafli 6 - saga stjórnleysingja - endir

Frá fyrsta degi í 12 spora vinnuni hef ég verið í fráhaldi. Ég skilgreindi fráhaldið mitt hveiti og sykurlaust, en leyfði kartöflum og spelti að vera inni.

 

Þetta var í byrjun sumars. Ég minnkaði neyslu á gosdrykkjum og fékk mér í staðinn sótavatn. Mér gekk vel lengst framan af og náði af mér 10 kg. Ég fór að missa tökin af matarskömmtunum mínum og að lokum var ég farin að láta franskar kartöflur taka yfir grænmeti. Ég var farinn að bæta við á diskinn meira kjöti og öðru og taldi að ekki væri hægt að fitna af því. Ég var að missa tökin.

 

Þá kom til sögunar maður sem að hefur verið að vinna með hömlulausa neyslu sína varðandi mat. Hann var að tala á ráðstefnu og sagði frá því hvað hann hefur verið að gera til að halda sér í góðu fráhaldi. Það var eitt sem hann sagði sem að hitti beint í mark hjá mér. Hann sagði frá því að hann hafði fengið magaverki við það að drekka kaffi. Hann vildi ekki taka það alveg út svo hann minnkaði neysluna niður í einn bolla á dag. Þá fékk hann “pínu” magaverk. “ Hversu heimskulegt er það að sætta sig við það að fá pínu magaverk?” sagði hann svo í enda sögunar. Hann ákvað því að hætta að drekka kaffi.

 

Þetta fékk mig til að hugsa. Þegar líkaminn æpir á mann vegna e-h sem maður er að gera honum þá er ekki rétt að gera það. Við erum oft að fá skilaboð en gefum ekki gaum að því. Ég fór að hugsa um háu skóna sem ég jafnvel bar á fótum mínum þrátt fyrir tábergssig – og fékk stundum krampa í lappirnar af verkjum. Svo ég ákvað að hvíla mig á skónum.

 

Ég ákvað líka að taka mataræðið mitt betri tökum. Þannig kom til nýja fráhaldið. Ég hef lengi vitað að kaffi fer ekki vel í mig og ef ég drekk eftir kvöldmat kaffi þá á ég erfitt með að sofna. Eg get líka misst mig í að drekka of mikið kaffi fram að kvöldmat svo að þá verður ástandið eins og ég hafi drukkuð það eftir kvöldmat – svefnleysi. Ég er líka viðkæm fyrir pepsí drykkjum með koffeini en ég lá í því á kvöldin. Það hjálpar ekki upp á svefninn heldur.  Tyggjó veldur streitu í kjálkunum á mér og gerir mig ennþá stressaðri. Tannlæknirinn minn var búinn að benda mér á að hætta með tyggjó. Einnig inniheldur það aspartam.

 

Búið er að sanna að aukaefni í mat tengjast ADHD. Svo ég henti öllum pakkasósum, matarlitum, dropum og fl í þeim dúr.

 

Þá vandaðist málið. Maður þarf vikilega að horfa í hvar þessi efni leynast. Ég kaupi því ekki kjöt í dag sem er búið að marinera. Aðeins ferskt kjöt sem ég krydda sjálf. Ég tók út spelt og leyfi mér í dag að borða grænmeti i stórum stíl, hveitikím, hrisgrjón, glúteinlaust brauð.

 

Eg tók út mjólkurvörur eins og þær leggja sig: ostur, jogurt, ab mjólk, mjólk, súrmjólk. Í stað borða ég sojamjólk eða rísmjólk.

 

Sósur með kjötinu geri ég annað hvort með spelti eða nota soðið úr kjötinu, eða kókosmjólk ( er nýlega farin að nota það ráð en Hildur hjá Heilsubankanum benti mér á það).

Ég borða alla ávexti nema banana, perur, vínber. Er að vinna með candida sveppinn en ef hann er ómeðhöndlaður þá getur þú verið að glíma við þessi einkenni: http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=43

Mér hefur verið bent á oftar en einusinni að margir með ADHD séu með ómeðhöndlaðan candidasvepp svo að mikilvægt er að ná tökum á honum. Acidophilus er mikilvægur í baráttuni við hann.

 

Bætiefni tek ég að staðaldri: omega 3, kvöldvorrósarolía, magnisium, kalsium, lesitin, hörfræjarolía.

 

Ég hef líka þurft að vigta og mæla matinn minn. Ég er ekki fær um að ákeða matarskammtana mína svo að ég tek á stjórnleysinu þannig. Það hentar mér vel.

 

Ég fékk mikinn hausverk fyrstu 4 dagana vegna fráhvarfa. Á fimmta degi fann ég fullkomin fríð í líkamanum. Ég fann meira segja að verkir í liðum sem ég hafði verið með í liðum voru horfnir ásamt verkjum í öxlum.

 

Ég er farinn að vakna hress á morgnana og á alltaf góðann tíma fyrir sjálfa mig. Ég er miklu orkumeiri inná heimilinu og hef haldi þvottinum í góðum skefjum í góðann tíma.

 

Margt af því sem ég hef unnið með einkennin mín eru hugræn vinna gegnum tólf sporin. Viðhorfsbreytingar skipta miklu máli. Markmið skipta máli. Sjálfsþekking skiptir máli. Ég er sú sem ég er – og veit að ég er á réttum stað. Einn dagur í einu, bænin að morgni og hugleiðsa virkar merkilega vel.

 

Ég hef verið að sjá flottar breytingar á syni mínum og mun blogga um það síðar, en eitt af verkfærunum sem ég hef notað er bænin, bið fyrir honum, með honum. Ég greini vandann sem hann er að glíma við og bið inní það. Hann er farinn að vilja það sjálfur. Það er kraftaverk.

 

Ég held ég hafi þetta ekki lengri að sinni, og er því kaflaskiptu söguni lokið að sinni.

Ef þið hafið e-h spurningar þá endilega dembið þeim á mig.

 

Kv Sirry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahá - ég hef eina spurningu handa þér - hef verið að vangaveltast hvort ég sé með athyglisbrest eða bara svona utan við mig stundum.
Hvernig er best fyrir mig að fá niðurstöðu með slíkt?
Sonur minn er með tourette og líka greindur með ofvirkni - sé samt enga ofvirknistakta hjá honum - en tourette er alveg örugglega þarna.
Hversu ábyggileg eru svona "próf" sem fólk er sett í gegnum??

Ása (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Hægt er að fara í greiningu hjá ADHD samtökunum, greiningin kostar þar 60.000 krónur.  Þú gætir farið inná persona.is og gert test þar um hvort að þú sért með ADHD, það gæti stutt það að þú farir í slíka greiningu.

Svo er líka spurning hvort að þú hafir eftirfarandi einkenni sem vert er að skoða: http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=43

Ég vil líka hvetja þig til að lesa fæðukenningu Þorbjargar:  

 http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/305907/

Matur hefur mikið að segja með ADHD og einnig hugarfar.

kv Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 9.11.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Helga Dóra

Ekki með spurningu, langaði bara að segja að mér finnst þú hetja

Helga Dóra, 12.11.2007 kl. 15:08

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af hverju ekki banana ? bara að forvitnast, því ég hef alltaf banana hér á heimilinu, finnst þeir góðir og stubburinn fær sér gjarnan banana. Vínber kaupi ég gjarnan líka.

En mér finnst þetta æðislegt sem þú ert að gera. 

Ég geri líka mínar sósur sjálf, uppbakaðar, þær eru eiginlega orðnar svona hálfgert ritual í fjölskyldunni, ég nota hvítt hveiti í þær.  Ætti ég ef til vill að nota eitthvað annað, og er þá ílagi að gera þær með gamla laginu ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Sæl Helga Dóra og takk fyrir hvatninguna.

Ásthildur - mér var bent á af lækni sem kom nýlega í waldorfsskólann til sonar míns að bananar héldu frekar candida ( sveppaóþoli ) uppi. 

Svo þess vegna tókum við hann út.

Spelt er með glúteini, en mér er sagt að speltið er þó betra því að það er ekki dautt eins og hveitið. Hveitið er orðin gersneitt næringarefnum.

Ég forðast þó að nota speltið - eins og ég sagði áðan þá er glútein í því og þa ð er ekki gott fyir fólk með ADHD.

Ég mæli með t.d kókosmjók  er mjög góð sem sósa, og jafnvel er hægt að búa til sósur úr grænmeti. Ég er reyndar svo til ný í þessum bransa svo að það er heilmikið sem ég á eftir að læra. 

kv sj 

Sigríður Jónsdóttir, 12.11.2007 kl. 22:39

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Sigríður mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 15:32

7 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Athyglisverður pistill, takk fyrir hann!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband