Færsluflokkur: Bloggar
4.1.2008 | 00:35
Að ná því besta fram með ADHD - á nýju ári
NÁMSKEIÐIÐAÐ NÁ ÞVÍ BESTA FRAM MEÐ ADHD
ADHD getur verið þér fyrirstaða ef þú veist ekki hvernig þú virkar!
Námskeiðið byggist á hópavinnu og er hámark 6 manns í hóp. Við munum fræðast um hvað hefur áhrif á ADHD einkennin okkar, lærum hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum skref í þessa átt á námskeiðinu. Námskeiðið fer af stað 15. janúar og stendur til 12. febrúar. Um er að ræða 5 skipti, auk 1 skipti einkaviðtal.
Árangur næst með því að vinna með sjálfan sig milli funda með opnum huga og vera tilbúin(n) til að deila reynslu sinni.
Þetta hefur hefur fólk sagt um námskeiðin:
"Námskeiðið hefur hjálpað mér að átta mig á svo mörgu varðandi sjálfa mig, og hvaðvirkar fyrir mig. Einnig létt mér lífið á margan hátt. Ég hef fengið tæki til að vinna með. Ég er í lagi og hef eitthvað í dag til að stefna að.
Hvenær:
Janúar:·
Þriðjudaginn 15. janúar klukkan 20:00 21:30
Þriðjudaginn 22. janúar klukkan 20:00 21:30
Þriðjudaginn 29. janúar klukkan 20:00 21:30
Febrúar:·
Þriðjudaginn 05. febrúar klukkan 20:00 21:30
Þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 20:00 21:30
Einkaviðtalið fer fram eftir samkomulagi eigi síðar en mánuði eftir að námskeiði er lokið.
Hvar:Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12, 2 hæð
Umsjón:
Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfi
Sjá internet.is/sirrycoach
Verð: 21.000 krónur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2007 | 13:08
Aðfangadagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.12.2007 | 14:34
Nærvera Jesú og þakklæti
Gleðileg jól kæru bloggvinir og farsælt komandi ár.
Ég er svo blessuð í dag, eftir yndislega stund með fjöldskylduni minni í gær og í dag.
Sleppa tökunum og leyfa Guði hefur ekki reynst mér erfitt þessi jól. Guð bara sér um þetta og ég þarf ekki að vera við stjórnvölin. Ef ég sleppi tökunum þá er rými fyrir Guð að starfa og leysa málin á þann hátt sem hann vill. Og hans leið bregst aldrei.
Aðeins Guð getur leyst rembihnúta, og aðeins hann gefur gleði, hamingju og þakklæti.
Eiginmaður minn nefndi við mig fyrir nokkru að hann vildi fara á aðfangadag í Lindarkirkju til að taka myndir. Hann er ljósmyndari af Guðsnáð og fékk þá hugmynd að taka myndir sem síðar gætu nýst honum í verkefni sem hann er að vinna að - sem ég ætla ekki að uppljóstra að þessu sinni. Þegar hann nefndi þetta við mig brást ég ílla við og lokaði dyrunum á þessa hugmynd. Ég var reyndar að standa með sjálfri mér því að ég hef lent í því að standa á öskrinu á aðfangadag fyrir nokkrum árum síðan - allir fjöldskyldumeðlimir horfðu á mig og biðu eftir því að jólin byrjuði - en áttuðu sig ekki á því að lyfta litla fingri til að ná árangrinum. Það endaði með því að ég snappaði. Margt hefur þróast til betri vegar síðan þá. En ég gat ekki séð hvernig þetta ætti að reddast á aðfangadag kl 4 að bóndinn færi í kirkju og ég væri líklegast á hvolfi heima að redda jólunum. Ég þurfti að fara á fund í hádeginu - tek það fram að það var ekki tengt vinnuni. Ég þurfti líka að fara að versla smá. Ég benti bóndanum á að það ylli allt á því hvernig okkur myndi ganga að hafa heimilið fínt hvort að hann kæmist í kirkjuna. Þegar ég kom heim var bóndinn búinn að laga svo fínt til - að jólin voru tilbúinn. Ég var til í að taka þungann af matseldini svo að allt fór vel og bóndinn fór í kirkjuna að taka myndir.
Einn dagur í einu - og leyfa Guði að leysa hnútana - það er dásamlegt. Ferlegt að vita að ég get verið fyrirstaðan að Guð nái að starfa í lífi okkar. Ég verð líka að ljóstra því upp að ég er ferlega stjórnsöm. Ég verð að vera á varðbergi - því að samskipti mín við fjöldskylduna mína hljóta skaða ef ég ekki hleypi Guði að. Og hann er Góður.
Guð leysi líka vanda hjá fólki sem ég þekki, en hann var stór. Sem betur fer eru þau kristinn og elska Jesú og því sá hann um að leysa þann hnút. Á stórkostlegann hátt.
Börnin mín voru svo þakklát nú um jólin og áttum við yndislega stund í gær. Það gefur mér svo mikla gleði að sjá þau glöð. Ég ætla að pósta mynd af fjöldslylduni fyrir framan jólatréð - sem bóndinn tók í gær síðar í dag.
Gleðileg jól og Guð gefi ykkur gleði, náungakærleik og frið um jólinn.
kv Sirrý
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2007 | 16:28
Vinsælasta reykingalyfið í rannsókn
Tekið af visir.is: http://visir.is/article/20071215/FRETTIR02/112150168
Vinsælasta lyfseðilsskylda reykingalyfið á Íslandi, Champix, er í rannsókn hjá Lyfjastofnun Evrópu í kjölfar tilkynninga um þunglyndi og sjálfsvíg hjá neytendum þess.
Byggt á fyrstu skoðun á skýrslum sjúklinga hefur nefndin úrskurðað að þetta geti verið vandamál," sagði Monika Benstetter, talskona stofnunarinnar sem sinnir eftirliti og útgáfu leyfa fyrir lyf í Evrópu.
Stofnunin óskaði í gær eftir því að framleiðandi Champix, lyfjafyrirtækið Pfizer, uppfærði upplýsingabækling með lyfinu strax í næstu viku þar sem læknar og sjúklingar yrðu varaðir við möguleika á þunglyndi eða sjálfsvígshættu við inntöku lyfsins. Í núgildandi upplýsingabæklingi er ekki varað við hættu á sjálfsvígshugleiðingum.
Sala á Champix hófst í ríkjum ESB í september 2006 og á Íslandi um síðustu áramót að sögn Mímis Arnórssonar, lyfjafræðings og upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunar Íslands.
Mímir sagði það gerast nánast í hverjum mánuði að breyta þyrfti upplýsingum um lyf en sjaldgæft væri að lyf séu alveg tekin af markaði. Við munum taka nákvæmlega sömu stefnu og Lyfjastofnun Evrópu og er það gert í öllum löndum á evrópska efnahagssvæðinu."
Aðspurður um alvarleika þessara aukaverkana sagðist Mímir þurfa að kynna sér málið betur áður en hann gæti svarað því.
...........
Sigríður skrifar: maður svona veltir fyrir sér hvað er verið að meina með því að setja lyf á markað sem er ekki búið að fullreyna, því að nánast í hverjum mánuði er verið að breyta upplýsingum um lyf vegna aukaverkana. Mér finnst þetta ekki sniðugt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.12.2007 | 22:07
Samantekt á reynslusögum
Hér eru reynslusögur Hildar, Heiðu og Ásu sem voru fyrirlesarar á fundinum: er hægt að vinna með ADHD án lyfja.
Hér er sagan hennar Heiðu en hún á barn með tourette:
http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/347497/
Hér er sagan hennar Ásu en hún á dóttur með ADD en hún greinist 6 ára gömul í dag er hún 8 ára og gengur mjög vel með hana:
http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/343183/
Hér er saga Hildar en hún á 2 börn með ADHD og eru þau 16 og 20 ára í dag. Hún reyndar talar ekki um ADHD en talar um veikindi barna sinna - mjög athyglisvert:
http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/352968/
Með kveðju Sirrý
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 09:27
Tíu litlir sveitastrákar
Út er komin bókin Tíu litlir sveitastrákar, hjá Vildarkjörum. Hægt er að panta hana í netfangið ninna@vildarkjor.is á kr. 1.500 eintakið. Einnig fæst þar bókin um Sæmund súpermús sem kom út í fyrra á sama verði og sögurnar Harpa og Silja, sem eru í anda Snjólaugar Braga og Guðrúnar frá Lundi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 12:30
Frábær mæting á fyrirlestrana "Er hægt að vinna með ADHD án lyfja?"
Sl. laugardag stóð ég fyrir fyrirlestrunum " Er hægt að vinna með ADHD án lyfja?".
Skemmst er frá því að segja að salurinn fylltist og mættu um 45 manns fyrir utan mæðurnar 4 og mig. Sýnir það gríðarlega mikinn áhuga fólks á þessum efnum.
Tildrög þessa fyrirlestra voru þau að fyrir stuttu var ég að tala við Hildi í síma og sagði hún mér að hún væri á leið til Reykjavíkur í desember. Langaði mig til að fá hana til að hitta mig og aðrar konur sem hafa verið að hittast og deila reynslu sinni um mataræði og ADHD/ tourette. Hún var til í það. Ég fór að velta hlutunum fyrir mér í samtali okkar og komst ég að þeirri niðurstöðu að fleiri hefðu áhuga á að fá að heyra reynslu hennar því að fólk er mjög opið fyrir þessari umræðu. Því fór ég að hugsa um þetta í stærri mynd og auk þess að fá þær stöllur Ásu og Heiðu til að segja frá sinni reynsu. Því varð úr að salurinn varð leigður og þær allar þrjár tilbúnar að gefa öðrum hlutdeild í því sem þær hafa verið að gera. Langar mig til að þakka þeim fyrir þetta óeigingjarna framtak því ég held að þær hafi gefið mikið til þeirra sem mættu til að hlusta á þær.
Hildur M. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsubankans sagði frá því hversu gríðalega mikilvæg viðhorf eru og hvernig við sjáum börnin okkar. Hún hefur stutt börnin sín í að finna sjálfa sig og virkja styrkleika sína. Hún hefur einnig lagt mikla áherslu á mataræðið og eru börnin hennar í dag að standa sig mjög vel í lífinu. Þau eru orðin 16 og 20 ára.
Dóttir Ásu S. Harðardóttur var grein fyrir 2. árum síðan með ADD og sögðu læknar að hún þyrfti mikinn stuðning í skóla ásamt lyfjagjöf. Ása kaus að fara aðrar leiðir og hóf leit sína að leiðum til að vinna með einkenni dóttur sinnar en hún var líka með kæki. Eftir að hafa unnið með mataræðið hefur dóttir hennar náð gríðarlega miklum árangri og þarf ekki í dag á stuðningi eða lyfjum að halda og hefur félagsþroski hennar náð á það stig að hún á ekki í erfiðleikum í samskiptum við vini sína í dag.
Heiða Björk sturludóttir á 11 ára dreng með tourette. Hann var með mikla kæki og gaf frá sér hljóð. Heiða hefur tekið á mataræði hans, umhverfisáhrifum og ýmsum óhefðbundnum lækningum. Einkenni hans eru nánast horfinn.
Allar segja þær þó að upp koma svindldagar og finna þær gríðarlega mikinn mun á börnum sínum þegar þau fara að borða mat sem þau eiga ekki að borða. Það kemur alltaf að skuldardögum.
Það er alveg víst að þetta er ekki í síðasta sinn sem að verður fjallað um mataræði og ADHD frá mínum bæjardyrum.
kv Sigríður, ADHD markþjálfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2007 | 20:34
Ég á ekki til orð
Ef að pabbarnir eiga sér hvíldarherbergi í Hagkaup - hvað eiga konurnar þá að gera á meðan þeir eru að hvíla sig? Ég fæ ekki reikningsdæmið til að ganga upp. Ekki ætlast þeir til að konurnar versli á meðan? Ég er í raun lumskt kaldhæðin með þetta - en mér finnst þetta ótrúlegt.
Hvað á að gera fyrir konur í staðin?
![]() |
Pabbar í pössun í Hagkaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2007 | 17:05
“Er hægt að vinna með ADHD og skyldar raskanir án lyfja?”
ATH á morgunn verða fyrirlestrar um " Er hægt að vinna með ADHD og skyldar raskanir án lyfja?"
Um fyrirlestrana:
1.desember 2007 kl 13-15 í Sjónarhólshúsinu Háaleitisbraut 13, efstu hæð.
Aðgangur ókeypis.
Í Fókus - Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfi hefur fengið til liðs við sig 3 mæður til að deila reynslu sinni af því hvernig þær hafa náð að vinna með börnin sín án lyfja.
Dagskrá: 13:00 13:40
Hildur M. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsubankans.is er móðir tveggja uppkominna barna með ADHD en þau hafa aldrei verið á lyfjum. Mun hún deila reynslu sinni af uppeldi barna sinna en hún hefur verið ötul við að leita leiða sem gagnast hafa bæði henni sem uppalanda og ekki síst börnunum, við að takast á við sig sjálf og samfélagið. Hildur mun í fyrirlestri sínum koma inn á þátt mataræðis, umhverfis og samskipta, bæði inni á heimilinu og gagnvart skólasamfélaginu.
13:40 13:50
Ása S. Harðardóttir er móðir 8 ára stúlku sem greindist fyrir 2 árum með ADD. Dóttir hennar er einnig með kæki en náði ekki greiningu með Tourette. Ása mun deilda reynslu sinni með okkur en dóttir hennar þarfnast ekki lengur stuðnings í skóla, gengur vel félagslega og er hún ekki á lyfjum í dag eftir að Ása fór að vinna með mataræði og homopatiu í lífi hennar.
13:50 14:00
Heiða Björk Sturludóttir er móðir drengs greindur með Tourette og er á einhverfurófinu þó hann nái ekki greiningu. Hann var með mikla kæki og gaf frá sér hljóð. Heiða hefur tekið á mataræði hans, umhverfisáhrifum og ýmsum óhefðbundnum lækningum. Mun hún deila með okkur reynslu sinni af hennar vinnu með sinn dreng og hvað hefur virkað. Heiða segir sjálf að ef slegið er slöku við í mataræðinu þá finni hún strax aukna kæki hjá syni sínum.
14:00
Hlé 14: 10 15:00
Umræður og fyrirspurnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.11.2007 | 14:23
Athyglisvert - gsm og einhverfa!
How Cell Phones May Cause Autism |
EMR May be the Missing Link The study, which involved over five years of research on children with autism and other membrane sensitivity disorders, found that EMR negatively affects cell membranes, and allows heavy metal toxins, which are associated with autism, to build up in your body. Meanwhile, the researchers pointed out that autism rates have increased concurrently along with the proliferation of cell phones and wireless use. EMR, the researchers say, could impact autism by facilitating early onset of symptoms or by trapping heavy metals inside of nerve cells, which could accelerate the onset of symptoms of heavy metal toxicity and hinder therapeutic clearance of the toxins . Speaking in reference to the huge rise in autism rates, Dr. George Carlo, the studys co-author, said, A rise of this magnitude must have a major environmental cause. Our data offer a reasonable mechanistic explanation for a connection between autism and wireless technology. They also suggest that EMR from wireless devices works in conjunction with environmental and genetic factors to cause autism. Primary researcher for this article is Tamara Mariea. Her clinic is called Internal Balance Inc.(www.internalbalance.com) and is a state-of-the-art Detoxification Clinic located in the Nashville, TN area. Her objective is to provide high quality and current up-to-date information on the hottest topics in the natural health industry including sound advice on how to implement a personal wellness and detoxification program that works. One of the most successful programs offered at Internal Balance is the unique strategies implemented for autistic children. In working backward through the autistic childs life, making changes to their environment, diet and implementing State-of-the-Art detoxification strategies, the Internal Balance team has witnessed numerous changes and improvements in the lives and families of these children. In a few cases, they have witnessed miracles that have changed lives forever, including Marieas team. Although Mariea believes that autism is a complicated condition that must have several factors at play for a child to fall to this diagnosis, she does believe that the three largest factors at play are
Wireless Radiation in the Etiology and Treatment of Autism (PDF Download Page) Sources:
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)