Færsluflokkur: Bloggar

Ótrúlega fallegur söngur hjá 16 ára gamalli íslenskri stúlku

Þessi stúlka er í dag um 18 ára en þegar lagið var tekið upp var hún um 16 ára. Ástæða þess að ég set þetta inn hér er að ég heillast af þeirri staðreynd að við höfum öll Guðs gefna hæfileika sem við eigum ekki að hika við að nota. Haltu áfram að syngja Magga Edda - þú ert með ótrúlega rödd.


Hvernig hjálpum við börnunum okkar að bæta sjálfsmyndina?

Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfi heldur fyrirlestur mánudaginn 3. mars nk. klukkan 20 - 21: 30 í húsi ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

 

Fyrirlesturinn fjallar um hvernig foreldrar barna með ADHD geta hjálpað börnunum sínum að verða sjálfstæðir og sjálfsöryggir einstaklingar.

 

Verð fyrirlestrarinns er 1.000

 

Skráning á fyrirlesturinn:

sirrycoach@internet.is


ÞÚ ERT EINSTÖK

NÁMSKEIÐIГÞÚ ERT EINSTÖK” fyrir stúlkur á aldrinum 15, 16 og 17 ára.

ADHD getur verið þér fyrirstaða ef þú veist ekki hvernig þú virkar!

 Námskeiðið byggist á hóp og er hámark 5 stúlkur í hóp. 1,5.klst  fyrirlestur fyrir foreldra stúlknana er innifalinn en fjallar hann um hvernig foreldrar barna með ADHD geta hjálpað börnunum sínum að verða sjálfstæðir og sjálfsöryggir einstaklingar. Grunnþættir í förðun og húðhreinsun verður kennd í fyrsta tíma með stúlkunum en í næstu tímum munum fræðast um hvað hefur áhrif á ADHD einkennin okkar, lærum hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum skref í þessa átt á námskeiðinu.  Námskeiðið fer af stað 27. febrúar og stendur til 2.apríl. Um er að ræða 6 skipti.  

Árangur næst með því að vinna með sjálfan sig milli funda með opnum huga og vera tilbúin(n) til að deila reynslu sinni.  

Þetta hefur hefur foreldri um námskeiðið að segja: 

“Mér finnst námskeiðið hafa nýst dóttur minni  mjög vel, það hefur orðið
180°breyting hjá henni hvað varðar skilning á ástandi sínu, hún er
bjartsýnni, hefur fært fókusinn af einkennum ADD yfir á kosti sína”.
  

Hvenær:                 

Febrúar:                 

Foreldrafyrirlestur:

·        Mánudaginn 3. mars klukkan 20:00 – 21:30. 

Stúlkur:

·        Miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 15-16:30                   

Mars:

·        Miðvikudaginn 05. mars klukkan 15-16:30

·        Miðvikudaginn 12. mars klukkan 15-16:30

·        Miðvikudaginn 19. mars klukkan 15-16:30

·        Miðvikudaginn 26. mars klukkan 15-16:30  

Apríl:

·        Miðvikudaginn 02. apríl klukkan 15-16:30   

Hvar: 

            Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12, 2 hæð

 

    Umsjón: 

            Sigríður Jónsdóttir ADHD Coach

 Sjá internet.is/sirrycoach

 

Um Sigríði:

Sigríður er sjálf greind með ADD og hefur tekist á við áskoranir sínar eins og þær koma fyrir. Hún hefur starfað við ADHD markþjálfun sl 2 ár, og er menntaður förðunarfræðingur.

 Verð: 

            25.000 krónur.

Bókun á námskeið og greiðslutilhögun: Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðið með því að senda netpóst á  sirrycoach@internet.is, en skráningu lýkur föstudaginn 22. febrúar en greiða þarf fyrir námskeiðið þann dag.

Átröskun sem fíkn

Til þeirra er málið varðar. Átröskun sem fíkn Dagana 7. - 9. mars er von á kanadíska lækninum Joan M. Johnston til Íslands. Hún er menntuð sem heimilislæknir og hefur  sérhæft sig í átröskunum. Hún hefur starfað sem læknir frá árinu 1975 en hefur auk þess persónulega reynslu af átröskun. Joan hefur gefið út bækur og fræðigreinar um efnið og í bók sinni Feast of famine lýsir hún því hvernig hún fékk bata frá átröskun með 12 spora kerfinu. Hún er talsmaður þess að þeir sem þjáist af átröskun noti 12 spora prógrammið samhliða heilbrigðisþjónustu. Joan var einn af stofnendum samtakanna SACRED (Society for Assisted Cooperative Recovery from Eating Disorders) sem stofnuð voru 1996. Þau reka meðferðarstofnun fyrir þá sem vilja ná bata frá anorexíu og búlimíu samkvæmt fíknimódelinu og 12 spora prógramminu. Joan starfar enn í dag sem heilbrigðisráðgjafi SACRED og stýrir meðferðarprógramminu sem samtökin bjóða upp á. Samhliða því rekur hún eigin læknastofu þar sem hún vinnur með fólki með átröskun.  Frá 1992 hefur Joan haldið fyrirlestra um átröskun um allan heim. Þar byggir hún á hugmyndum um átröskun sem fíkn og deilir með áheyrendum bæði margra ára faglegri reynslu og sinni eigin sögu. Hópur áhugafólks um bata frá átröskun stendur fyrir komu hennar til Íslands aðra helgina í mars. Laugardaginn 8. mars frá 13 - 16 heldur hún fyrirlestur á Háskólatorgi Háskóla Íslands (HT102) fyrir alla þá sem hafa áhuga á átröskun, þolendur, fjölskyldur og vini sem og alla fagaðila á þessu sviði. Einnig er hugmyndin að hún haldi námskeið á sunnudeginum fyrir þolendur átröskunar og aðstandendur þeirra. Markmið þessa bréfs er að kynna komu hennar fyrir öllum heilbrigðisstarfsmönnum.Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um Joan M. Johnston ásamt ferilskrá. Með kveðju,hópur áhugafólks um bata frá átröskun

"Læknaði sjálfa sig af athyglisbresti"

Þetta finnst mér vera findinn fyrirsögn sem tengist ekki efni viðtalsins sem tekið var við mig í gær fyrir 24 stundir. Næsta setning hljómaði svona: "Ég er sjálf með athygslisbrest og hef verið að taka á því án lyfja" segir Sigríður Jónsdóttir, sem notað hefur menntun sína í ADHD markþjálfun til að hjálpa sér og öðrum til að lifa með athyglisbresti og ofvirkni".

Findið að fyrirsögnin hafi hljómað svona (þetta aldrei mín orð ) en svo segir í viðtalinu " að lifa með athyglisbresti ( sem segir annað en fyrirsögnin".

Það er reyndar ekki rangt að ég lifi mjög góðu lífi í dag - og greindist með athyglsibrest fyrir 2 árum síðan. Athyglisbrestur er ekki að hrjá mig í dag, ég hef góða sjálfsþekkingu, ég set mörk á sjálfa mig og aðra, vel mér verkefni sem passa fyrir styrkleika mína, gef mér tíma til íhugunar á næsta skref. Ég þekki hvað ég þarf til að vinna með frestunaráráttu, ég veit hvað ég þarf að gera til að viðhalda góðri sjálfsmynd, ég hef leiðir til að skipuleggja mig bæði tíma minn og verkefni. Allt þetta veldur því að ég er í mjög góðum fókus og mér líður vel.

Ég finn að ég er skarpari við lestur flókinna hluta eftir að ég fór að taka inn bætiefnin.  Eftir að ég fór að taka á hlutum sem að trufluðu hugann minn eins og fíkn sem ég hef verið haldinn, svo og tilfinningum þess háttar þá hef ég verið mun skýrari í höfðinu - og samskipti mín við fólk hefur lagast til muna. Ég hef losnað undan þráhyggju og er ekki að festa mig
í hlutum eins og áður.

" Er ég læknuð af athyglsibresti?" 

Það er hægt að ná mjög góðum tökum á lífi sínu að mínu mati ef við vitum hvar takkarnir okkar eru. Þannig lít ég á ADHD.

Kv Sigríður ADHD markþjálfi 

 

 

 


30 dagar í lífi eiginmanns míns

Komið þið sæl.

Mig langarði til að deila með ykkur 30 daga ljósmyndabloggi sem að eiginmaður minn gerði fyrir allnokkru síðan. Hann kemur inná reynslu sína með ADHD. Hér er sagan hans:

http://www.flickr.com/photos/hagmynd/sets/72157594521890241/


Helgarnámskeið - Að ná því besta fram með ADHD

NÁMSKEIÐIÐAÐ NÁ ÞVÍ BESTA FRAM MEÐ ADHD

ADHD getur verið þér fyrirstaða ef þú veist ekki hvernig þú virkar!

 Námskeiðið byggist á hópavinnu og er hámark 8 manns í hóp. Við munum fræðast um hvað hefur áhrif á ADHD einkennin okkar, lærum hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum skref í þessa átt á námskeiðinu.  Námskeiðið verður haldið helgina 16 – 17 febrúar, laugardag og sunnudag. Innifalið í námskeiðinu er matur í hádegi báða daga en maturinn kemur frá Grænum Kosti. 

Árangur næst með því að vinna með sjálfan sig milli funda með opnum huga og vera tilbúin(n) til að deila reynslu sinni.

 Þetta hefur hefur fólk sagt um námskeiðin: "Námskeiðið hefur hjálpað mér að átta mig á svo mörgu varðandi sjálfa mig, og hvaðvirkar fyrir mig. Einnig létt mér lífið á margan hátt”. “Ég hef fengið tæki til að vinna með. Ég  er í lagi og hef eitthvað í dag til að stefna að”.   Svona fer námskeiðið fram: Laugardagurinn 16.febrúar: 10.00 – 11:30  
Jóhanna Mjöll Þórmarsdóttir hjúkrunarfræðinemi mun fræða okkur um leiðir til að vinna með ADHD einkennin með mataræði og bætiefnum.  Jóhanna hefur stuðst við bókina Gut and Psychology Syndrome til leiðsagnar um mataræði fyrir dóttur sína en hún er með greininguna ADD, með góðum árangri.  Jóhanna er að ljúka við þýðingu bókarinnar og mun hún koma út á vormánuðum.  Hlé 12:30 – 14:00 
Hvernig forgangsröðum við í lífinu?  14:00 – 15:30Skoðum hugmyndir sem við búum að sem þjóna okkur ílla.  Sunnudagurinn 17.febrúar: 10:00 – 12:00 Hvernig veit ég hvaða styrkleika ég hef? Hlé 13:00 – 14:30 Hvernig gengur mér best að læra?  14:30 – 16:00 Draumar, langanir og þrár.      Hvar: 

            Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12, 2 hæð

  Umsjón: 

            Sigríður Jónsdóttir ADHD Coach

 Sjá internet.is/sirrycoach

 Verð: 

            21.000 krónur.

Bókun á námskeið og greiðslutilhögun: Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðið með því að senda netpóst á  sirrycoach@internet.is, en skráningu lýkur þriðjudaginn 12. febrúar en greiða þarf fyrir námskeiðið þann dag. Upplýsingar eru veittar í síma 696-5343.

Skrifa undir

Endilega skrifið undir ef ykkur er nóg boðið væntanlegt meirihlutasamstarf Ólafs og Vilhjálms:

 

http://www.PetitionOnline.com/nogbodid/


Ger og hveitilausir pizzubotnar

Ég hef lengi haft gaman að því að baka úr geri - bæði pizzur, brauð, bollur og ýmist annað. Eftir að ég fór að breyta mataræði mínu og sonar míns hér á heimilinu þá hef ég þurft að leita nýrra miða. Ég elska að vafra á heimasíðuni Heilsubankanum: http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=1092 og skoða allt milli himins og jarðar. Heilsubankinn er heimasíða sem fjallar um allt sem viðkemur heilsuni. Ég fann þar uppskrift sem að Solla í grænum kosti hefur sett saman. Uppskrift sem að vel kemur í staðinn fyrir minn fræga pizzubakstur ;  ). Ég varð undrandi eftir fyrstu tilraun og ótrúlega ánægð. Þessar pizzur borðast vel af fjöldskyldu minni.

Hér er uppskrifitin:

Fljótlegir pítsubotnar úr spelti PrentaRafpóstur

350 g spelt*, t.d. fínt og gróft til helminga
1-1 ½ msk vínsteinslyftiduft*
smá himalaya eða sjávarsalt
2-3 msk kaldpressuð olía, t.d. kókos* eða ólífu
180 - 200ml dl heitt vatn

Blandið þurrefnunum saman í skál, ég set þetta gjarnan í matvinnsluvél með hnoðara.  Bætið olíunni útí og endið á að setja vatnið rólega útí á meðan vélin er í gangi.  Þegar deigið myndar kúlu í vélinni er það tilbúið.  Stráið smá spelti á borð og fletjið deigið frekar þunnt út. Ég nota hringlóttan disk sem er um 23 cm í þvermál og skelli honum ofaná deigið til að skera út eftir og fá hringlaga botn.  Setjið bökunarpappír á ofnplötu, leggið botninn þar ofaná og forbakið við 200°c í 3-4 mín.  Látið rakt stykki oná botnana svo þeir haldist mjúkir.  Þessi uppskrift gefur af sér 3 botna.

það er ótrúlega sniðugt að baka nokkra pítsabotna í einu.  Það munar frekar litlu tímalega séð á að baka 2 botna eða 4 þegar maður á annað borð er byrjaður að baka. Og síðan frysta þá sem maður er ekki að nota.  Það er mjög þægilegt að eiga frysta pítsubotna þegar kemur að erilsömu kvöldi.....

*fæst lífrænt frá Himneskri Hollustu

----

Mér finnst frábært að kaupa kjúklingaskinkubréf ( það er hollara en svínaskinkan) og setja ofaná pizzurnar, lífræna pizzusóusu og mosarella ost ( sem að Heiða Sturludóttir hollustugúru mælir líka með) og ferskan ananas í bitum. Krakkarnir elska þetta. Nú ætla ég að drífa mig í að elda pizzu handa þeim í kvöld - og úr restini af tvöföldu uppskriftini ætla ég að gera kanilsnúða en kanilblönduna blanda ég með Xylitoli og kanil. Verði ykkur að góðu.

kv Sirry

 

 


Útvarpsviðtalið við mig frá því í morgunn

 

Ég var í viðtali hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur og Gesti Einari. Frábært að fá það rými til að spjalla um ADHD í útvarpinu og þakka ég þeim fyrir að bjóða mér að vera með. Viðtalið er rétt fyrir miðja línu á skjánum.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4368137

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband