“Er hægt að vinna með ADHD og skyldar raskanir án lyfja?”

ATH á morgunn verða fyrirlestrar um " Er hægt að vinna með ADHD og skyldar raskanir án lyfja?"

Um fyrirlestrana:

1.desember 2007 kl 13-15 í Sjónarhólshúsinu Háaleitisbraut 13, efstu hæð.

Aðgangur ókeypis.

  

Í Fókus - Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfi hefur fengið til liðs við sig 3 mæður til að deila reynslu sinni af því hvernig þær hafa náð að vinna með börnin sín án lyfja.

 Dagskrá: 13:00 – 13:40 

Hildur M. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsubankans.is er móðir tveggja uppkominna barna með ADHD en þau hafa aldrei verið á lyfjum. Mun hún deila reynslu sinni af uppeldi barna sinna – en hún hefur verið ötul við að leita leiða sem gagnast hafa bæði henni sem uppalanda og ekki síst börnunum, við að takast á við sig sjálf og samfélagið. Hildur mun í fyrirlestri sínum koma inn á þátt mataræðis, umhverfis og samskipta, bæði inni á heimilinu og gagnvart skólasamfélaginu.

13:40 – 13:50 

Ása S. Harðardóttir er móðir 8 ára stúlku sem greindist fyrir 2 árum með ADD. Dóttir hennar er einnig með kæki en náði ekki greiningu með Tourette. Ása mun deilda reynslu sinni með okkur en dóttir hennar þarfnast ekki lengur stuðnings í skóla, gengur vel félagslega og er hún ekki á lyfjum í dag eftir að Ása fór að vinna með mataræði og homopatiu í lífi hennar.

 

13:50 – 14:00  

Heiða Björk Sturludóttir er móðir drengs greindur með Tourette og er á einhverfurófinu þó hann nái ekki greiningu. Hann var með mikla kæki og gaf frá sér hljóð. Heiða hefur tekið á mataræði hans, umhverfisáhrifum og ýmsum óhefðbundnum lækningum. Mun hún deila með okkur reynslu sinni af hennar vinnu með sinn dreng og hvað hefur virkað. Heiða segir sjálf að ef slegið er slöku við í mataræðinu þá finni hún strax aukna kæki hjá syni sínum.

 

14:00  

Hlé 14: 10 – 15:00 

Umræður og fyrirspurnir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég hefði viljað fara á þennan fyrirlestur.

Sporðdrekinn, 30.11.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Fyrirlesturinn er á morgunn ;  )

Sigríður Jónsdóttir, 30.11.2007 kl. 19:03

3 Smámynd: Jón Reynir Hilmarsson

Ég náði því miður ekki að klára að hlusta á allann fyrirlesturinn en það sem ég heyrði var að mínu mati einstaklega mikilvægt sjónarmið í þessa vinnu sem er að hjálpa börnum sem fullorðum að vinna með ADHD.

Ég vil hrósa Hildi fyrir að koma koma sínu sjónarmiði alveg einstaklega vel frá sér og  ég vona að það verði annar slíkur fyrirlestur fyrr en síðar svo að ég ná þeim hluta sem ég missti af.

Þetta er að mínu mati grundvallar sjónarmið að koma því til skila að við höfum fleiri leiðir til þess að prófa okkur áfram á þessari leið okkar í að þekkja og skilja "einstaklings einkenni" sem kallað er ADHD. Ég vil ekki líta á þetta sem sjúkdóm því við erum ekki veik og ekki sem röskun því þetta er hluti af því sem einstaklingurinn er.  Við erum ekki að leita að lækningu heldur skýringu. Spurningin: Hvað get ég gert svo að mér batni? Er röng.  þú veist kanski hvað ég er að fara segja núna þar sem það varst þú sem kenndir mér það. 

rétt er að spyrja. Hver er ÞÚ? Hvað vilt ÞÚ?

Finndu ÞIG og njóttu þess sem ÞÚ ert. Það sem ÉG er og það sem ÉG vil er það leiðarljós sem við eigum að finna. Lausnin er sáttin.

Ég er eins og ég er hvort sem það er kallað ADD/ADHD eða ekki.

En þetta  á auðvitað ekki við börnin þar sem markmiðið þar er að koma í veg fyrir að þau fari að efast um sína styrkleika og sýna tilveru í framtíðinni.

þar sem ég er byrjaður að búa til langloku hérna þá ætla ég að reyna bremsa mig af og segja þetta í stuttu máli. 

Það er ánægjulegt að sjá og heyra umræðu um aðrar aðferðir en það sem hefur verið eina leiðin til þessa. Lyfseðill er ekki eina lausnin.  Það á að horfa á alla möguleika og ekki útiloka fyrr en búið er að prófa það sem er í boði. Ég er að sjá tvo sterka aðila með mikla reynslu í málefni sem þarfnast leiðsagnar. Ég hlakka til að sjá það sem þið munið færa þeim sem þarfnast fleiri valmöguleika. Að mínu mati er þetta stórt skref í rétta átt.

ég  biðst afsökunar á langlökunni... kv Jón R

Jón Reynir Hilmarsson, 3.12.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband