Færsluflokkur: Bloggar
20.10.2007 | 18:03
Bati án lyfja
Eftirfarandi grein er skrifuð af móður ungrar stúlku sem er með tourette. Hún kaus að fara aðrar leiðir en með lyfjum: hér er greinin:
Nútímahetja
Erindi flutt á aðalfundi Heilsuhringsins 2007:
Frá vansæld til veruleika
Ása S. Harðardóttir
Dóttir mín er fædd 3. mars 1999. Í dag er hún mjög venjuleg stelpa, með ágæta félagsfærni og stendur sig í meðallagi í skólanum. Hún þarf þó alltaf reglu og aðhald í mataræði, einnig slökun svo hún verði ekki uppstökk, snertifælin, eða eigi erfitt með einbeitingu. Hún er nú alveg laus við kæki.
En fyrir tveimur árum, þegar hún var sex ára átti hún við alvarleg vandamál að stríða. Dæmigerður dagur í lífi hennar, haustið 2005, var eftirfarandi og versnaði stöðugt. Ég vakti hana nokkrum sinnum, en hún kom sér ekki á fætur og endaði oft með því að ég klæddi hana í rúminu og hélt á henni fram að morgunverðarborðinu. Hún einbeitti sér ekki að því að borða, sofnaði stundum ofan í diskinn. Ég þurfti að klæða hana í útifötin, því hún einfaldlega kom sér ekki að verki. Ég þurfti gjarnan að klæða hana aftur og aftur í sömu flíkina, því henni fannst hún ekki liggja rétt að sér, eða meiða sig einhvers staðar og fór því alltaf úr henni aftur. Heiman frá okkur í skólann var u.þ.b. 300m vegalengd, en hún kom sér ekki af stað fyrir kvíða. Ég reyndi að leiða hana og leiða hugann að öðru en skólanum, hana langaði samt alltaf í skólann og gerði sér ekki grein fyrir því hverju hún kveið svona mikið. Hún stoppaði oft og lét mig laga einhverja flík, eða hún öskraði á mig hvað ég væri vond mamma og gat lítið einbeitt sér að hlusta. Þegar hún fann þennan vetur að sífellt meiri kröfur voru gerðar til hennar tók hún upp á því í örvæntingu að öskra á mig í sífellu hvað ég væri vond mamma. Við vorum oft meira en hálfa klukkustund þessa leið og ég hugsa stundum hvað hefur glumið í skólanum þegar ég hélt á henni öskrandi síðustu metrana yfir skólalóðina, oftar en ekki löngu eftir að kennsla var byrjuð. Ég fylgdi henni á þennan hátt allan fyrsta veturinn, því annars fór hún ekki út fyrir dyrnar. Hún var komin með mikla kæki og var alltaf að fikta í hárinu á sér, og tók oft heilu lokkana af sér. Um haustið fór hún að hreyfa kjálkana til hliðar og sveifla höndunum, (fyrst annarri, svo hinni) út í loftið í tíma og ótíma. Undir lokin var hún líka komin með þann kæk að sveifla öðrum fætinum við hvert tækifæri. Á slæmum dögum mátti ekki snerta hana, henni fannst allir vera að meiða sig. Hún var með króníska sveppasýkingu, engin krem dugðu og stundum gat hún varla verið í nærbuxum fyrir sviða og sársauka. Ég ýki ekki þegar ég segi að ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja að leita að lausnum.
Þegar heim kom tók við næsta skref, valið á milli þess hvort við færum í baráttuna við heimalærdóminn, eða hvort ég reyndi að styðja hana félagslega með því að leyfa henni að leika, eða hvort hún einfaldlega færi í rúmið. Tilraunir til heimalærdóms tókust mjög illa, hún gat alls ekki skilið til hvers var ætlast og ég valdi fljótt að styðja hana frekar félagslega. Ég hengdi mig í það hvað félagsleg færni fleytir fólki oft langt þó annað skorti. Ég varð sífellt viðkvæmari fyrir því hvernig ég stæði mig sem móðir, en fólk hafði auðvitað sínar skoðanir á þessari ,,óþekkt" og frekju hjá barninu.
Það tók oft u.þ.b. tvær klukkustundir að koma henni niður á kvöldin til að sofna vegna spennu og pirrings, þrátt fyrir yfirgengilega þreytu og syfju. Kækirnir voru oft mjög ýktir þar sem hún lá í rúminu, sveiflandi höndum og hreyfði kjálkana. Hún vaknaði sífellt oftar á nóttunni vegna þess sem henni fannst vera ónot í maganum, en gat ekki útskýrt að öðru leyti. Stundum virtist það vera bakflæði. Við fórum til læknis vegna þessa einu sinni, sem sagði: ,, Minofoam" vera svarið (búið að taka það af markaðnum núna). Þegar ég sagðist vilja prófa varanlegar lausnir fékk ég svarið: Veistu hvað er óþægilegt að vera með bakflæði? Mundir þú vilja prófa það?
Ágiskun kennarans
Eftir á að hyggja hlýt ég að hafa verið í afneitun gagnvart því hvernig barnið stóð í skólanum, væntanlega af því ekki var komið til mín og kvartað, eða með ábendingar. Ég vonaði líklega að málin væru betri þar. En ég fékk mikinn skell í fyrsta foreldraviðtalinu við kennarann hennar, sem sagði hana ekki einbeita sér í kennslustundum, það þyrfti sífellt að halda henni að verki. Hún starði gjarnan út í loftið löngum stundum og hafði mjög litla tengslamyndun við félagana, en faðmaði hin börnin hins vegar í tíma og ótíma sem þeim fannst óþægilegt. Tvær skoðanir kennara komu fram; hér væri um að ræða heilkenni eða jafnvel kannski störuflog.
Sjúkdómsgreining
Þarna höfðum við foreldrarnir tilviljanakennt val á milli þess hvað gera skyldi næst. Úr varð að við hófum ferðina hjá taugasérfræðingi barna. Hún fór í heilaskann, sem kom út óreglulegt og hjá þessum lækni fékk hún greininguna ráðvilluflog. Læknirinn vildi setja hana beint á lyf, því ekki yrði rökrædd skaðsemi flogaveiki. Ég fékk gult kort hjá Tryggingastofnun ríkisins sem gaf mér rétt til að sækja um umönnunarbætur, vegna ,,mjög veiks barns sem þarfnaðist mikillar umönnunar og lyfjameðferðar". Ég vildi að við fengjum smá tíma til að gera tilraunir með aðra hluti en lyfjagjöf því að tilhugsunin um lyf vakti hjá mér skelfingu.
Annað viðhorf hómópata
Í desember árið 2005 var okkur svo bent á hómópata, sem átti eftir að reynast okkar frelsisengill og ég veit í raun og veru ekki hvernig hefði farið ef við hefðum ekki haft þennan klett til að styðjast við. Þeir aðilar sem ég þorði að segja frá tilraunastarfseminni sem fór í hönd, keyptu hugmyndina síður en svo ómelta. Eftir einn mánuð, sem ég notaði til hins ýtrasta til að ,,hraða" því að einkennin hjá barninu hyrfu, gaf ég mig fyrir rökum sérfræðingsins. Af lyfjunum ,,Trileptal" og ,,Lamical" völdum við það fyrrnefnda. Þá fyrst byrjuðu erfiðleikarnir í bókstaflegri merkingu og enn erfiðara var að drösla henni á fætur og í skólann. Þaðan í frá var ekki séns að reyna við heimalærdóminn, hún skildi ekki til hvers var ætlast af henni og öskraði á mig ef ég reyndi að fá hana til að læra svolítið. Kækirnir voru meiri en nokkru sinni fyrr. Oftar en ekki var hún sofnuð klukkan fimm á daginn. Einhvern veginn leit ekki út fyrir að neitt myndi fara að þróast til betri vegar. Einkennin minnkuðu síður en svo.
Meðal þess sem ég rökræddi við sérfræðinginn var:
Af hverju minnka ekki einkennin?
Svar: Af því hún er enn á svo litlum skammti.
Spurning: En af hverju versnar henni þá svona hratt?
Svar: Af því líkaminn er að ,,venjast" lyfinu.
Aðrar rökræður: Þar sem hún hefur engin sýnileg einkenni Ráðvilluflogs, þó heilaskannið gefi það í skyn frekar en Störuflog, gæti þetta þá verið það sem heitir Ódæmigerð störuflog?
Svar: Já, en það mundi aldrei koma í ljós við heilaskann!
Eftir lestur á ógrynni fræðsluefnis og spjall við fullorðið fólk sem eyddi bernskunni á flogaveikilyfjum, þ.á.m. unglingsárunum meira og minna sofandi í rúminu, sem og foreldra flogaveikra barna, tók ég þá ákvörðun að þarna væri sannarlega ekki til neinn einn sannleikur og tók hana af lyfjunum eftir einn mánuð, þvert á beiðnir sérfræðingsins. Hann fór pent í það að hóta mér barnaverndarnefnd fyrir vikið. Ég sagðist ætla að fara til sálfræðings með hana í greiningar, sem ég gerði þó aðeins til að vinna okkur tíma.
Barnið fór í nokkur skipti til sálfræðings sem sérhæfir sig í greiningum. Í maí 2006 fékk hún greininguna: Barn með ofsakvíða, mikinn athyglisbrest, vanvirkni og vott af Tourette. Þessir tveir sérfræðingar vísuðu hvor á annan og þegar við ætluðum að fá nöfn hjá sálfræðingnum á öðrum taugasérfræðingi til að fá annað álit, jafnvel setja hana aftur í heilaskann, þá kom í ljós að það var ekki hægt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar til þess var eins og það eina sem okkur væri leyfilegt væri að vera hjá þeim taugasérfræðingi sem við hófum ferlið hjá. Því varð úr að við leituðum ekki annars álits.
Hómópatinn gaf ráð sem dugðu
Á svipuðum tíma og við hófum ferlið hjá sálfræðingnum, mánaðamótin mars/apríl 2006 var ég orðin til í allt. Fram að þeim tíma hafði ég reynt að halda okkur við ,,hollt" mataræði og afeitrunarremedíurnar hjá hómópatanum, ásamt fleiri hómópataefnum og ýmsum bætiefnum. En um þetta leyti hugsaði ég að nú yrðum við að sýna heiminum eitthvað, svo við fengjum frið og tíma til að gera hlutina á þann hátt sem hentaði okkur. Að ráði hómópatans hættum við algjörlega neyslu á öllum mjólkurmat, hvítu hveiti og sykri (sem var þó lítið fyrir), geri, sterkum kryddum, spægipylsum o.þ.h. og tókum alla bætiefnaneyslu föstum tökum. Hún tók hreinsitöflur vegna sveppasýkingarinnar, gerla fyrir þarmaflóruna í massavís, alls kyns bætiefni fyrir taugakerfið, hreinsiremedíur, hómópataefni til styrktar úthreinsilíffærum, drakk vatn í lítratali og ég bað Guð að gefa að hún sýndi framfarir nógu hratt til að við fengjum frið fyrir kerfinu í framtíðinni og ég var bænheyrð!. Það var margt sem ég var hrædd við á þessum tíma t.a.m. að hún yrði ,,kerfisbarn", við fíknina sem margt bendir til að lyf við flestum heilkennum barna valda. Það er margt auðveldara að ráða við en fíkn sjúkdóma. Þegar hún var greind í maí 2006 sýndi hún hraðar breytingar í framfaraátt, svo að það var hálfkaldhæðnislegt að vera yfirhöfuð með hana í greiningum. Sem dæmi má nefna að hún hækkaði sig í einkunnum á lestrarprófunum þremur í 1. bekk úr innan við 10% upp í rúmlega 90% árangur, m.v. meðaltal.
Breytinga er þörf
Ég er ósköp venjuleg móðir og hafði frá upphafi enga sérfræðiþekkingu að halla mér upp að, aðeins áhugann á heilbrigðum lausnum fyrir barnið mitt. Ég veit ekki af hverju einmitt barnið mitt lenti í þeirri stöðu að verða dæmigert taugavandamálabarn nútímans, en mig grunar ýmislegt, sem mér finnst í lagi að tjá mig um núna. Það er því miður allavega ekki hægt að vefengja þessar skoðanir mínar með 100% staðfestingum á hinu andstæða og ég held því að fólk ætti að fara að opna augun fyrir breytingum á heilbrigðiskerfinu okkar. Mér finnst það einnig vera að vissu leyti tilviljunum háð til hvaða lækna/sérfræðinga börnin fara þegar vandamál byrja að láta á sér kræla. Ég spyr mig t.d. oft hvort við hefðum nokkurn tíma farið með barnið í heilaskann ef við hefðum byrjað ferlið hjá sálfræðingi og aðeins farið með hana í dæmigerðar greiningar.
Hún fæddist í Frakklandi og var bólusett þar, t.d. fékk hún þrisvar sinnum bóluefni gegn berklum þar sem hún myndaði aldrei mótefni gegn þeim (og hefur ekki enn). Frá 6 mánaða aldri til tveggja ára aldurs má segja að hún hafi farið á fleiri en 10 pensillínkúra, það mátti varla finnast slímmyndun í hálsinum þá var hún sett á pensillín. Undir lokin, þegar ég var orðin hrædd við þetta fékk ég stundum þau svör að það væri ábyrgðarleysi hjá lækni að gefa ekki pensillín við ,,þessar aðstæður".
Stelpan mín byrjaði að ganga 18 mánaða, skreið aldrei. Máltakan gekk seint og má segja að hún hafi varla verið orðin hæf í samræður fyrr en eftir fjögurra ára aldur. Henni gekk ekki vel í leikskóla, myndaði illa tengsl við jafnaldra. Mikil orka fór heima fyrir í alls kyns ,,örvun" og þroskaleiki, svo að stundum fannst mér ég vera með hana í sérfræðimeðferð í hreyfi- og talörvun. Einhvern veginn fór henni alltaf fram á endanum, svo ég batt vonir við að hún mundi ná jafnöldrum í upphafi grunnskóla hvað varðar félagsfærni, talmál og hreyfiþroska. Ég held núna, eftir hennar fyrsta vetur í skóla, að gera megi ráð fyrir því að það hefði ekki gerst og hún hafi í raun og veru verið á hraðri leið með að verða tilfelli í kerfinu. Ég er viss um að ef okkur tekst að halda áfram á sömu braut endar með því að dóttir mín verður alveg einkennalaus og megi leyfa sér meira. Mér finndist gaman ef einhverjir sem eru að gera svipaða hluti hefðu samband við mig og við gætum myndað stuðningshóp og deilt ráðum og reynslu. Stundum þarf átak til að halda dampinum.
Ása S. Harðardóttir, netfang: asa@indridastadir.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2007 | 13:56
Að ná því besta fram með ADHD
ADHD getur verið þér fyrirstaða ef þú veist ekki hvernig þú virkar!
Námskeiðið fer af stað 30.okt og stendur til 27.nóv nk. Um er að ræða 5 skipti, auk 1 skipti einkaviðtal.
Árangur næst með því að vinna með sjálfan sig milli funda með opnum huga og vera tilbúin(n) til að deila reynslu sinni.
Þetta hefur hefur fólk sagt um námskeiðin:
"Námskeiðið hefur hjálpað mér að átta mig á svo mörgu varðandi sjálfa mig, og hvaðvirkar fyrir mig. Einnig létt mér lífið á margan hátt.
Ég hef fengið tæki til að vinna með. Ég er í lagi og hef eitthvað í dag til að stefna að.
Hvenær:
· Þriðjudaginn 30. okt. klukkan 17:00-18:30
· Þriðjudaginn 06. nóv. klukkan 17:00-18:30
· Þriðjudaginn 13. nóv. klukkan 17:00-18:30
· Þriðjudaginn 20. nóv. klukkan 17:00-18:30
· Þriðjudaginn 27. nóv klukkan 17:00-18:30
Einkaviðtalið fer fram eftir samkomulagi eigi síðar en mánuði eftir að námskeiði er lokið.
Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12, 2 hæð
Sigríður Jónsdóttir ADHD Coach
Sjá internet.is/sirrycoach
21.000 krónur.
Greiðsla fyrir námskeiðið þarf að berast fyrir föstudaginn 26.okt nk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 10:41
BÆNASAMTAL
BÆNASAMTAL.
Ég bað Guð að taka burt venjur mínar.
Guð sagði NEI.
´Eg á ekki að taka þær burt, heldur átt þú að láta af þeim.
Ég bað Guð að gefa mér þolinmæði.
Guð sagði NEI,.
Þolinmæði er afleiðing andstreymis.
Hún er ekki gefin, hún er þjálfuð.
Ég bað Guð að gefa mér hamingju.
Guð sagði NEI.
Ég veiti þér blessun. Hamingjan er undir þér komin.
Ég bað Guð að leyfa mér að sleppa við sársauka.
Guð sagði NEI.
Þjáningin fær þig til að hugsa ekki bara um daglegt vafstur þessa heims
Ég bað Guð um að hjálpa mér að vaxa andlega (í trúnni).
Guð sagði NEI.
Þú verður að vaxa sjálf(ur)! ,
en ég vil sníða þig til, móta svo að þú berir ávöxt .
Ég bað Guð um alla hluti svo að ég mætti njóta lífsins.
Guð sagði NEI. Ég vil gefa þér líf svo að þú megir njóta allra hluta. Ég bað Guð að hjálpa mér að ELSKA aðra jafnmikið og hann elskar mig.
Guð sagði JÁ . loksins ertu farinn að skilja hvað er mikilvægt.
Ef þú elskar Guð, miðlaðu þá þessum boðskap með öðrum.
ÞÚ ÁTT DAGINN Í DAG. EKKI LÁTA HANN FARA TIL SPILLIS.
Guð blessi þig !
Þú gætir verið öllum heiminum sem einhver venjuleg manneskja, en einhverri
venjulegri manneskju sem allur heimurinn.
Ég bað Guð að taka burt venjur mínar.
Guð sagði NEI.
´Eg á ekki að taka þær burt, heldur átt þú að láta af þeim.
Ég bað Guð að gefa mér þolinmæði.
Guð sagði NEI,.
Þolinmæði er afleiðing andstreymis.
Hún er ekki gefin, hún er þjálfuð.
Ég bað Guð að gefa mér hamingju.
Guð sagði NEI.
Ég veiti þér blessun. Hamingjan er undir þér komin.
Ég bað Guð að leyfa mér að sleppa við sársauka.
Guð sagði NEI.
Þjáningin fær þig til að hugsa ekki bara um daglegt vafstur þessa heims
Ég bað Guð um að hjálpa mér að vaxa andlega (í trúnni).
Guð sagði NEI.
Þú verður að vaxa sjálf(ur)! ,
en ég vil sníða þig til, móta svo að þú berir ávöxt .
Ég bað Guð um alla hluti svo að ég mætti njóta lífsins.
Guð sagði NEI. Ég vil gefa þér líf svo að þú megir njóta allra hluta. Ég bað Guð að hjálpa mér að ELSKA aðra jafnmikið og hann elskar mig.
Guð sagði JÁ . loksins ertu farinn að skilja hvað er mikilvægt.
Ef þú elskar Guð, miðlaðu þá þessum boðskap með öðrum.
ÞÚ ÁTT DAGINN Í DAG. EKKI LÁTA HANN FARA TIL SPILLIS.
Guð blessi þig !
Þú gætir verið öllum heiminum sem einhver venjuleg manneskja, en einhverri
venjulegri manneskju sem allur heimurinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.10.2007 | 18:08
12 spor fyrir ADHD
- Honesty: Admitting we were powerless over our ADHD, and all it entails (insert personal symptoms {piles, procrastination, lying to cover our tracks, impulsive poor decisions, etc.} include whatever hurts your functioning on any life level) and that our lives had become unmanageable.
- Hope: Came to believe that ADHD is a lifelong condition and that a power greater than ourselves could set us free from the spiral we are stuck in. If we could have done this on our own, we would have done so by now!
- Faith: Made a decision to turn our ADHD and our lives over to a higher power, as we understand it, and became committed to the idea that what we have tried in the past may need to be discarded.
- Courage: Made a searching and fearless moral inventory of ourselves, making sure to include our strengths as well as our weaknesses! ADHD people are not without gifts and strengths, nor are we inhuman.
- Integrity: Admitted to a higher power (as you know it, or a doorknob, or a member of the clergy, whatever works for you!), another (trusted friend, therapist, member of your favorite forum, etc.) and ourselves the exact nature of our weaknesses and strengths
- Willingness: Were entirely ready to move forward and beyond the chains that bind us, focus on our strengths and strive for our best model of functioning.
- Humility: Humbly asked for the help we need (from appropriate sources) to move forward and out of the patterns we have been stuck in, always bearing in mind that all things are not possible for all people. This may include medications for clarity, dietary changes, exercise, therapy, etc.
- Truthfulness: Made a list of all persons we had harmed, including ourselves, and became willing to make amends to them all, committed ourselves to a plan of honesty and respect for ourselves and others, and dedicated ourselves to the concept that ADHD is not an excuse, although it is a medical condition.
- Justice: Made direct amends to such people wherever possible, except when to do so would injure them or others, and also made amends to ourselves for the process of beating ourselves up for what we had done when our ADHD was unknown and unmanaged.
- Perseverance: Continued to take personal inventory and when we did poorly or did very well promptly admitted it.
- Spiritual Awareness: Sought in the ways that work for us to improve our conscious contact with a higher power, as we understand it, seeking only for knowledge of the way for us and the power to carry that out. Your higher power will become known to you as what works for you and need not make sense to anyone else.
- Service: Having been enlightened as a result of these steps, we tried to carry this message to other people with ADHD and the families they live with, and to practice these principles in all our affairs.
Five States of Mind or The Death of the Old Way of Life
- Denial: I dont have a problem, I cannot help this, ADHD is something nobody can understand or help with.
- Anger: Everyone is after me, its their fault, why me? Why should I bother to try if ADHD is incurable?
- Bargaining: Ill take my medications and hope for the best, I wont take risks, Ill blame my ADHD for my shortcomings...etc.
- Depression: Im a bad person, I cant do anything right, life sucks.
- Acceptance: First step in the healing process!
- ADHD people do not do all that they do on purpose, sometimes they cant help it. There is something different with the way their brains work and process, they are and always will be ADHD and this may affect them and others both mentally and physically.
- Dont take the ADHD personally. You didnt cause it, you cant control it, and you cant fix or cure it. You cant even help the person, unless they want help first. The person is in pain on some level, even if you are unable to detect that.
- Be willing to confront the symptoms of ADHD in a descriptive manner. Dont shame or nag them, but be firm and gentle. Learn all you can about ADHD and strive to seperate the symptoms from the person.
- Be willing to lose your relationship with the ADHD person if the person repeatedly refuses to seek help for himself or herself. You are a human being too! Some people must hit bottom in order to admit defeat.
- Dont cover up, enable, or shield the ADHD person from their behavior, whenever possible. Do not lie to others or make excuses, but please do attempt to transmit knowledge to detractors who would use lack of understanding to sway your position.
- Arm yourself with understanding, knowledge and education about ADHD. Know that denial is not the same as lying, the ADHD person often times cannot see the obvious because it hurts too much. Remember that ADHD causes different issues for children, adolescents, teenagers and adults.
Þetta fann ég á þessari heimasíðu: http://forums.families.com/12-steps-for-adhd,t35831
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2007 | 23:44
Búðu til “handritið” að eigin lífi
- Helgarferð fyrir konur með ADHD
Helgina 12 til 14 okt. munu Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfi og Íris Halldórsdóttir leiðsögumaður og leiðbeinandi að halda námskeið að Eyrarkoti, í Hvalfirði.
Námskeiðið á erindi við þig ef þú:
- Ert ekki ánægð með líf þitt eins og staðan er í dag.
- Vilt átta þig betur á því hvað það er sem vantar uppá til að þú getir látið þér líða vel.
- Ert stopp og þarfnastu breytinga í lífinu.
Markmið námskeiðsins:
- Við munum teikna upp handritið að okkar eigin lífi, eins og okkur langar til að sjá það.
- Það mun koma þér á óvart hvað þú hefur í valdi þér.
- Við erum staddar á mismunandi stöðum í lífinu. Hver og ein okkar er einstök og við mætumst á þeim stað sem við erum.
Staðsetning og mæting:
Staðsetning helgarinnar:
EyrarkotFjöldi þáttakanda: 10
Mæting: kl 20:00 á föstudagskvöldinu 12 okt Ath.
Þátttakendur þurfa að koma sér uppeftir sjálfir.
Um Eyrarkot:
Eyrarkot er snoturt gamalt sveitabýli 20 km frá Reykjavík, sem hefur verið gert upp og er staðsett í Kjósinni.
Það er aðstaða fyrir tíu manns í gistingu. Stutt er í fjöru sem er fyrir neðan húsið og er mjög vinsælt útivistasvæði, þar er mjög fjölbreytt fuglalíf og mikil náttúruparadís einnig eru sjávarföll mjög áberandi. Húsið var eitt sinn símstöð sveitarinnar og bera innréttingar þess merki og hafa eigendur kappkostað að leyfa þessum gamla sjarma að halda sér. Til að þétta hópinn förum við í gönguferð undir leiðsögn Írisar. Verð á námskeiðinu er 21.000 kr. innifalið er gisting í 2 daga, matur, námskeiðsgögn og kennsla.
Áhugasamir skrá sig fyrir föstudaginn 28.september með því að senda tölvupóst: sirrycoach@internet.is eða hringja í síma 696-5343.
Greiðsla þarf að berast eigi síðar en 5.okt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 10:41
Markmiðinu náð
Yngsta barnið mitt hún Hrefna Magndís er 4.ára í dag. Hún er falleg, skemmtileg, einlæg og full af sköpunarkrafti. Ég hef oft sagt við hana að það hafi verið gaman hjá Guði þegar hann skapaði hana, hann valdi allt það fallegasta og besta af lagernum hjá sér til að hún yrði til. Hún er mjög sátt við þessa skýringu á sköpun sinni.
Hún var spurð að því um daginn hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Hún var ekki lengi að svara: "4.ára".
Hún er mikill veisluunandi, og elskar sérstaklega að mæta í afmælisveislur.
Hún gat varla beðið eftir sínu afmæli og skipaði okkur fyrir nokkrum dögum síðan að hafa afmælið hennar þá. Auðvitað gátum við ekkert gert, það er víst ekki í okkar höndum að færa daga til og frá. Það eina sem hægt var að gera var að benda henni á að Jesu vill að við lærum að bíða. Hún tók þá skýringu góða og gilda.
Í gær fór öll fjöldskyldan í bæinn til að kaupa afmælisgjafir. Mér þótti merkilegt að sonur minn 10 ára sem er með ADHD og hefur átt erfitt með að sjá í kringum sig, vildi ákveðinn koma með í bæinn með fjöldskylduni. Þarna sé ég ákveðin merki vaxtar hjá honum. Við áttum notalega stund saman við fjöldskyldan í dótabúðum hér í bæ, að skoða og ákveða gjafirnar.
Svo var haldið heim á leið, með gjafirnar og frostpinna sem að dóttir mín ætlar að bjóða uppá í leikskólanum sínum.
Í gærkveldi tók svo annað við sem mér fannst frábært. Sonur minn sem ég minntist á hér áðan í færsluni datt í hug að búa til ratleik fyrir systur sína. Hann æltaði að fela gjöfina sem hann ætlaði að gefa henni, og láta hana leita að henni. Þarna er annað dæmi um hvað hann er að taka við sér í samskiptum. Hann vildi gleðja systur sína og koma henni á óvart. Ég verð að viðurkenna að þegar hann bað mig um að skrifa miðana fyrir sig þá varð ég pirruð í mínu egoi því að ég vildi hafa það náðugt í gærkvöldi. Allar þær fórnir sem ég var að færa hugsaði ég - hvenær fæ ég frið? Úff eigingirnin og sjálfsplægnin í manni stundum. Sjáið þið nú til. Ég hafði nýverið áttað mig á því að eitt af því sem ég þyrfti að hjálpa drengnum með í andlega lífi hans var einmitt að taka eftir og sýna öðrum umhyggju. Ég var búinn að vera að biðja Guð um að hjálpa okkur með þetta og leiða þetta áfram og hvað geri ég? Reyni að standi í vegi fyrir lausnini.
Hann Nonni minn hefur hugmyndaflug og gat komið textanum skemmtilega frá sér, og þurfti hann á meðan sköpunarkrafturinn var á fullu á öðrum að halda til að skrifa niður textann svo hann héldist óhindrað í flæðinu.
Þetta tókst vel hjá honum og þarna var hann að gefa af sjálfum sér.
Ég lét vekjaraklukkuna hringja kl 7 í morgunn. Við ætluðum öll fjöldskyldan að vakna og fara inn til Hrefnu Magndísar til að syngja fyrir hana afmælissönginn og afhenta henni gjafirnar. Hún varð fyrri til að vakna. Hún var svo glöð, dagurinn hennar var runninn upp. Það má geta þess til gamans að hún hafði einmitt sagt við pabba sinn fyrir svolitlu síðan " þegar ég á afmæli þá stjórnar ég".
Við sungum fyrir hana afmælissönginn og svo byrjaði ratleikurinn sem endaði inn í ísskáp. Þar fann hún bleikan pakka. Svo bættust við fleiri pakkar, en í þeim voru barbídúkkkur í öllum stærðum og kubbar. Hún var mjög ánægð með gjafirnar og sem betur fer hafði hún tíma til að leika sér að dótinu sínu áður en í leikskólann er farið.
Hún gaf sér líka tíma til að biðja til Guðs að þetta yrði góður dagur.
Það er svo gaman að fylgjast með þessari stelpu. Hún hefur góða sjálfsmynd, og líður vel í lífinu. Hún er mikill gleðigjafi á heimilinu. Ég vil óska henni til hamingju með daginn og vona að dagurinn verði eftirminnilegur fyrir hana. Þetta er jú dagurinn hennar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.9.2007 | 00:06
Hér er hægt að lesa umfjöllun mbl.is
![]() |
Aukaefni í matvælum ýta undir ofvirkni samkvæmt rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.9.2007 | 16:20
Eru tengsl milli aukaefna í mat og ofvirkni?
Aukefni auka hættu á ofvirkni
Litarefni og rotvarnarefnið natríumbensoat, sem eru algeng í sælgæti og gosdrykkjum, auka hættuna á ofvirkni hjá börnum. Þetta kom fram í rannsókn breskra vísindamanna við háskólann í Southamton sem greint er frá í læknatímaritinu Lancet.
300 börn tóku þátt í rannsókninni, helmingurinn þriggja ára, hinn helmingurinn 8 til 9 ára. Þriggja ára börnin reyndust mun viðkvæmari fyrir efnunum. Vísindamennirnir gátu hins vegar ekki skorið úr um hvort það eru litarefnin eða rotvarnarefnið sem eykur hættuna á ofvirkni.
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item168838/
Ég fékk með góðfúslegu leyfi Þorbjargar Hafsteinsdóttur að birta grein eftir hana um Athyglisbrest og ofvirkni, gaman væri að fá viðbrögð frá ykkur lesendur góðir hvað ykkur finnst.
Með kveðju Sigríður
Mikilvægt er að meðhöndla barnið en ekki sjúkdóminn, athyglisbrest með ofvirkni. Við getum byrjað á að spyrja hvort barnið skorti eitthvað sérstakt? Og hvort barninu sé gefið eitthvað sem það hefur ekki þörf fyrir. Algengustu hegðunarvandamál barna eru athyglisbrestur, fljótfærni og ofvirkni, sem oft fylga námserfiðleikar, mótþrói og þunglyndi. ADHD byrjar í barnæsku og getur oft varað langt fram á fullorðinsár. Nákvæmar orsakir fyrir ADHD eða ofvirkni barnanna eru ekki ljósar og geta verið torskildar. Samt sem áður eru sterk lyf notuð sem lyfjameðferð á meðan gengið er fram hjá, hættulausum og áhrifaríkum aðferðum. Þessar aðferðir fjalla meðal annars um að minnka eða fjarlægja algerlega truflandi og ertandi aukefni í mat eins og litar- bragð- og rotvarnarefni, kemísk efni frá umhverfinu, sveppi og myglu. Einnig taugatruflandi efni frá þungmálmum og aðra mengun. Allt eru þetta efni sem geta valdið óþoli eða ofnæmi. Truflun í virkni skjaldkirtilsins hefur einnig verið nefndur mögulegur þáttur og þá tengt við m.a. eiturefni úr umhverfinu. Hér verður rætt um ADHD eða athyglisbrest með ofvirkni og ADD eða athyglisbrest í sitt hvoru lagi vegna þess að það er munur á þessum einkennum og jafnvel orsökum þeirra. Aðallega verður lögð áhersla á þátt mataræðis, fæðuóþols og aukefna, en lítið sem ekkert farið inn á aðrar aðferðir eins og samtöl og þroskaþjálfun. Það er þó mikilvægt að hafa í huga, að þó að þessi tvö einkenni séu skilin að, geta margir þættir verið sameiginlegir í þeim báðum. Einkennalisti eða skapgerðarlisti ADHD
1. Ofvirkni
2. Skortur á skilningi
3. Tilfinningalegt ójafnvægi
4. Almennur skortur á umhverfisvitund
5. Athyglisbrestur, stuttur einbeitingartími, erfitt að ljúka því sem byrjað er á, hlustar ekki, einbeitingarleysi.
6. Fljótfærni framkvæmd án hugsunar, truflun í verki bágborin skipulagshæfni,
7. Truflun í hugsun og minni
8. Sérstakir námsörðugleikar 9. Truflun í tali og heyrn
10. Vafasöm taugaboð og óregla í heilalínuriti
Slíkar skapgerðarlýsingar eru oft gefnar upp sem vandamál í skólum bæði hvað varðar hegðun og lærdóm. Þó fleiri þættir geti verið viðriðnir, þá benda líkur til þess að aukefni, fæðuóþol og sykurneysla sé aðalástæða fyrir einkennum ofvirkra barna.
Frá 4 til 20% skólabarna í Bandaríkjunum eru greind með ADHD og í sumum borgum þar gæti talan verið 10-15% Árið 1993 voru meira en 2 milljónir bandarískra barna greind með ADHD og hafði talan aukist úr 902.000 frá árinu 1990. Nýlegar tölur benda á mikla aukningu þar í landi eða nærri 4 milljónir barna. Þá greinast á bilinu 7-10% barna með ADHD í Kanada, Puerto Rico, Bretlandi, Noregi, Hollandi, Þýskalandi og Nýja Sjálandi. Á Íslandi er samkvæmt upplýsingum landlæknis 1000 börn greind og í meðferð vegna ofvirkni. Fleiri drengir þjást af ADHD en stúlkur og talið er að það komi fram í einni stúlku á móti 3-10 drengjum. Í Bandaríkjunum eru yfir tvær milljónir stráka á skólaaldri í lyfjameðferð vegna ADHD.
sykur
Sykurneysla á mikinn þátt í ofvirkni og á sinn þátt í árásargjarni/stjórnlausri og eyðileggjandi hegðun. Stór rannsókn framkvæmd af Langseth sýndi niðurstöður sem benda til óeðlilegs glúkósa þols hjá 74% af 261 ofvirkum börnum sem gefin var sykurmáltíð. Samandregið getur þetta ástand bent til að blóðsykur sé of lágur sem hefur m.a. í för með sér að adrenalín hækkar í blóðinu en þetta getur leitt til ofvirkni. Einkenni of lágs blóðsykurs eru óeðlileg þreyta, óróleiki, hugarrugl, gleymska, einbeitingarskortur, erfiðleikar við að taka á vandamálum, pirringur og óvanaleg reiðisköst. Wolraich og Co. settu á laggirnar rannsókn þess efnis að afsanna kenninguna um tengsl milli sykurneyslu og ofvirkni barna. Niðurstöður þeirra voru að sykur hefði ekki marktæk áhrif á ofvirk börn. Samt sem áður, þegar rannsóknin er skoðuð betur kemur fram að viðmiðunarhópurinn, sem var 6-10 ára, og sem var á ,,lágskammtasykri" fékk 5.3 tsk af hvítum sykri daglega. Þessi viðmiðunarskammtur er svo stór, að það ætti ekki að hafa komið vísindamönnum á óvart, að prufuhópurinn skyldi ekki hafa brugðist marktækt meira við en viðmiðunarhópurinn. Engar tilraunir voru gerðar til að fjarlægja fæðutegundir sem eru þekktar fyrir að valda ofnæmi eða óþoli eins og mjólk, hveiti og egg, og sem framkalla hegðunareinkenni hjá sumum ofvirkum börnum. Öll fengu börnin leyfi til að drekka gosdrykki meðan á tilrauninni stóð. Í lok rannsókarinnar má lesa þakklæti þeirra sem að henni stóðu til General Mills, Coca-Cola, PepsiCo og Royal Crown.
Viðbætt efni
Viðbætt efni: Aukefni spanna breiðan væng af kemískum efnum. Hér er um að ræða efni sem eru notuð í mat, drykki og efni sem ekki teljast matvara t.d. snyrtivörur. Í Bandaríkjunum eru um 5000 efni notuð og ætli það sé ekki eitthvað álíka hér á landi.
Þessi efni eru meðal annars klekjunarefni( t.d. cacium cilicate) andoxunarefni (BHT, BHA), aflitunarefni (t.d benzoyl peroxide), litarefni( t.d. aromat), bragðefni, þykkjunarefni, ýms sölt, rotvarnarefni (t.d benzóöt, nitröt, súlfít), gúmmi. Áætluð inntaka þessarra efna er 4 til 5 kíló á hvern bandarískan borgara í USA. Neysla fæðuaukefna er álitin vera á hvern einstakling 13 til 15 grömm daglega. Kenningin um að aukefni valdi ofvirkni kom fram hjá Benjamin Feingold M.D.á miðjum 7. áratugnum. Samkvæmt þeirri kenningu eru um 40-50% ofvirkra barna með ofnæmi fyrir kemískum litarefnum í mat, bragðefnum og geymsluefnum og fyrir salisylötum og fenóum, náttúrulegum efnum í mat. Feingold byggði kenningu sína á 1200 athugunum sem tengdu aukefni við náms- og hegðunarvandamál. Síðan Feingold setti fram niðurstöður sínar og kenningu hefur hún verið umdeild meðal vísindamanna. Samt sem áður hafa vísindamenn einungis einbeitt sér að 10 af þeim 3000 aukefnum sem Feingold hafði áhyggjur af. Við fyrstu sýn virðist meiri hlutinn af þeim tvíblindu rannsóknum gerðar til að afsanna Feingold kenninguna og sýna fram á neikvæðar niðurstöður. það er að segja, það fundust ekki tengsl milli aukefna og ofvirkni. Við nánari athugun kemur samt í ljós, að þessi umræddu efni gegna, þegar allt kemur til alls, mikilvægu hlutverki í ofvirkni. Til dæmis sýna rannsóknir vissra vísindamannaað einkenni minnkuðu hjá helmingi ofvirkra barna í könnun þeirra, sem voru sett á Feingold mataræði. Það er áhugavert að niðurstöður rannsókna á ofvirkum börnum, sem voru gerðar utan Bandaríkjanna voru mun hliðhollari Feingolds kenningunni.
Feingold fæðið
Útiloka: Öll matvæli, fæðubótarefni (vítamín/steinefni og annað), tannkrem, sælgæti og drykkjarföng, sem innihalda tilbúin litarefni, bragðefni og rotvarnarefni. Skoða vandlega innihaldlýsingar á vörunum hvort um er að ræða: Litarefni, þ.á.m gult eða rautt ásamt bragðefnum þ.á.m. vanilin sem er notað í óekta vanillu. Sætuefni þ.á.m. aspartame saccharine, sucralose og önnur Andoxunarefni BHA, BHT og TBHQ rotvarnarefni; natr. bensóat og benzósýru.
Feingold ráðleggur einnig að útiloka: Maís og öll maís sætuefni MSG, 3ja kryddið (monosodium glutamate), grænmetis eggjahvítuefni (HVP hydrolyzed vegetable protein) saltpétur, natron, nitrat, natr., notað í reyktum og söltuðum kjötafurðum, efni í bökunarvörum (calcium propionate). Hann ráðleggur einnig að útiloka mat sem inniheldur salisylöt sem eru ekki fæðuviðbætt efni, heldur náttúrulegt. Hér á eftir listi með fæðutegundum sem innihalda salisylöt:
-Möndlur
-Epli (cider og cider/eplaedik)
-Apríkósur
-Alls konar ber
-Kirsuber
-Negull
-Kaffi
-Agúrka
-Pikles
-Currants
-Vínber
-Rúsínur
-Vín og vínedik
-Græn paprika
-Chili pipar
-Nektarínur
-Appelsínur
-Feskjur
-Plómur
-Sveskjur
-Tómatar
-Te, þ.á.m. blandað jurtate.-Aspirin eða magnyl verkjatöflur eða lyf sem innihalda efnið.-Olíur sem innihalda methyl salisylöt og er oft notað sem myntu bragðefni.
Það getur verið ansi erfitt að halda barninu á svona ströngu fæði (og við erum ekki komin að óþolinu enn!), en það er vel þess virði að reyna í stuttan tíma eða 3-4 vikur.
Fæðuóþol
Það er nauðsynlegt og mögulegt að fjarlægja aukefni og salisylöt úr fæðunni til að vinna á einkennum ADHD, en sjaldan fullnægjandi. Allt að 88% af börnum með ADHD bregðast við þessum efnum séu þau sett undir tunguna og viðbrögð könnuð, en í tvíblindum rannsóknum bregst ekkert barn við þessum efnum einum. Taka verður tillit til þess að um ofnæmi eða óþol fyrir matnum sjálfum getur verið að ræða, finna þarf út um hvaða mat er um að ræða og fjarlæga hann.Rannsókn var gerð á 76 alvarlega ofvirkum börnum sem sett voru á svokallað
lág-næmni fæði sem samanstendur af lambakjöti, kjúklingum, kartöflum, hrísgrjónum, bönunum, eplum, grænmeti úr kál- og brassica
fjölskyldunni, fjölvítamíntöflum og þremur grömmum af kalki (calcium gluconate) daglega. Að fjórum viknum liðum höfðu einkenni ofvirkninnar lagast hjá 62 þeirra (82%). Þar af höfðu 21 þeirra náð eðlilegri hegðun. Önnur einkenni eins og til dæmis höfuðverkur og magaverkur var sjaldgæfari. Þegar aftur var byrjað að neyta efnanna sem numin voru úr fæðinu þegar rannsóknin hófst kom í ljós hvaða
fæðutegundir það voru sem orsökuðu ofvirknina.
Í stærri rannsókn með 185 börnum fengust eftirfarandi niðurstöður. Börnin voru sett á lág-næmni fæði í fjórar vikur eða tvenns lags kjöt (lamb og kjúkling), kartöflur og hrísgrjón, tvenns konar ávexti (banana og perur), grænmeti (kál, spírur, blómkál, sperglakál, agúrkur, sellerí, gulrætur) og vatn. Fæðið var bætt með kalki, magnesíum, zinki og nokkrum grunn vítamínum. Hegðun 116 þeirra batnaði og kennsl voru borin á þær fæðutegundir sem ollu ofvirkninni, með því að taka þær inn aftur eina og eina í einu. Hægt er að mæla fæðuofnæmi og fæðuóþol í blóði með svokallaðri Elisatækni. Þegar ofnæmisviðbrögð koma strax er svokölluð IgE mótefni mæld ogvið óþoli sem eru sein viðbrögð (allt að 72 tímum eftir að fæðutegundin er neitt) eru mæld IgG viðbrögð. En það geta einnig verið IgA og IgM, en miklu sjaldnar.
ADD: Börn sem eru aðallega með athyglisbrest
Hér verður aðallega fjallað um börn sem eiga erfitt með að beita athygli sinni, taka eftir og læra. Þau eru mikli orkufrekari en þau sem einnig eru ofvirk. Það eru þrír þættir sem virðast tengjast þessum einkennum:
Eyrnabólga
Næringarskortur
Þungmálmar
Eyrnarbólga
Það er mikilvægt að fjalla hér um tíðar eyrnabólgur í barnæsku og meðhöndlun þeirra með sýklalyfjum sem eru tengdar auknum líkum á ADD.
Börn með skerta eða alvarlega skerta heyrn eiga í mörgum tilfellum erfiðara með tal- og málþroska, minni gáfur og námsörðugleika. Kannanir hafa sýnt að námsörðuleikar eru tvisvar sinnum algengari hjá börnum með eyrnabólgur eða sem hafa verið með þær. Börn sem eru með tíðar eyrnabólgur hafa þar að auki í mörgum tilfellum verið oft í sýklalyfjameðferð. Sýkladrepandi lyf eins og penicillin hefur, eins og kunnugt er, slæm áhrif á náttúrulegu þarmaflóruna sem getur haft miður góðar afleiðingar fyrir barnið. Hætta er á sveppasýkingu meðal annars, þannig að ef um tíða sýklalyfjameðferð hefur verið um að ræða, þarf að skoða mögulegar afleiðingar þeirra.
Næringarskortur
Skortur á svo að segja hvaða næringarefni sem er hefur áhrif á heilastarfsemina. Járnskortur er einn aðal næringarskortur barna í Bandaríkjunum. Járnskortur sýnir sig meðal annars sem marktækur brestur í athygli, stuttur athyglistími, minnkað viðnám og "leti".
Íslenska Manneldisráðið gerði könnun á mataræði íslenskra barna 1992-1993. Á vefnum: born.is, er ágæt grein Önnu Sigríðar Ólafsdóttur næringarfræðings og þar má meðal annars lesa að 10-15 ára íslensk börn borðuðu að meðaltali 96g af sykri á dag. Á laugardögum er magnið tvöfalt. Helstu rök gegn óhóflegri sykurneyslu eru þau að verði sykurinn mjög fyrirferðamikill í daglegu fæði er hætt við að minna verði um nauðsynleg næringarefni. Þau börn sem borðuðu mestan sykur fengu minnst af vítamínum og steinefnum. Mikil sykurneysla getur því ekki síður leitt til vannæringar en offitu. Fleiri rannsóknir sýna samhengi milli næringarskorts og námsörðugleika og hvernig fæðubótarefni geta bætt stöðu þessa barna.
Þungamálmar og ADD
Þungir málmar eru alls staðar í nútíma umhverfi. Sama gildir um alls konar efni eins og tilbúinn áburð, (pesicides, herbicides og fumigants) skara með alls konar lyktar- og mengunarefnum. Öll þessi efni hafa verið tengd við óvenjulega hegðun. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem niðurstöður sýna samhengi á milli lítils námsárangurs og þungmálma í líkamanum. Við greiningu á hári einstaklinga með námsörðuleika kemur fram mikið magn af kvikasilfri, áli, blý og kopar. Vannæring og há gildi af þungmálmum haldast oft í hendur af þeirri ástæðu að sum þessara næringarefna sem skortur er á, eru nauðsynleg til að binda eða minnka upptöku málmanna. Tafla 2 sýnir niðurstöður nokkurra rannsókna sem skoða hárprufur og málmgildi barna með námsörðugleika. Börn sem verða fyrir skaða vegna þungmálma geta fengið truflanir m.a. á taugakerfið sem hefur áhrif á athyglisgáfu, tilfinningasvið og hegðunarmynstur. Hvar geta börnin komist í snertingu við þungamálma og aðra mengunarvalda? Svarið er, alls staðar. Tökum það nærtækasta fyrst. Amalgam eða silfurfyllingar í tönnum innihalda eins og kunnugt er kvikasilfur. Fyllingarnar liggja sterklega undir grun að ,,leka" þannig að kvikasilfrið geti lekið úr tönnum móðurinnar á meðgöngu og haft þannig áhrif á taugakerfi barnsins strax í móðurkviði. Í Svíþjóð eru flestir tannlæknar hættir að nota amalgamfyllingar og fyrir mörgum árum var vanfærum konum ráðið frá því að fá silfurfyllingar eða að hreyfa við silfurfyllingum, vegna hættu á leka og mögulegum afleiðingum fyrir hið ófædda barn. Í Danmörku er vanfærum konum bent á að borða ekki fisk vegna innihalds þungmálma og annarra mengunarefna t.d PBC. Ísland er því miður ekki stikkfrí þó að við teljum okkur búa í hreinasta landi veraldar. Við höfum ekki áhrif á hvað kemur með vindum og veðrum og öllum þeim kemísku efnum sem hefur verið kastað í hafið langt fyrir utan okkar lögsögu, en hefur áhrif á okkar fiskimið líka. Börnum okkar má líkja við kanarífuglana og hvernig þeir voru og eru enn notaðir í kolanámunum úti í heimi. Þegar þeir hætta að syngja er það merki þess að eitraðar gastegundir eru í loftinu og sprenging á næsta leyti sem getur riðið þeim öllum að fullu. Eins og kanarífuglinn, eru börnin okkar næmari en við og sum þeirra næmari en önnur. Í nágrenni heimilis og skóla má einnig athuga mengunar- eða ofnæmisvalda. Það getur verið blý, asbest, radon, raki og þar með mygla, ryk, gallað loftræstikerfi og margt annað. Næmt barn í mengaðri kennslustofu getur brugðist við með þreytu, pirringi, vanlíðan og hegðunarvandamálum og á allt í einu erfitt með að læra. Það er ekkert undarlegt þó að einhverjir bregðist illa við. Það eru fleiri þúsund kemísk mengunarefni og málmar í umhverfinu, fyrir utan þann fjölda aukefna sem við notum sem næringu. Og verkefnið hlýtur að verða að skoða alla þá þætti sem mögulega ögrar næmni og þar með heilsu barna okkar áður en sprengjan springur. Skjaldkirtillinn
Skjaldkirtilshormónar (Thyroid hormones) verka með boðefnum heilans, dópamíni, adrenalíni og serotonini og eru bráðnauðsynleg fyrir myndun og þroska fóstursins Í könnun á hvaða þættir auki líkur á ADHD hefur lítil virkni skjaldkirtilsins snemma í barnæsku legið undir grun. Lítil virkni skjaldkirtils vanfærra kvenna og tengsl þessa ástands við skerta heilastarfsemi barnsins hefur verið velþekkt í meira en 100 ár. Líkur eru á að ofvirk börn séu með skerta starfsemi skjaldkirtils. Ástæðanna verður að leita meðal annars í umhverfinu. Tilbúin kemísk efni í umhverfinu liggja undir sterkum grun. Þannig að það getur verið ástæða til að taka tillit til þess möguleika; að móðirin sé með skjaldkirtilvandamál og barnið sem er grunað um að vera með, sé með ójafnvægi í þessum kirtli líka. Það má finna með blóðprufu.
Bætiefni
B vítamin. Til eru rannsóknir sem sýna bæði góð viðbrögð eða alls engin gegn ADHD við inntöku B vítamína. Það virðist samt vera góð hugmynd að nota stöku B
vítamín í einstaka tilfellum til dæmis til að jafna lágt serotonin í blóði en þá er
notað B 6 (pyridoxine). Börn sem neyta mikils sykurs þurfa m.a. auka skammt af B vítamíni.
Járn
Þarf að vera náttúrlegt og ekki tekið í of langan tíma í einu.
Zink
Fjölmargar rannsóknir sýna að ofvirk börn skortir fjölómettaðar fitusýrur. Bæði omega 6 og omega 3 og DHA. Þær er hægt að fá úr sólblómaolíu, hörfræolíu og fiskiolíu. Það er algjör nauðsyn að vanda sig í vali á olíum. Þær verða að vera kaldhreinsaðar (nonhydrogenated) og lífrænar.
Fosfatidylserin hefur sýnt að það bætir heilastarfsemi. Þetta efni
hefur áhrif á boðefni heilans meðal annars.
Dagleg inntaka á 200-300mg, í 4 mánuði bættu athygli og lærdóm hjá 90% barna af 21 barni sem greint var með ADHD.
Kannið málið vandlega
Að lokum vil ég uppörva bæði foreldra, kennara og aðra sem daglega umgangast börn með ADHD, eða hafa grun um að börnin þeirra séu með hegðunarvandamál sem gæti tengst ADHD. Lítið á vandamál barnanna og allrar fjölskyldunnar í heild þar sem fleiri þættir eru skoðaðir sem mögulegar ástæður fyrir hegðun barnsins, áður en það er sett í lyfjameðferð, sem hefur margar og hættulegar hliðarverkanir. Það eru margar haldbærar sannanir fyrir að aukefni hafi áhrif á hegðun barna með ofvirkni. Taka verður tillit til möguleika á fæðuofnæmi og/eða óþoli. Skynsamlegast og ódýrast er að prófa lág-næmnifæði (oligoantigenic) fæðið í 4 vikur og síðan taka inn eina og eina fæðutegund í einu í minnst 3 daga hverja um sig og athuga og
skrá viðbrögð. Ef viðbrögð koma eða versna skal hætta með þessa fæðutegund undir eins. Ef engin bati fæst með þessu fæði er möguleiki á að barnið bregðist við einhverju öðru í matnum eða úr umhverfinu. Allan unninn sykur ber að forðast og bætiefni sem nefnd eru áður í greininni. Athuga skal hvort um eyrnabólgu eða þungmálma eitrun sé að ræða. Sérstaklega á þetta við börn með ADD.
Afla skal sér aðstoðar hjá færum næringarráðgjöfum sem eru tilbúnir að vinna með foreldrum og líta á ADHD út frá heildarmynd. Ég ráðlegg ekki að leita aðstoðar hjá fagfólki sem ekki hefur sett sig inn í rannsóknir á til dæmis skaðsemi litarefna og sykurs.Samvinna foreldra, starfsfólks leikskóla og kennara, um barnið og hvað það má borða. Einnig er mikilvægt að gagnkvæm virðing og skilningur sé, svo að vel heppnist. Samtalsmeðferð er æskileg í flestum tilfellum og til að fá sem bestan árangur þarf öll fjölskyldan að vera með.
Ítarlegri umfjöllun um þetta efni er að finna í haustblaði Heilsuhringsins 2001. Greinin birtist að beiðni höfundar í Uppeldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2007 | 10:03
Myndband
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.8.2007 | 00:25
ADHD reynslusaga eiginkonu og móðir
Eftir að hann fékk greiningu eyddi Jane miklum tima í að lesa bækur um ADHD og reyndi að grafa upp eins miklar upplýsingar af netinu eins og hún gat. Hún vissi að því meira sem hún kunni því meira gæti hún orðið Kyle að liði. Jane notaði tíman og spjallaði við aðra foreldra og fullorðna á spjallrásum sem tengdust ADHD. Því gat hún sett upp skipulag heima við.
Kyle var umbunað fyrir að standa sig vel með heimalærdóminn. Kennarnir kenndu honum að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Svo byrjaði hann á lyfjum. Allt þetta samanlagt kom á jákvæðum breytingum. Hann lagði harðar að sér og þó að hann færi aðeins aftur á bak, var það ekkert í líkingu við það sem áður var. Í heildina á litið batnaði hegðun hans og einkunnir. Þetta var erfiðisvinna og tók það mikið af tíma Jane að stýra framgöngu hans í skólagöngu jafnt sem heimavið.
Eiginmaður Jane, Steve sagði ekki mikið um málið. Hann hafði það að orði að Kyle myndi spjara sig, hann minnti sig á hann sjálfan þegar hann var barn. Hann trúði ekki á að ADHD væri til, en hélt því fyrir sjálfan sig og skipti sér ekki yfirleitt ekki af því. Hann lét í hendur Jane öll afskipti af skólanum og heimanámi. Álag í vinnuni plagaði hann og átti það huga hans mestallann, og var ekki mikið eftir hjá honum til að passa barn sem ætti að geta klárað heimalærdóminn. Hann var oft pirraður þegar hann þurfti að vinna með Kyle og stóð sig stundum af því að öskra á son sinn, og fá síðan sektarkennd eftirá. S vo hann lét það vera. Jane bar byrgðina ein og fann hún sig oft útkeyrða en var á margann hátt orðin vön því. Steve varð oft fjarlægur og lét daglegan rekstur á heimilinu á herðar hennar. Yfirleitt. Jane gerði það sem hún þurfti að gera til að halda fjöldskylduni gangandi. Hún elskaði mannin sinn og son, og fékk hún sektarkennd ef hún var að sligast undan því að hugsa um þá.
En nýjir hlutir fóru að gerast þetar Jane eyddi meiri tíma í að spjalla við aðra á netinu og í gegnum stuðningsgrúppu fyrir foreldra barna með ADHD. Hún lærði að ADHD gæti verið ættgengt, og hún fræddist um fullorðna með ADHD. Því meira sem hún lærði því meira sá hún manninn sinn.Steve hafði verið í nokkrum vinnum síðan þau giftu sig. Eftir nokkur ár var hann búin að missa vinnuna eða orðin svo áhugalaus að honum varð allveg sama. Síðasta starfið sem hann var í stóð hann sig vel í og átti möguleika á að fá stöðuhækkun. Eftir að hann stóðst ekki tímasetningar tvisvar sinnum, var horft framhjá honum með stöðuhækkunina og hann varð mjög gramur og kenndi yfirmanni sínum um að líka ekki við sig. Þó voru viss verkefni sem Steve tók ábyrgð á heimavið eins og að laga til í bílskúrnum, viðhald á bílunum og slá grasið þá voru þau í rugli. Í bílskúrnum voru háir kassastaflar, skildi það eftir óklárað síðast þegar hann var að vinna þar. Grasið var alltaf slegið þegar það var orðið of langt, og einnig eyddi hann miklum tíma í að leita af skráningarskirteyni bílana, tryggingablöðum og fleyra þegar hann var að fara að láta gera við þá eða halda þeim við. Hann var mislindur: stundum hafði hann óstöðvandi orku en enga einbeitningu. En aðrar stundir hafði hann fulla einbeitningu en hélt fjöldskyldu sinni frá sér til að klára verefnn. Stundum sat hann í sófanum heilu dagana án þess að ætla að gera nokkurn skapaðan hlut. Jane varð staðfastari í því að maðurinn hennar væri með ADD.
Uppgötvunin var að vissu leyti léttir fyrir hana vitandi að það var ástæða fyrir óreiðunni í lífi hans. Það var léttir fyrir hana að vita að það var hægt að ná stórkostlegum árangri á ADD með lyfjagjöf. Léttirinn stafaði fyrst og fremst af því að hún var orðin yfirkeyrð af þreytu yfir því að sjá um heimilið ein. Það var léttir í því líka að með réttri meðhöndlun gætu þau farið að njóta lífsins saman aftur eins og þau gerðu í byrjun. Álagið hafði ollið því að þau voru hætt að gleðjast saman og æ oftar stóð hún sig af því að vera að rífast yfir hlutum við Steve um þá hluti sem hefði átt að vera búið að gera.Þó var hún ekki búin að vinna baráttuna.
Steve neitaði því að hann hafði ADD. Hann staðhæfði að hann væri ekki sturlaður eða brjálaður. Hann sagði að hún vildi að sonur þeirra færi á lyf til að hún gæti stjórnað honum betur. Honum fannst að hann þyrfti væri meiri agi heima fyrir. Hann sagði henni að hætta með hann á lyfjum. Hann hafði náð þetta langt sjálfur og þessvegna væri ekkert að honum. Hún skildi eftir út um allt hús upplýsinar um ADD en Steve henti þeim. Hann var ákveðin í því að hafna möguleikanum á að hann væri með ADD. Fullviss um að Steve væri með ADD og væri ekkert að gera í þvi, fann Jane sig verða pirruð út í allt það sem hann gerði vitlaust. Í hvert skipti sem hlutur var hálfkláraður byrjaði hún að kvarta, í hvert skipti sem hann kom heim og kvartaði yfir vinnuni sinni sýndi hún honum ekki samúð. Í hvert skipti sem hann týndi lyklum eða skjölum, fann hún sér eitthvað annað að gera, og hlustaði á hann ásaka aðra um að hafa fært hlutina sína til. Litlir hlutir sem pirruðu hana lítillega áðurfyrr gerðu hana ofsareiða.
Jane lét Kyle vera áfram á lyfjum án þess að láta Steve vita og leitaði áfram til læknis með hann. Hún vildi ekki sjá Kyle þjást vegna blindu Steves. Samband þeirra fór niðurá við. Stundum vildi hún að hún hefði aldrey heyrt um Add . Annaðhvort var hún viss um að hún myndi fara frá Steve ef hann gerði ekki eitthvað í málunum, hún sá engan tilgang í því að vera. Eða að þau myndu vinna úr málunum. 15 ár er langur tími og þú bara gengur ekki svo auðveldlega í burtu. Hún elskaði Steve og margt af því sem hann sagði var rétt. Hann hafði alltaf getað séð um fjöldskyldluna, vann tvær vinnur þegar hann þurfti, þau voru góðir vinir, áttu mörg sameiginleg áhugamál og nutu oft samvista við hvort annað. Steve gat verið fyndin og skapandi, hann gat sér húmorinn þar sem hún sá hann ekki, hann sagði skemmtilga frá, og gat skemmt henni klukkutímum saman. Þetta var einusinni. Nú þurfti hún að finna leið fyrir þau til að halda áfram. Líf þeirra var orðið stjórnlaust.
Kvöld eitt, hlustaði Jane á konu tala á vikulegum stuðningsfundi. Konan sagði henni sögu og það var sagan hennar. Hún kvartaði yfir sömu hlutunum, hafði sömu ánægjuna og sömu óreiðuna og Jane kannaðist við. En einhvernveginn hafði hjónaband þeirra enst og fjöldskyldan var í lagi. Eftir fundinn fór Jane til hennar og spurði hana hvað hún hafði gert og hvað hún sjálf gæti gert til að hjálpa hjónabandi sínu. Þó hún væri ekki sérmenntuð eða sérfræðingur gat hún sagt henni skref fyrir skref hvernig hún hafði reytt sig af.
Næstu mánuði hittust Jane og nýja vinkonan hennar vikulega til að tala saman og bjó Jane til vikuplan yfir aðgerðir til að bjarga hjónabandi sínu. Sérfræðingar komu hvegi nærri þessu plani. Þetta var ekki kraftaverkalækning , og ekki dugar það fyrir alla. Hægt er að aðlaga því að þínum aðstæðum eins og þér hentar í þeirri röð sem hentar þér. Þetta plan er ekki byggt á læknisfræðilegum lögmálum eða kenningum: það er byggt á ást tveggja kvenna sem vildu bjarga hjónaböndum sínum. Taktu því sem þér geðjast að, og hentu restinni. Báðar þessar konur eru enþá giftar. Báðar eru á mismunandi stað í planinu og báðar hafa þær eignast aftur von um langa framtíð með eiginmönnum sínum. Þær hafa verið svo örlátar að deila þessu með mér í von um að það megi hjálpa öðrum.
1) Skildu afneitunina, hvaðan hún kemur , og afhverju hún er þar.
2) Viðurkenndu sjálfan þig, og maka þinn. Horfstu í augu við það hvar samband þitt er statt í augnablikinu.
3) Viðurkenndu ábyrgð þína í aðstæðunum.
4) Finndu þér hjálp í gegnum stuðningshópa, ráðgjöf eða vini.
5) Skildu Fullorðna með ADD, bæði slæmu og góðu hliðarnar, og hvernig er best að eiga samskipti við þá.
6) Talaðu opið við maka þinn, láttu hann/hana vita að þú vilt ofar öllu halda í hjónabandið, að þú elskir hann/ hana og að þér sé annt um framtíð ykkar saman.
7) Ákveddu nákvæmlega hvað þú vilt frá sjálfum þér, lífi þínu og hjónabandi.
8) Ákveddu hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki frá þessum tímapunkti.
9) Settu nákvæm markmið, og taktu eitt fyrir í einu.
Þessa sögu þýddi ég fyrir nokkrum árum síðan, fann hana á netinu. Hún var birt í síðasta blaði ADHD samtakana. Vona að hún geti nýst e-h í svipuðum aðstæðum.
Kveðja Sigríður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)