Markmiðinu náð

Hrefna Magndís að dansaYngsta barnið mitt hún Hrefna Magndís er 4.ára í dag. Hún er falleg, skemmtileg, einlæg og full af sköpunarkrafti.  Ég hef oft sagt við hana að það hafi verið gaman hjá Guði þegar hann skapaði hana, hann valdi allt það fallegasta og besta af lagernum hjá sér til að hún yrði til. Hún er mjög sátt við þessa skýringu á sköpun sinni.

Hún var spurð að því um daginn hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Hún var ekki lengi að svara: "4.ára". 

Hún er mikill veisluunandi, og elskar sérstaklega að mæta í afmælisveislur.

Hún gat varla beðið eftir sínu afmæli og skipaði okkur fyrir nokkrum dögum síðan að hafa afmælið hennar þá. Auðvitað gátum við ekkert gert, það er víst ekki í okkar höndum að færa daga til og frá. Það eina sem hægt var að gera var að benda henni á að Jesu vill að við lærum að bíða. Hún tók þá skýringu góða og gilda.

Í gær fór öll fjöldskyldan í bæinn til að kaupa afmælisgjafir. Mér þótti merkilegt að sonur minn 10 ára sem er með ADHD og hefur átt erfitt með að sjá í kringum sig, vildi ákveðinn koma með í bæinn með fjöldskylduni. Þarna sé ég ákveðin merki vaxtar hjá honum. Við áttum notalega stund saman við fjöldskyldan í dótabúðum hér í bæ, að skoða og ákveða gjafirnar. 

Svo var haldið heim á leið, með gjafirnar og frostpinna sem að dóttir mín ætlar að bjóða uppá í leikskólanum sínum.

Í gærkveldi tók svo annað við sem mér fannst frábært. Sonur minn sem ég minntist á hér áðan í færsluni datt í hug að búa til ratleik fyrir systur sína. Hann æltaði að fela gjöfina sem hann ætlaði að gefa henni, og láta hana leita að henni. Þarna er annað dæmi um hvað hann er að taka við sér í samskiptum. Hann vildi gleðja systur sína og koma henni á óvart. Ég verð að viðurkenna að þegar hann bað mig um að skrifa miðana fyrir sig þá varð ég pirruð í mínu egoi því að ég vildi hafa það náðugt í gærkvöldi. Allar þær fórnir sem ég var að færa hugsaði ég - hvenær fæ ég frið? Úff eigingirnin og sjálfsplægnin í manni stundum. Sjáið þið nú til. Ég hafði nýverið áttað mig á því að eitt af því sem ég þyrfti að hjálpa drengnum með í andlega lífi hans var einmitt að taka eftir og sýna öðrum umhyggju. Ég var búinn að vera að biðja Guð um að hjálpa okkur  með þetta og leiða þetta áfram og hvað geri ég? Reyni að standi í vegi fyrir lausnini.  

Hann Nonni minn hefur hugmyndaflug og gat komið textanum skemmtilega frá sér, og þurfti hann á meðan sköpunarkrafturinn var á fullu á öðrum að halda til að skrifa niður textann svo hann héldist óhindrað í flæðinu.

Þetta tókst vel hjá honum og þarna var hann að gefa af sjálfum sér.

Ég lét vekjaraklukkuna hringja kl 7 í morgunn. Við ætluðum öll fjöldskyldan að vakna og fara inn til Hrefnu Magndísar til að syngja fyrir hana afmælissönginn og afhenta henni gjafirnar. Hún varð fyrri til að vakna. Hún var svo glöð, dagurinn hennar var runninn upp. Það má geta þess til gamans að hún hafði einmitt sagt við pabba sinn fyrir svolitlu síðan " þegar ég á afmæli þá stjórnar ég".

Við sungum fyrir hana afmælissönginn og svo byrjaði ratleikurinn sem endaði inn í ísskáp. Þar fann hún bleikan pakka.  Svo bættust við fleiri pakkar, en í þeim voru barbídúkkkur í öllum stærðum og kubbar. Hún var mjög ánægð með gjafirnar og sem betur fer hafði hún tíma til að leika sér að dótinu sínu áður en í leikskólann er farið.

Hún gaf sér líka tíma til að biðja til Guðs að þetta yrði góður dagur.

Það er svo gaman að  fylgjast með þessari stelpu. Hún hefur góða sjálfsmynd, og líður vel í lífinu. Hún er mikill gleðigjafi á heimilinu. Ég vil óska henni til hamingju með daginn og vona að dagurinn verði eftirminnilegur fyrir hana. Þetta er jú dagurinn hennar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Halla Rut

Var að lesa heimasíðu þína. Frábært hjá þér. Ég ætla að fylgjast með þér og lesa meira. 

Bestu kveðjur og til hamingju með prinsessuna. 

Halla Rut , 21.9.2007 kl. 02:06

3 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir þetta.

kv Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 21.9.2007 kl. 08:45

4 Smámynd: Ásgerður

Til hamingju með prinsessuna,,, þú ert greinilega að gera góða hluti með börnunum þínum.

Hlakka til að hittast í dag,

Kv, Ásgerður

Ásgerður , 22.9.2007 kl. 09:26

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með stelpuna

Huld S. Ringsted, 22.9.2007 kl. 09:42

6 Smámynd: Ruth

Til hamingju með hana  

Ruth, 23.9.2007 kl. 11:11

7 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Takk fyrir þetta stelpur ;  )

Sigríður Jónsdóttir, 23.9.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband