Færsluflokkur: Bloggar
28.8.2007 | 11:36
Tilgangur lífsins
Þú ert tilgangur heimsins og því betur sem þú leyfir þér að koma í ljós þeim mun meiri ljóma varpar þú á jörðina.
Mig langar til gamans að geta þess að dóttir mín sem er að verða 4.ára sagði við starfsmann í leikskólanum sínum í gær: lífið er gott, og ég ætla að lifa því.
Hún er náttúrulega bara yndisleg þessi elska og veigrar sér ekki við því að breyða út kærleikann.
Í morgunn sagði hún við pabba sinn á leiðinni í leikskólann: pabbi, ég elska lífið.
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.8.2007 | 15:44
Að máta sig í starfið
Ég hef tekið þetta fyrir í starfi mínu með skjólstæðinga mína. Mikil áhersla er lögð á rekstraraðila fyrirtækja að ráða rétta mannin í starfið. En spyrjum við okkur hvort að þetta sé rétta starfið fyrir okkur? Hvaða möguleikar eru fyrir mig í starfinu og hvaða rými hef ég hér inni? Margar fleiri spurningar þurfum við að spyrja okkur sjálf þegar að því kemur að því að velja rétta starfið.
![]() |
Slæmur yfirmaður gerir starfið niðurdrepandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 23:44
Jafnvægi í lífi og starfi
Þegar ég byrjaði í starfi mínu sem life coach stóð ég frammi fyrir því að teikna upp dagsskipulagið mitt. Ég hafði allan daginn fyrir mér frá morgni til kvölds og hvernig ætlaði ég að ráðstafa honum? Það var freistandi og kitlaði hégómagirnd mína að hafa engann ramma á vinnu minni. Ég gældi við hugmyndina um að leyfa vinnunni að stjórna lífi mínu. Þannig gæti ég tryggt það að ég fengi örugglega skjólstæðinga til mín.
Sem betur fer hvíslaði lítil rödd því að mér að ég yrði að treysta því að þeir kæmu til mín, þeir myndu gera það þó ég setti mörk á það hvenær ég yrði búinn að vinna. Ég hugsaði til allra þeirra sem ég hef þurft að leita til í gegnum tíðina; tannlækna, lækna og fl sem hafa sett upp þá tíma sem eru í boði hjá þeim. Ég hef þurft að beygja mig undir þá tíma sem þeir eru að vinna ekki öfugt. Svo ég ákvað að yfirstíga óttan um að ég hefði ekkert að gera. Og vitir menn. Þeir sem þurfa virkilega á mér að halda koma á þeim tímum sem að ég er að vinna. Svona virkar það.
Ég er mjög metnaðarfull og hef trú fyrir því að ég mun afreka mikið í mínu starfi. Ég er afslöppuð og róleg og finn að ég færist áfram uppá við og vanda hvert skref. Þetta er ótrúleg tilfinning, og líður mér þannig að líf mitt hvíli í hendi míns æðri máttar. Ég held nefnilega að ef að maður er að flýta sér þá er hætta á því að maður sé farinn að stjórna lífi sínu í átt að frama í eigin mætti. Það getur ekki skilað manni auðæfum. Auðæfi.......... hélstu fyrst að ég væri að tala um fjárhagsleg auðæfi? Ég spyr á móti hvað er gott að eiga mikið af peningum ef að allt umhverfið í kring um þig er sviðið af látunum í þér.
Ég vil ekki vera trúboði á kostnað fjölskyldunar. En þú?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2007 | 21:54
Námskeið - AÐ NÁ ÞVÍ BESTA FRAM MEÐ ADHD
ADHD getur verið þér fyrirstaða ef þú veist ekki hvernig þú virkar!
Námskeiðið byggist á hópavinnu og er hámark fimm manns í hóp. Við munum fræðast um hvað hefur áhrif á ADHD einkennin okkar, lærum hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum skref í þessa átt á námskeiðinu. Námskeiðið fer af stað 4.sept og stendur til 2.okt nk. Um er að ræða 5 skipti, auk 1 skipti einkaviðtal.
Árangur næst með því að vinna með sjálfan sig milli funda með opnum huga og vera tilbúin(n) til að deila reynslu sinni.
"Námskeiðið hefur hjálpað mér að átta mig á svo mörgu varðandi sjálfa mig, og hvaðvirkar fyrir mig. Einnig létt mér lífið á margan hátt. Ég hef fengið tæki til að vinna með. Ég er í lagi og hef eitthvað í dag til að stefna að.
Hvenær:
sept:· Þriðjudaginn 04. sept klukkan 17:00-18:30
· Þriðjudaginn 11. sept klukkan 17:00-18:30
· Þriðjudaginn 18. sept klukkan 17:00-18:30
· Þriðjudaginn 25. sept klukkan 17:00-18:30
okt:
· Þriðjudaginn 02. okt klukkan 17:00-18:30
Einkaviðtalið fer fram eftir samkomulagi eigi síðar en mánuði eftir að námskeiði er lokið.
Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12-14.
Sigríður Jónsdóttir ADHD Coach
Sjá internet.is/sirrycoach
21.000 krónur.
Greiðsla fyrir námskeiðið þarf að berast fyrir fimmtudaginn 30.ágúst nk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2007 | 16:44
Kóngur eða drottning - rétt eða rangt?
Ég hef velt þessu nýlega fyrir mér hversu gott það er að vera konungsborinn. Hvað er réttlátt við það að fæðast í konungsfjöldskyldu og eiga yfir höfði sér að verða drottning eða kóngur? Hvað ef þig langar til að verða sölumaður eða götusópari?
Er bara að velta þessu upp. Gaman væri að fá ykkar viðhorf.
![]() |
Blað segir að Noregsprinsessa eigi að segja af sér prinsessutitli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 00:10
Þetta er ekki nýtt fyrir mér
Hér má lesa um tengsl ADHD og fíknar:
Greinar eftir Wendy Richardson
http://www.addandaddiction.com/articles.htm
![]() |
Boðefni í heilanum gegnir lykilhlutverki í athyglisbresti með ofvirkni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.8.2007 | 23:50
Guð gaf mér styrkleika - það er á mína ábyrgð að nota þá
Einstaklingur sem er ekki í tengslum við styrkleika sína upplifir mikla þurrð í lífinu. Er sífelt að taka að sér verkefni sem að henta honum engann veginn og hvað gerist? Hann er að fresta hlutunum, leiðist og sjálfsmyndin er ekki upp á marga fiska. Það er eins og að enginn ljósglæta komist að í lífi okkar ef við pössum okkur ekki á því að velja okkur fag að starfa við sem að hentar okkur lífinu.
Það sem gerist þá er að við eigum auðvelt með að einbeita okkur, við höfum ánægju og gaman að því sem við erum að gera, hugmyndirnar fara að streyma og við finnum ástríðu ( neista). Styrkleikar okkar eru mikilvæg gjöf sem við verðum að gangast við og virkja þannig að það neisti frá okkur. Þá erum við farin að vera mikilvægir þegnar í samfélaginu okkar, finnum gildi vinnu okkar og verðum hamingjusöm í lífinu. Litlu hlutirnir sem við erum að vandræðast yfir verða litlir og ekki eins mikið í fólkus ef við finnum tilgang okkar í lífinu og ástríðu.
Nýlega horfði ég á þátt á Skjá 1 - Entertainment Tonight. Þar var sagt frá Geðlækni sem að hafði náð gríðarlega góðum árangri í vinnu sinni með Anorexiu sjúklinga en erfitt er að vinna með sjúkdóminn. Hann hefur náð þeim góða árangri með því að hjálpa þeim að finna ástríðu sína í lífinu. Stórkostlegt, hugsið ykkur að það þarf aðeins að finna tilgang sinn í lífinu í tengslum við styrkleika og ástríðu. Þetta virðist mjög einfalt en er það alls ekki.
Afhverju er þetta ekki eins auðvelt eins og það lítur út fyrir að vera? Við erum eflaust að glíma við hindranir sem að stoppa okkur af í lífinu. Setjum fókusinn á vinnu sem gefur af sér góð laun, starfstitil sem gefur okkur möguleika á að vaxa í virðingu, veljum vinnu eftir því hvað öðrum fannst rétt að við gerðum ( væntingar annarra), hvað mamma vildi, hvað pabbi vildi og svo frv.
Starfstitill til að vinna sér inn virðingu eða velgengini, peningar til að veita okkur þau lífsgæði sem við þörfnumst er ekki góð hugmynd. Útkoman er rembingur, hroki, vanmáttur og mjög líklega óhamingja.
Bíddu hugsa eflaust sumir. Ætlar þú bara að trúa á Guð og lukkuna? Já segi ég bara. Ég vil trúa því að ef ég hætti að fókusa á það sem ég get ekki gert og fer að rækta hæfileika mína, og vel mér starf eftir því er mjög líklegt að ég mun hljóta blessanir. Þær eru í formi gleði, hamingju, nægjusemi og nýtt gildismat fer að líta dagsins ljós.
Í viðtali mínu við Jón Gnarr í síðasta fréttabréfi ADHD samtakana kom svo klárlega í ljós að flestir voru ekki að sjá hvað Jón hafði fram að færa. Horft var á þá "staðreynd að hann féll ekki í formið". ( Guði sé lof fyrir það). Haft var á orði við hann að það yrði aldrei neitt úr honum út af öllum fíflaganginum og kjaftavaðlinum í honum. En Jón benti á það í viðtalinu að það hefði verið kolrangt. Það rættist úr honum út af þessu tvennu. Kjaftavaðli og fíflagangi. Hann sagði líka í viðtalinu að annaðhvort hefði hann haft rangt fyrir sér eða skólinn, og þar sem að hann væri manneskja þá hefði skólinn haft rangt fyrir sér. Ég hef fengið mikla blessun að fá að taka viðtal við hann og kynnast hans lífsgildum. Jón Gnarr er manneskja sem hefur náð að mastera sitt líf á stórkostlegan hátt, og er öðrum geislandi ofvirkum snillingum til fyrirmyndar. Haltu áfram að gera góða hluti Jón Gnarr.
Ég hitti mann í dag sem að líklega að hans mati hefur verið með ADHD einkenni þegar hann var lítill. Mikill fjörkálfur og hress. Mamma hans náði að vinna mikið með hann bara með því að gefa honum rými til að virkja sjálfan sig í tónlistinni. Hann er líka í dag stórkostlegur tónlistarmaður með miklar náðargjafir. Það eina sem þurfti voru góðir foreldrar sem kunna að hlusta og virkja barnið sitt.
Snúum okkur að okkar þætti, þar eða að segja foreldrum, yfirmönnum, vinum, mökum og þeirra sem vinna með fólki. Við getum skipt sköpum í lífi fólks í kringum okkur ef við getum bent þeim á styrkleika þeirra og hjálpað þeim að virkja þá. Hættum að stuðla að meðalmennsku með því að láta fólk hafa jafnvægi á öllum sviðum. Fyrirtæki eru að eyða gríðarlegum fjármunum í að mennta starfsfólk sitt á þeim stöðum sem þeir eru slakir. Sendið þá frekar á námskeið þar sem að starfsfólk ykkar fær að virkja styrkleika sína. Ég er viss um að það sé lögmál í gangi hér í heimi þar sem að hægt er að leita jafnvægis með því að leita annað. Ég nota oft dæmi úr mínu eigin lífi. Ég fyrir mitt litla líf þoli ekki og á erfitt með að pressa buxur. Mamma mín er reyndar góð í því. Ég er góð aftur á móti í því að lita og plokka augabrúnir ( er ekki að óska eftir pöntunum þó síður sé) svo við höfum samið um verkaskiptingu. Hún pressar, ég lita og plokka.
Ég vona að þessi pistill í dag veki ykkur til umhugsunar um það hvað við erum einstök sköpun og hvað við þurfum að læra að virða, virkja og nota sköpunargáfur okkar, ekki vera að fókusa á a laga.
kv Sigríður, life coach
Bloggar | Breytt 8.8.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 00:42
Hvers þarfnast þú?
Ég var að byrja að lesa bókina The DaVinci-Method og rakst fljótlega á flottan texta sem að á svo vel við það sem ég er að gera í minni vinnu með fólki:
"Ekki spyrja hvers veröldin þarfnast.
Spurðu heldur hvað það er sem kveikir í þér, og haltu í það.
Því að það sem veröldin þarfnast er fólk sem hefur neista. "
Vildi deila þessu með ykkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 16:18
Hvað er að vera Normal?
Ég fór á fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í gær. Ungur maður með Asperger talaði um sína reynslu af því að brjóta sig út úr einhverfurofinu og brúa bilið á milli tilbúins hugarheims og hins raunverulega heims. Magnaður fyrirlestur. Í lok var hann spurður að því hvað það þýðir að vera Normal. Hann hugsaði sig um og svaraði síðan " Það að vera Normal er að viðurkenna hversu einstakur þú ert. Það er óeðlilegt að vera eins og aðrir".
Þetta eru orð að sönnu. Ekkert okkar er eins og við getum aldrey orðið það. Ég er svo sammál honum í þessari útskýringu.
Guð skapaði okkur á svo stórkostlegan hátt. Skaparinn dregur ekkert undan. Við erum fær um að skynja og vinna úr hlutunum með fleiri leiðum en bara orðum. Hann gaf okkur snertiskynið, lyktarskyn, heyrn og sjón. Við verðum að gera ráð fyrir og virkja þessi skynfæri. Ef við notum þau öll opnum við fyrir sköpunargáfuna og verðum eins og geislandi ofvirkir snillingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2007 | 13:49
Hvað er ADHD Coaching?
Hvað er ADHD Coaching?
Samvinna
ADHD coaching er samvinna milli coach og skjólstæðings sem ætluð er til að hjálpa honum til að lifa áhrifaríkara og fyllra lífi með því að dýpka skilning þeirra, bæta frammistöðu og auka þannig lífsgæði og lífshamingju hans.
Frammistaða
Einstaklingar með ADHD þurfa að horfast í augu við atriði tengd ADHD sem geta haft áhrif á frammistöðu þeirra í lífinu. Meðal þeirra er ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur. Algengt að einstaklingar með ADHD þurfi hjálp við að trúa á sjálfa sig, oftar en ekki trúa þeir því að þeir geti ekki náð markmiðum sínum því þeir eru með ADHD.
Hvað gerir ADHD coach?
ADHD coach hjálpar skjólstæðingum sínum að skilja hvað ADHD er og hvernig það hefur áhrif á frammistöðu þeirra í lífinu. Auk þess hjálpar ADHD coach skjólstæðingi sínum að skipuleggja sig, að setja sér markmið til að hann geti eignast fyllra og hamingjuríkara líf og hvetur hann áfram. Coaching hjálpar skjólstæðingum með ADHD að vinna að markmiðum sínum, hrinda úr vegi fyrirstöðum í lífinu, vinna á algengum ADHD vanda eins og tímastjórnun, skipulagsleysi, lélegri sjálfsmynd, öðlast skýrari hugsun til að starfa á áhrifaríkari hátt. ADHD coach hefur fulla trú á skjólstæðingum sínum, þeir eru færir um að finna svörin sjálfir og hefur hann ávallt í huga að hver og einn einstaklingur hefur sína einstöku hæfileika.
ADHD coaching hjálpar skjólstæðingum:
Að skilja að erfiðleikar hans eru vegna ADHD en ekki vegna þess að hann er gallaður.
Að skoða vandlega þá þætti sem skjólstæðingurinn þarf að taka á.
Að styrkja sjálfsvitund sína og færni til sjálfsskoðunar til að bæta ákvarðanatöku og frammistöðu.
Að breyta viðhofum þegar hann kemst ekki áfram ( þ.e.a.s lærir að vinna með frestunaráráttu, fullkomnunaráráttu, halda sér við verkefni og að verða samkvæmur sjálfum sér).
Að verða meðvitaðri um hvaða aðferðir hann þarf að nota til að læra og vinna og hvaða leiðir hann kýs að fara í þeim efnum til að bæta frammistöðu á því sviði.
Að standa með sjálfum sér og tjá sig um þarfir sínar, og setja mörk.
Þegar þú byrjar í Coaching verður þú að vera skuldbundin þeim tímum sem að við höfum samið um að hittast á . Vertu alveg v iss um að þú getir staðið undir þeim kröfum sem að coaching gerir til þín áður en þú byrjar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)