Jafnvægi í lífi og starfi

Þegar ég byrjaði í starfi mínu sem life coach stóð ég frammi fyrir því að teikna upp dagsskipulagið mitt. Ég hafði allan daginn fyrir mér frá morgni til kvölds og hvernig ætlaði ég að ráðstafa honum? Það var freistandi og kitlaði hégómagirnd mína að hafa engann ramma á vinnu minni. Ég gældi við hugmyndina um að leyfa vinnunni að stjórna lífi mínu. Þannig gæti ég tryggt það að ég fengi örugglega skjólstæðinga til mín. 

Sem betur fer hvíslaði lítil rödd því að mér að ég yrði að treysta því að þeir kæmu til mín, þeir myndu gera það þó ég setti mörk á það hvenær ég yrði búinn að vinna. Ég hugsaði til allra þeirra sem ég hef þurft að leita til í gegnum tíðina; tannlækna,  lækna og fl sem hafa sett upp þá tíma sem eru í boði hjá þeim. Ég hef þurft að beygja mig undir þá tíma sem þeir eru að vinna ekki öfugt. Svo ég ákvað að yfirstíga óttan um að ég hefði ekkert að gera. Og vitir menn. Þeir sem þurfa virkilega á mér að halda koma á þeim tímum sem að ég er að vinna. Svona virkar það.

Ég er mjög metnaðarfull og hef trú fyrir því að ég mun afreka mikið í mínu starfi. Ég er afslöppuð og róleg og finn að ég færist áfram uppá við og vanda hvert skref. Þetta er ótrúleg tilfinning, og líður mér þannig að líf mitt hvíli í hendi míns æðri máttar. Ég held nefnilega að ef að maður er að flýta sér þá er hætta á því að maður sé farinn að stjórna lífi sínu í átt að frama í eigin mætti. Það getur ekki skilað manni auðæfum. Auðæfi.......... hélstu fyrst að ég væri að tala um fjárhagsleg auðæfi? Ég spyr á móti hvað er gott að eiga mikið af peningum ef að allt umhverfið í kring um þig er sviðið af látunum í þér. 

Ég vil ekki vera trúboði á kostnað fjölskyldunar.  En þú?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er góð lífssýn hjá þér Sigríður mín.  Og já auðævin búa í hverjum og einum og hans vali á því að nýta sér þau. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 01:36

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við erum greinilega á svipuðu róli...ég er að byggja upp mína vinnu með mínum skjólstæðingum og koma á jafnvægi í lífi starfi og fjölskydulífi. Þetta er spennandi og gott.....það er alltof mikill hraði alls staðar og flest látið sitja á hakanum til að afla tekna. Eins og þú segir..hver er hin raunverulega auðlegð???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband