Kafli 2 - Saga stjórnleysinga - uppgjöf

Ég man eftir mér þegar ég byrjaði 16 ára að vinna í eldhúsinu á Pissa Hut. Ég var svo kvíðinn yfir því að klikka á því að geta ekki búið pissurnar til rétt því að ég þurfti að lesa á töflu sem að pöntunarblöðin voru gerð úr og man ég að fyrir fyrsta vinnudaginn minn fékk ég að taka með mér pöntunarblað heim til að skoða það. E-h veginn náði ég að klóra mig í gegnum það.  

Ég náði að selja sólbaðsstofu eiganda þá hugmynd að ráða mig í starf hjá henni því að ég væri rosa klár. Skipulögð og dugnaðarforkur sem var svo sem rétt en ég var ekki sanngjörn við sjálfa mig. Þegar sólbaðsstofueigandinn bað mig um að vinna ein fyrstu vaktina minnir mig þá maldaði ég fyrst í móinn en lét svo undan því hún mynnti mig á að ég hefði sagt henni að ég væri fljót að læra. Þarna var ég búinn að oflofa mér. Aftur kom upp erfiðleikar við að fara eftir tímatöflu, stjórna því hver færi inn hvenær og hver væri næstur og hvað þá að þurfa að þrifa bekkina á milli. Ég hreinlega vildi ekki viðurkenna að þetta væri mér erfitt og ég fór í mikla skömm. Ég man eftir fyrstu vaktina þá var ég að ganga frá og ég heyrið lagið I am only Human spilað. Ég huggaði mig við það lag.

19 ára gömul gekk ég með dóttur mína sem er 14 ára í dag. Stefnulaust líf mitt og tilgangstlaust hafði komist að þessum tímapunkti. Ég fór á samkomur í Veginum og tók við Guði. Hann fylgdi mér en ég var takmarkað að geta fylgt honum. Ég hafði fitnað rosalega um meðgönguna og þurfti að ná af mér töluvert af kílóum. Þá fór ég á fyrsta 12 sporafundinn fyrir ofætur. ‘Eg fór einnig á námskeiði hjá Sollu í grænum kosti þar sem að hún hafði í útvarpi veri að tala um mataræði fyrir fólk með sveppaóþol. Einkennin sem hún lýsti áttu við mig. Ég lærði spennandi matargerð og góða en var ekki heilshugar í því né prógramminu sem var í 12 sporasamtökunum.  

Ég treysti á fólk en ekki sjálfa mig og fann að ég var ekki þess megnug að standa undir mér eða ábyrgð yfir höfuð. Ég var hvött til  að sækja um verkamannabústað fyrir mig og dóttir mína. Ég hafði mig aldrei út í það – jú nema að ná í umsóknarblöðin. Þetta hefur verið munstrið mitt í gegnum tíðina. Klára ekki. Ég átti í erfiðleikum með verkefni sem að skiptust í fleiri þætti en bara einn. Ég hafði ekki úthald í þá. 

Þegar ég var 24 ára ( fyrir 10 árum síðan ) stóð líf mitt á tímamótum  en var ég að ganga í gegnum mikla sálarangist á þeim tíma, ófrísk að mínu 2 barni í sambandi sem gekk ekki upp. Ég náði mér á strik upp úr angistini með góðra manna hjálp en mikilvægasti hlekkurinn var Guð.  Ég komst í snertingu við hann og fékk að upplifa að hann er lifandi Guð og læknandi. En það dugði stutt því miður. Ég fann að ég hafði ranghugmyndir um Guð og var skíthrædd við hann. Ég gat ílla tekið við því sem Guð vildi tala til mín hvað þá tileinkað mér það svo mikið.  

Ég fór til sálfræðings á þessum tíma. Hún var fljót að spotta út hjá mér hvað ég var háð áliti annara og hvað ég var háð móður minni. Ég hafði veikan sjálfsstæðan vilja og þegar sálfræðingurinn kom inn á þessa hluti varð ég hrædd og hörfaði. Það gat ekkert komið á milli mín og mömmu.   

Mamma reyndar fékk nóg af mér þar sem ég bjó hjá henni. Hún hafði gengist í ábyrgð fyrir mig og barnsföður minn og vorum við að renna á rassinn með skuldina. Hann var í draumóravinnu sem að skilaði engum tekjum. Sá ég þarna að okkar leiðir yrðu að skilja því að ég átti ansi langt í land með sjáfa mig og gat ég ekki burðast með hann í mínu lífi. Ég hafði nóg með sjáfa mig. 

Ég reyndi að hanga inni á samkomum en ég náði ekki Guði í sátt. Það var fjarlægð á milli mín og hans. Mér var bennt á það af  góðum vinum að ég þyrfti að taka Guð í sátt og vinna 12 sporin svo ég gæti nálgast hann. Ég ákvað að taka viðkomandi trúarlegan og hóf 12 sporagöngu mína.

Ég verð tilbúin með framhaldið á morgunn. kv Sigríður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Vá,,búin að lesa báða kaflana. Þú ert órtúlega kjörkuð að birta þetta hér. Eins og ég hef sagt þér áður, þá er eins og þú talir fyrir mig,,,svo ótrúlega svipuð saga, en þó ekki eins :)

Kannski ég fari að setja mína sögu niður, þó ekki væri nema fyrir sjálfa mig. Það verður kannski auðveldara að átta sig á ýmsu, ef maður skrifar allt niður.

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjst með þér

Ásgerður , 29.10.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Helga Dóra

Vá, finnst ég vera að lesa um mig þótt að það séu ekki sömu smáatriði. Ég er hrædd að taka á mínu athyglisbresti. Veit ekki hvernig ég er án hans. Hrædd að vera sama skrúuppið og geta ekki sett brestinn fyrir mér sem afsökun  

Helga Dóra, 29.10.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Glæsilegt hjá þér að horfast í augu við vanmátinn þinn og að fara í 12 spora vinnuna, vona að þú hafir góðan sponsor. Guð er ekki bara góður hann er bestur. Flott hjá þér.

Aðalbjörn Leifsson, 29.10.2007 kl. 18:52

4 identicon

Takk fyrir þetta. Það er eins og þú sért að skrifa part úr minni sögu.Ég þekki þessa líðan svooooooo vel. Bíð spennt eftir framhaldi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 20:13

5 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

takk fyrir þetta.

Það er ástæða fyrir því að ég set þessa sögu hér inn. Maður verður að hvíla á öruggu bjargi þegar maður er að taka á hlutunum. Bjargið fyrir mér eru tólf sporin.

kv sj 

Sigríður Jónsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband