Ger og hveitilausir pizzubotnar

Ég hef lengi haft gaman að því að baka úr geri - bæði pizzur, brauð, bollur og ýmist annað. Eftir að ég fór að breyta mataræði mínu og sonar míns hér á heimilinu þá hef ég þurft að leita nýrra miða. Ég elska að vafra á heimasíðuni Heilsubankanum: http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=1092 og skoða allt milli himins og jarðar. Heilsubankinn er heimasíða sem fjallar um allt sem viðkemur heilsuni. Ég fann þar uppskrift sem að Solla í grænum kosti hefur sett saman. Uppskrift sem að vel kemur í staðinn fyrir minn fræga pizzubakstur ;  ). Ég varð undrandi eftir fyrstu tilraun og ótrúlega ánægð. Þessar pizzur borðast vel af fjöldskyldu minni.

Hér er uppskrifitin:

Fljótlegir pítsubotnar úr spelti PrentaRafpóstur

350 g spelt*, t.d. fínt og gróft til helminga
1-1 ½ msk vínsteinslyftiduft*
smá himalaya eða sjávarsalt
2-3 msk kaldpressuð olía, t.d. kókos* eða ólífu
180 - 200ml dl heitt vatn

Blandið þurrefnunum saman í skál, ég set þetta gjarnan í matvinnsluvél með hnoðara.  Bætið olíunni útí og endið á að setja vatnið rólega útí á meðan vélin er í gangi.  Þegar deigið myndar kúlu í vélinni er það tilbúið.  Stráið smá spelti á borð og fletjið deigið frekar þunnt út. Ég nota hringlóttan disk sem er um 23 cm í þvermál og skelli honum ofaná deigið til að skera út eftir og fá hringlaga botn.  Setjið bökunarpappír á ofnplötu, leggið botninn þar ofaná og forbakið við 200°c í 3-4 mín.  Látið rakt stykki oná botnana svo þeir haldist mjúkir.  Þessi uppskrift gefur af sér 3 botna.

það er ótrúlega sniðugt að baka nokkra pítsabotna í einu.  Það munar frekar litlu tímalega séð á að baka 2 botna eða 4 þegar maður á annað borð er byrjaður að baka. Og síðan frysta þá sem maður er ekki að nota.  Það er mjög þægilegt að eiga frysta pítsubotna þegar kemur að erilsömu kvöldi.....

*fæst lífrænt frá Himneskri Hollustu

----

Mér finnst frábært að kaupa kjúklingaskinkubréf ( það er hollara en svínaskinkan) og setja ofaná pizzurnar, lífræna pizzusóusu og mosarella ost ( sem að Heiða Sturludóttir hollustugúru mælir líka með) og ferskan ananas í bitum. Krakkarnir elska þetta. Nú ætla ég að drífa mig í að elda pizzu handa þeim í kvöld - og úr restini af tvöföldu uppskriftini ætla ég að gera kanilsnúða en kanilblönduna blanda ég með Xylitoli og kanil. Verði ykkur að góðu.

kv Sirry

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Þetta hljómar mjög vel, mmmmmmmmmm. 

Aðalbjörn Leifsson, 20.1.2008 kl. 18:27

2 identicon

Ummmm takk.Ég setti inn góða rúgbrauðsuppskrift á mína síðu um daginn.Endilega prófa.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband