Nærvera Jesú og þakklæti

Gleðileg jól kæru bloggvinir og farsælt komandi ár.

Ég er svo blessuð í dag, eftir yndislega stund með fjöldskylduni minni í gær og í dag.

Sleppa tökunum og leyfa Guði hefur ekki reynst mér erfitt þessi jól. Guð bara sér um þetta og ég þarf ekki að vera við stjórnvölin. Ef ég sleppi tökunum þá er rými fyrir Guð að starfa og leysa málin á þann hátt sem hann vill. Og hans leið bregst aldrei.

Aðeins Guð getur leyst rembihnúta, og aðeins hann gefur gleði, hamingju og þakklæti.

Eiginmaður minn nefndi við mig fyrir nokkru að hann vildi fara á aðfangadag í Lindarkirkju til að taka myndir. Hann er ljósmyndari af Guðsnáð og fékk þá hugmynd að taka myndir  sem síðar gætu nýst honum í verkefni sem hann er að vinna að - sem ég ætla ekki að uppljóstra að þessu sinni.  Þegar hann nefndi þetta við mig brást ég ílla við og lokaði dyrunum á þessa hugmynd. Ég var reyndar að standa með sjálfri mér því að ég hef lent í því að standa á öskrinu á aðfangadag fyrir nokkrum árum síðan - allir fjöldskyldumeðlimir horfðu á mig og biðu eftir því að jólin byrjuði - en áttuðu sig ekki á því að lyfta litla fingri til að ná árangrinum. Það endaði með því að ég snappaði.  Margt hefur þróast til betri vegar síðan þá. En ég gat ekki séð hvernig þetta ætti að reddast á aðfangadag kl 4 að bóndinn færi í kirkju og ég væri líklegast á hvolfi heima að redda jólunum. Ég þurfti að fara á fund í hádeginu - tek það fram að það var ekki tengt vinnuni. Ég þurfti líka að fara að versla smá. Ég benti bóndanum á að það ylli allt á því hvernig okkur myndi ganga að hafa heimilið fínt hvort að hann kæmist í kirkjuna. Þegar ég kom heim var bóndinn búinn að laga svo fínt til - að jólin voru tilbúinn. Ég var til í að taka þungann af matseldini svo að allt fór vel og bóndinn fór í kirkjuna að taka myndir.

Einn dagur í einu - og leyfa Guði að leysa hnútana - það er dásamlegt. Ferlegt að vita að ég get verið fyrirstaðan að Guð nái að starfa í lífi okkar. Ég verð líka að ljóstra því upp að ég er ferlega stjórnsöm. Ég verð að vera á varðbergi - því að samskipti mín við fjöldskylduna mína hljóta skaða ef ég ekki hleypi Guði að. Og hann er Góður.

Guð leysi líka vanda hjá fólki sem ég þekki, en hann var stór. Sem betur fer eru þau kristinn og elska Jesú og því sá hann um að leysa þann hnút. Á stórkostlegann hátt.

Börnin mín voru svo þakklát nú um jólin og áttum við yndislega stund í gær. Það gefur mér svo mikla gleði að sjá þau glöð. Ég ætla að pósta mynd af fjöldslylduni fyrir framan jólatréð - sem bóndinn tók í gær síðar í dag. 

Gleðileg jól og Guð gefi ykkur gleði, náungakærleik og frið um jólinn.

kv Sirrý 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðileg jól til þín og þinna, hafðu það sem allra best um áramótin.

Huld S. Ringsted, 27.12.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég verð líka að viðurkenna mína stjórnsemi , ég hef hinsvegar ekki leitað til Guðs um hjálp við að stjórna stjórnseminni, hef ég þó leitað til hans með margt annað, þetta er eitthvað sem að ég verð að prufa.

Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla.

Sporðdrekinn, 27.12.2007 kl. 19:58

3 identicon

Gleðilega Hátíð handa þér og þinni fjölskyldu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 06:39

4 Smámynd: Ruth

Gleðilegt nýtt ár og gott að lesa þetta já Guð leysir hnútana og þegar allir hjálpast að uppfyllum við lögmál Krists

Guð blessi þig  

Ruth, 3.1.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband