22.5.2008 | 13:02
American Idol - útgeislun
Ég er að jafna mig eftir veikindi í dag - og dóttir mín 4.ára er kominn með hita og líklegast eyrnabólgu svo að svefninn hefur ekki verið upp á marga fiska.
Mig langar til að deila með ykkur svolitlu áhrifaríkri upplifun sem ég átti í gær. Ég var að horfa á úrslitin í nótt "American Idol". Tveir frambærilegir ungir menn sem kepptu um titilinn. Ég hafði áður séð e-h þætti og spottaði strax einn sem keppanda sem var sífelt brosandi og með mjög fallega söngrödd. Hann heitir David Archuleta. Ég hugsaði með mér að hann gæti alveg átt möguleika í úrslitin. Sem kom á daginn - ég ég var ekki undrandi að sjá hann þarna.
Ég hafði lítið tekið eftir hinum keppandanum í keppnini sjálfri. Í byrjun þáttarins þá hélt ég með þessum brosandi því hann virtist vera svo góð sál. En þegar leið á þáttin þá breytti hjarta mitt um skoðun. Hinn keppandinn David Cook var með mun betri söngrödd, en hann var líka að huga að öðrum í í keppnini. Mér fannst það mjög fráhrindandi að David Archuleta var upptekinn af sjálfum sér og tilfinningalegum viðbrögðum sínum þegar fólk var að klappa fyrir honum og hann hafði síður fyrir því að horfa í kringum sig og gefa af sér. Mér finnst þetta magnað að sjá þetta og að skilja líka að útgeyslun skiptir svo miklu máli.
Athugasemdir
Góðan bata
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.