8.4.2008 | 14:57
Hver er áætlun Guðs með líf okkar?
Ég sit hér við tölvuna og er að bíða eftir því að klukkan verði 3. Ég er að fara að eiga coaching samtal við Faith sem er markþjálfinn minn og kennari í christian coaching. Hún er yndisleg lifandi trúuð kona sem leggur trú sína á Jesú Krist.
Í samtali okkar í dag ætlum við að kortleggja betur hvaða áætlun Guð hefur með líf mitt. Ég er þó með nokkuð góða mynd af því en þarf að ná alveg heildarmyndinni. Það er mikilvægt að vita áætlun Guðs með líf okkar ef við viljum fylgja honum. Áætlun Guðs gefur okkur tilgang, stefnu og markmið.
Ég ætla næst að blogga um hver einkenni þeirra eru sem ekki hafa áætlun Guðs í sínu lífi og hver veit nema að ég gefi ykkur raunveruleg dæmi.
Ég hef sjálf í mínu starfi verið að hjálpa fólki að taka stefnuna í lífinu og hlusta eftir þeirri áætlun í þeirra lífi. Það er stórkostlegt að sjá hvað margt breytist í lífi fólks ef það fer að hlusta á það og taka við því sem Guð æltar þeim.
Hlakka til að deila með ykkur fleiri atriðum um þetta efni.
kv Sirrý
Athugasemdir
spennandi
Sigríður Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 21:32
Gaman væri að sjá dæmi,,,ég er mjög forvitin. Frábært að fylgjast með þér, knús á þig
Ásgerður , 8.4.2008 kl. 22:00
Takk fyrir innlitið Sigríður og Ásgerður.
Ég ætla að blogga um þetta á morgunn. Góða nótt og Guð geymi ykkur.
kv sj
Sigríður Jónsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:03
Frábært Ég hlakka til að fylgjast með ,Guð blessi þig
Ruth, 10.4.2008 kl. 00:20
Innlitskvitt!!
Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:04
Jæja Sigríður, núna komstu heldur betur við taug hjá mér og ég er organdi
Það er kominn tími til að kristnir hætti allri naflaskoðun og noti þær talentur sem Guð gaf þeim til að boða Orðið og þá meina ég boða Jesú Krist hreinan og ómengaðan einsog nýja-testamentið segir frá. Hver og einn þarf að taka sína stöðu og ganga fram í trú og ekkert slór! Guð blessar alla boðun sem honum er þóknanleg ríkulega, víst verða árásir og þær ekki minnstar frá svokölluðum trúsystkinum og gefið mál er að fólk bregst á raunstundu en sigurinn er öruggur ef við höldum okkur við sannleikann. Verum ekki að þvæla Ísrael og allskonar talnaspeki inní boðunina. Fagnaðarerindið er einfalt og öllum opið við höfum mörg tækifæri og eigum að nota þau. Þið munið dæmisöguna um talenturnar þar sem sá sem fékk eina talentu fór og gróf hana í jörðu, slíkt gengur bara allsekki og hananú!
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.4.2008 kl. 22:22
Sorry ég missti mig aðeins en Guð blessi þig ríkulega
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.4.2008 kl. 22:26
Svo ég bæti við þá hef ég ekki hugmynd um áætlun Guðs í mínu lífi, ég treysti honum einfaldlega fyrir hverjum degi og reyni af öllum mætti að boða Jesú.
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.4.2008 kl. 22:28
Sæl Guðrún og takk fyrir innlitið.
Ég ætla á næstu dögum að blogga um þetta. Ég veit ekki með þig, en það skiptir mig máli að vita nákvæma stefnu svo að ég fari ekki í hringi.
Ég nota ekki talnaspeki, og horfi ekki fram hjá fagnaðarerindinu. Ég er lifandi trúuð. Ég hef í allt of mörg ár reynt að ákveða stefnuna sjálf í lífi mínu og hefur það ekki farnast vel í lífi mínu. Brotin sjálfsmynd, ótti um stöðu mína og svo frv.
Ég vil hvetja þig til að taka því sem þér geðjast að en láta hitt liggja á milli hluta.
Guð blessi þig og varðveiti og gangi þér vel.
kv Sigríður
Sigríður Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 23:49
æji hvað ég var klaufaleg fyrirgefðu, ég var alls ekki að meina þig, þegar að ég talaði um talnaspekina og slíkt. Kæra Sirrý farnist þér vel í Jesú nafni.
Guðrún Sæmundsdóttir, 15.4.2008 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.