Aðrar leiðir en lyf

Foreldrar þurfa að vita hvaða mörk þau geta sett skólanum og hvers er hægt að ætlast af skólaferfinu.

Einstaklingsmiðuð vinna eins og ADHD coaching hefur gefið mjög góða raun, en þar lærir einstaklingurinn á sjálfan sig og lærir að ná því besta fram með athyglina og ofvirknina. Starfsval, sjálfsmynd og fl kemur þar sterkt inn.

Mataræði - rétt mataræði skiptir mjög miklu máli, bætiefni og umhverfisáhrif.

Agi, tilfinningagreind foreldris og skiptir mjög miklu máli að foreldrar séu trúir sjálfum sér og stabilir. Ef þeir eru með einkenni þá verða þeir að vinna með sjálfa sig.

Ef einstaklingur er með fíkn vanda þá verður að taka á því, meðvirkni einnig.

kv Sj 


mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Nákvæmlega,,það virðast fleiri vera að sjá þetta núna,,mjög ánægjulegt.

Ásgerður , 13.11.2007 kl. 09:58

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Góðir punktar. Það er ekki ein lausn.

Ég veit t.d. að sykurneysla hjá mörgum veldur alvarlegum athyglisbrest...þegar ég hætta að mestu leiti að borða sykur fyrir 11 árum varð ég allt annar.

Svo sá ég grein í Fréttablaðinu fyrir nokkru um nokkur E-efni sem eru í matvælum og sælgæti sem valda óróleika í öllum og ofvirkni í börnum. Þetta voru um sex efni, m.a. rotvarnarefnið E-211 sem er meira að segja í sumu sódavatni. 

Breytt mataræði hefur ótrúleg áhrif...fólk ætti að reyna það lengi og vel áður en börnin eru dópuð og gerð að rítalín fíklum. Til að byrja með skydi forðast sykur og auka efni (m.a. E-efni) og borða sem ferskast og sem fjölbreyttast. Þetta tekur tíma, en heilbrigði og hamingja barnanna okkar er að veði.

Þessi síða hefur gjörbreytt mínum matarvenjum. Ég mæli með að skrá sig á póstlistann og fá sendar greinar og video sem hægt og rólega breyta matarvenjum mans: mercola.com

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Mæli með þessu myndbandi um áhrif geðlyfja á börn, unglinga og samfélagið í heild:

Trailer: The Drugging of Our Children (Trailer)

Myndin í heild: The Drugging of our Children

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 16:02

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir fræðsluna. Með fullri virðingu skil að rítalín og önnur lyf slá á einkennin, ég er bara með varúðarorð. Geðlyf eru örvæntingarfullt úrræði og engin varanleg lausn. Þvi skulum við aldrei gleyma. Höldum öll áfram að fræða okkur. Ég er búinn að læra mikið af þessari umræðu.

T.d. að fyrirtækið se framleiðir Prozac gerði sínar eigin rannsóknir fyrir 15 árum og liggur undir grun fyrir að stinga þeim undir stól þegar í ljós kom að Prozac jók líkur á sjálfsmorðum og árásarhneigð. Sjá grein á CNN hér.

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 19:03

5 identicon

Góð færsla. Við hættum í nokkur á að kaupa tómatsósu.safa og gúmmíbangsa svo eitthvað sé nefnt. Og sykur var skorinn mikið niður. Það virkaði flott á ALLA.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég las þetta einmitt í 24 stundir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2007 kl. 15:34

7 Smámynd: Kári Magnússon

Mér viðrist að hegðun sem leiðir til ADHD greiningar byrji oftast í skóla. Mér skilst líka að ADHD tilfelli séu sjaldgæf á leikskólum en svo byrji vandamálin þegar komið er í skólann.

Væri þá ekki rétt að leita orsakanna þar?

Mér finnst ekkert skrítið að börn eigi við einbeitingarskort að stríða og líði illa í skóla, ekki frekar en að maður sem situr í fangelsi sé þunglyndur.

Vandinn er sá að skólakerfið er svo heilagt að það þykir betra að gefa börnum sterk lyf frá vafasömum lyfjaframleiðendum en að taka þau úr skóla eða breyta skólakerfinu.

Að taka barn úr skóla yrði lagt að jöfnu við að skera af því annan fótinn því að það myndi takmarka möguleika þeirra í framtíðinni. Samt vitum við vel að listamenn, bissnessnenn, og snillingar eins og Einstein voru tossar í skóla.

Ég vill árétta að ég geri mér grein fyrir að ADHD er til og er alverlegt. Mér sýnist bara að skólavist sé stór áhættuþáttur í að vera ranglega greindur með röskunina.

P.S með orðinu "skóli" í þessu innslagi á ég við skólakerfið eins og við þekkjum það.


Sjá umræðu hér

Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 15:54

8 identicon

Það fer ekki á milli mála að fólk hefur mismunandi skoðanir um þetta málefni.Ég er þeirrar skoðunar að það eru einstaklingar sem þurfa á þessum lyfjum að halda og það er hið besta mál. En ég sett spurningar merki við þessi tilfelli þar sem verið er að gefa börnum lyf við ADHD eða öðrum röskunum. Í tilfellum sem er um að ræða leikskólabörn þá er ég þeirrar skoðunar að það er fáránlegt að setja þau á lyf. En það breytir því ekki að ég leyfi mér að hafa svigrúm fyrir EF. þ.e.a.s  Ef það eru til börn á aldrinum 2-6 ára sem þurfa þessi lyf en í því tilfelli þá þyfti mjög mikið til þess að sannfæra mig um að þetta væri eina lausnin og búið væri að fara yfir allar aðrar mögulegar leiðir og búið að skoða aðstæður barnsinns til hlítar.

Það er ekkert já eða nei í þessum málum og því þýðir ekkert fyrir fólk að vera þrasa yfir því. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa það auðvitað bakvið eyrað að skoða þarf hvert tilfelli fyrir sig mjög vel áður en barn er sett á lyf.

ég var að rekast á eftirfarandi ákvað að benda á það í tilefni þessarar umræðu. Þetta er eitt af því sem þarf að hugsa um áður en farið er að tala um greinar eins og þessa.

Vanhæfir fréttamenn Morgunblaðsins

Hvernig væri nú að fréttamenn Morgunblaðsins/24 Stunda, eða að minnsta kosti mbl.is, færu að vinna vinnuna sína og gera eitthvað annað en bara þýða orðrétt upp úr erlendum fréttamiðlum? Þessi rannsókn segir nákvæmlega ekkert um það að lyfjagjöf sé gagnslaus við ofvirkni, ekki neitt! Þú þarft ekki einu sinni að vera meira en sæmilega læs á ensku til að sjá að íslenska fyrirsögnin er röng. Fréttamiðstöð háskólans í Buffalo sendi frá sér fréttatilkynningu með eftirfarandi fyrirsögn: "Medication Combined with Behavior Therapy Works Best for ADHD Children, Study Finds" (skáletrun mín).

Meginniðurstöður eru þær að ef notuð er atferlismeðferð með lyfjameðferð má betur stilla af lyfjaskammta barna með ADHD. Ekki sérlega flókið. Það eru stórmerkilegar fréttir og frábært fyrir börn sem þjást af ADHD og fjölskyldur þeirra ef hægt er að minnka lyfjaskammta.

Rannsóknina má finna á eftirfarandi slóð : http://www.buffalo.edu/news/fast-execute.cgi/article-page.html?article=72800009 

þið getið skoðað þetta hjá þeim sem skrifaði þetta á :

http://jonsigurjonsson.blog.is/blog/jonsigurjonsson/entry/364338/

Jón Reynir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 22:18

9 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Sæll Jón Reynir og gaman að heyra frá þér.

Ég er þeirrar skoðunar að hver og einn ber ábyrgð á sínum ADD/ ADHD einkennum og verður því hver og einn að velja þá leið sem að hann vill. Við þurfum líka að passa okkur á því að bera ekki við ADHD þegar út af bregður heldur að skoða einkennin og finna leiðir til að ná árangri með okkur sjálf.

Ég hef sjálf tekið lyf - gerði það í hálft ár. Það var á tímabili þegar mér leið ílla í vinnu og fannst ég vera lélegur pappír. Þetta var á þeim tíma sem að ég hafði svo litla sjálfsmynd - enga hugmynd um það hver ég var og lét aðra afhenta mér verkefni sem að hæfðu mér ekki. Ég var komin í frestunaráráttu, og óttaslegin við samstarfsfélaga mína því að þeir sáu að hlutirnir voru ekki að ganga.

Þegar ég hætti á þessum vinnustað þá var það vegna þess að ég var búinn að átta mig á því að ég væri ekki sú sem ég var að reyna að standa undir.

Ég fór að horfa á hæfileika mína og vissi að ef ég hlustaði á sjálfa mig og hefði trú á mér þá væri allt í lagi.

Ég þarf ekki á lyfjum að halda í dag, því ég veit hver ég er. 

 Þetta er mín reynsla af lyfjamálum í mínu lífi. Ég á reyndar líka son og eiginmann sem að eru ekki á lyfjum í dag en hafa verið. 

Sonur minn er í góðum skóla sem að vinnur með styrkleika einstaklingsins og horfir á það sem hver og einn hefur fram að bjóða. Skólinn er sveigjanlegur og mætir hverjum og einum eins og þeir eru. Þar er ekkert form, ekkert norm.

Þann 1.des nk munu 3 konur deila með okkur reynslu sinni varðandi lyfjaleysi og þær leiðir sem þær hafa farið til að vinna með börnin sín og ADHD - og tourette.

Áhugavert að heyra frá hinum líka sem að hafa kosið aðrar leiðir.

Ég sjálf hef verið að taka á mataræði mínu sl mánuð varðandi ADHD einkennin. Ég er orkumeiri og kem miklu meira í framkvæmd, gengur vel að vakna á morgnana,  og sofna fyrr á kvöldin en ég gerði. Síðar en ekki síst hurfu verkir sem ég hef verið með í öxlum og höndum og liðamótum frá því ég man eftir mér. Svo að það segir mér að mataræði skiptir máli. 

Ég sé á syni mínum og dóttur þegar þau borða sykur mikil ofvirknieinkenni og þegar dóttir mín fær kókómjólk t.d verður hún stjórnlaus. Ég hef séð aukin ofvirkni einkenni á syni mínum þegar hann borða aspartam svo að ég tengi hegðunarbreytingar á börnunum mínum þegar þau eru að borða e-h sem að þau eiga ekki að borða.

Frábært að heyra frá þér Jón Reynir, gangi þér vel.

kv Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 17.11.2007 kl. 23:31

10 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Til hamingju Sigríður. Æðislegt að heyra

Ég hefði mikinn áhuga að hitta á ykkur stöllurnar 1.des.

Ég hef Sýn á framtíð Íslands sem lærdómssamfélag og aðstoða einstaklinga og hópa að tileinka sér hugsanagang lærdómsmenningar, sem er mjög frábrugðin þeim sem innleidd er í prússneska skólakefinu sem við höfum í flestum skólum á Íslandi í dag.

Jón Þór Ólafsson, 19.11.2007 kl. 16:25

11 identicon

Ég væri hins vegar til í að vita hver hlutfallið er á milli þeirra barna sem fá lyfjameðferð og svo þeirra sem fá lyfjameðferð og líka meðferð á þeim sviðum sem þú ert að minnast á hér.

Ég er personulega ekki hlynntur því að það sé verið að setja börn á lyf því eins og þú ert að koma inná þá eru aðrar leiðir sem eru í boði.

En læknar eru nú margir hverjir svo lyfja glaðir og ég get t.d komið með gamalt dæmi úr minni sögu. Þá fór ég til heimilislæknis í þeim tilgangi að mér yrði bent á einhvern fag aðila sem gæti hjálpað mér með mína líðan. En vitir menn það viðtal endaði með lyfseðli á þunglyndislyf.

Ég bara spyr: Er það í verki heimilislæknis að skrifa út slík lyf?????  

Af minni reynslu þá er svarið NEI. 

kv Jón R

Jón Reynir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:04

12 identicon

Sæll Jón Reynir.

Þú spyrð um það hlutfall barna sem er á lyfjum. Það er almennt talað um að 4 - 5% barna á Íslandi séu með greiningu og gefið hefur verið út að 4% barna á Íslandi séu á lyfjum. Þetta segir okkur að langflest börnin sem fá greiningu eru sett á lyf.

Annað er að það er sáralítil annars konar meðferð í boði, s.s. atferlismeðferð eða stuðningur við foreldra í foreldrahlutverkinu. Þess vegna sýnist mér að lang flest þessara barna fái eingöngu lyfjameðferð án nokkurra annarra úrlausna.

Þær úrlausnir sem Sigríður hefur verið að benda á hér á blogginu sínu hafa því miður verið sáralítið rætt um. Fólk í heilbrigðisstéttinni eru yfirleitt ekki að benda á slíkar lausnir.

Þú nefnir að heimilislæknir hafi skrifað upp á þunglyndislyf fyrir þig eftir eitt viðtal. Þetta dæmi vekur ugg um að læknar geti jafnvel skrifað upp á ofvirknilyf án undangenginnar greiningar - við skulum vona að slíkt eigi sér aldrei stað.

Annars hefur þetta verið mjög góð og þörf umræða sem fór af stað hér í bloggheimum um þessi mál, eftir að grein var birt um gagnleysi lyfja ef þau eru notuð ein og sér. Eins og ég segi hér að framan virðist hins vegar almennt lausnin vera lyfjagjöf án nokkurrar annarrar meðferðar - þ.a.l. lausn sem er engin framtíðarlausn.

Takk Sigríður fyrir að vera svona ötul að tala um þessi mál og vekja áhuga fólk á að skoða þetta nánar.

Kveðja,

Hildur hjá Heilsubankanum

Hildur M. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 09:26

13 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Takk fyrir Hildur.

Hlakka til að heyra í þér þann 1.des þú hefur heilmikið að gefa og mikla reynslu í þessum málum ;  )

kv Sigríður 

Sigríður Jónsdóttir, 21.11.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband