Kafli 4 - saga stjórnleysingja - velgengni

Ég reyndar gleymdi að segja frá því að þegar ég var nítján ára lærði ég förðunarfræði. Ástæðan var sú að vinkona mín sem var að vinna með mér á þessum tíma talaði um þennan skóla hjá Línu Rut – ég mér fannst það sniðug hugmynd. Hafði aldrei leitt hugann að því áður að ég væri að fara að læra förðun. Þetta er ein af mínum hvatvísisákvörðunum í gegnum tíðina. Hugsaði ekki hlutina til enda. Þetta gekk reyndar ágætlega hjá mér og hef ég tekið í pensilinn af og til síðan þá. 

Ég upplifði miklar þráhyggjur á þessum tíma. Átti erfitt með að sleppa tökunum á ótta mínum. Þó fór líf mitt uppá við. Ég fór að safna mér fyrir íbúð og borga niður skuldir. Það tók á hjá mér að fara að leggja fyrir íbúð, ég var svo föst í því að eiga peninga og eyða. Þarna var e-h nýtt að gerast.  Ég lærði á þessum tíma að maður þarf oft að láta af sínu egói og sínum leiðum til að öðlast. Ég lærði aðmýkt. Hrokinn minnkaði. Að lokum á ótrúlega skömmum tíma náði ég að safna mér inn útborgun fyrir íbúið. Mér finnst þetta svo spennandi að góðir hlutir hafa sinn tíma og gerast á þeim tíma sem að almættið ætlar. Íbúðin mín sem ég eignaðist var lítil, 3 herbergja íbúð og var hún yndisleg.   

Síðasta starf sem ég hafði sinnt var vinna í leikskóla. Mig langaði ekki þangað aftur og ákvað ég því að setja markið hærra en ég hafði gert áður. 70.000 krónur í mánaðarlaun voru ekki mikill peningur og vildi ég gera betur. Ákvað ég að setja takmarkið á hærri laun næst og varð úr að ég fór að vinna á snyrtistofu og fékk þar 85.000 krónur í mánaðarlaun. Mér fannst það góð tilfinning að vera kominn með hærri laun en áður. Starf mitt þar entist stutt svo ég fór yfir í afgreiðslustarf í kaffihúsi. Það upplifði ég undarlega hluti með sjálfa mig. Mér leið mjög vel ef að einn, tveir eða þrír voru inn á kaffihúsinu að þiggja þjónustu mína. Ég hafði allt undir kontrol. Þegar fleiri fóru að bætast í salinn þá var ég farinn að missa tökin. Ég átti alveg eins von á að ég færi aftur á sama borð til að taka niður pöntun hjá viðkomandi, náði ekki að tengja andlit og svo frv. Mér fannst ég oft verða mér til skammar, og var oft hrædd um að fólk sæji í gegnum mig. Þetta var mjög óþægileg tilfinning og fannst mér þetta með eindæmum heimskulegt. Annað dæmi var að þegar ég var beðin um að taka þúsund krónur fram yfir t.d þá gleymdi ég því. Ég var svo rútíuföst og átti erfitt með að beygja út af rammanum.  

Ég vann þarna uppundir ár. Var þá kominn í samband með honum Halla en við erum gift í dag. Breytingar voru gerðar á vöktunum okkar og launin hefðu lækkað , ég var hvort sem er orðin þreytt á þessu starfi svo ég ákvað að hætta hjá þeim. Ég byrjaði að reykja á þessum tíma aftur og er þegar að nikotíni  kemur forfallinn. 

 Í staðin fór ég að vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ég var ráðin inn á innkaupadeild, fór yfir reikninga, var að skrá vörur inn á lager, pantaði vörur frá birgjum, þjónustaði vinnuflokkana þegar vandamál komu upp varðandi vöruvöntun. Ég fékk það hlutverk að vera umsjónarmaður úrbóta fyrir innkaupadeild og þótti mér það mjög skemmtilegt. Ég hélt utanum þjónustubeiðnar fyrir deildina, sá um að uppfæra verklagsreglur og jafnvel að búa þær til. Ég hafði mikinn metnað á þessu sviðið og var með vakandi augu yfir því sem þurfti að gera. Ég held að gleymni mín hafi átt þar í hlut því að ég verð að hafa allt á riti til að geta vitað hvað á að gera. Eitt fannst mér þægilegt. Það var að í starfi mínu þurfti ég að sinna mörgum tölvupóstsamskiptum og þjónustubeiðnum. Það var á mínu valdi að bregðast við þeim – einni mínotu eftir að þær bárstu eða klukkutíma. Þetta tók mikið álag af mér. Ég tók þó upp það verklag hjá mér að vera alltaf með blokk mér mér þegar ég þurfti að tala við samstarfsfélaga mína því að ég hefði verið mjög líkleg til að gleyma því sem viðkomandi sagði. Því byrjaði ég að skrifa niður punkta. Þannig náði ég að vera virkari.  Þó var eitt svolítið óþægilegt og fannst mér það heldur fáranlegt að ég átti það til að ná ekki upplýsingunum hjá viðkomandi og þorði ég ekki af ótta við álit annara að spyrja aftur hvað hann hafi verið að meina.  

Ég lærði þó síðar að tælka það.  Á þessum tíma byrjaði ég í matarprógrammi þar sem að ég átti að vigta og mæla matinn minn. Ég var þá kominn í yfirvigt og ég held að ég hafi verið orðin 79 á þeim tíma. Í nýja matarprógramminu náði ég mér alveg niður í kjörþyngd og hélt mér þar í tvö ár. Ég þurfti að taka úr sykur og hveiti og gekk það mjög vel. Þegar ég var kominn 4 mánuði á leið með dóttur mína þá féll ég í freisni. Ég var hætt að mæta á fundi og var voða mikið að gera þetta í eignin mætti. Ég hefði haft gott af því að fara í gegnum 12 sporin á þessum tíma aftur til að koma mér aftur í prógrammið. Ég gerði þetta á hnefanum. Ég fitnaði og fitnaði. Eftir að ég átti dóttur mína sem er fjögurra ára í dag þá þurfti ég að taka til minna mála og fór að vitga og mæla aftur. Náði mér nokkuð vel niður.  Svo fór ég uppá við aftur á miklum hraða.  

Áframhald á morgunn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Ennþá er þetta eins og að lesa um mig sjálfa. Það er að toga mikið í mig núna að fara að huga að því að fá bata í minn athyglisbrest.

Helga Dóra, 31.10.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband