ADHD reynslusaga eiginkonu og móðir

Jane hefur verið gift í 15 ár. Fyrir fjórum árum greindist 8 ára sonur hennar með ADHD. ADHD stendur fyrir athyglsibrestur með eða án ofvirkni. Það var búið að vera erfitt hjá Kyle í skólanum. Hann var greindur strákur en var alltaf á jaðrinum að falla. Kennurunum fannst hann mætti leggja meira á sig en hann gerði.  Kvöldin fóru í heimalærdóm.

Eftir að hann fékk greiningu eyddi Jane miklum tima í að lesa bækur um ADHD og reyndi að grafa upp eins miklar upplýsingar af netinu eins og hún gat. Hún vissi að því meira sem hún  kunni  því meira gæti hún orðið Kyle að liði. Jane notaði tíman og spjallaði við aðra foreldra og fullorðna á spjallrásum sem tengdust ADHD. Því gat hún sett upp skipulag heima við.

Kyle var umbunað  fyrir að standa sig vel með heimalærdóminn. Kennarnir kenndu honum að taka ábyrgð á gjörðum sínum.  Svo byrjaði hann á lyfjum. Allt þetta samanlagt kom á jákvæðum breytingum. Hann lagði harðar að sér og þó að hann færi aðeins aftur á bak, var það ekkert í líkingu við það sem áður var. Í heildina á litið batnaði hegðun hans og einkunnir. Þetta var erfiðisvinna og tók það mikið af tíma Jane að stýra framgöngu hans í skólagöngu jafnt sem heimavið. 

Eiginmaður Jane, Steve sagði ekki mikið um málið. Hann hafði það að orði  að Kyle myndi spjara sig,  hann minnti sig á hann sjálfan þegar hann var barn. Hann trúði ekki á að ADHD væri til, en hélt því fyrir sjálfan sig og skipti sér ekki yfirleitt ekki af því. Hann lét í hendur Jane öll afskipti af skólanum og heimanámi.  Álag í vinnuni plagaði hann og átti það huga hans mestallann, og var ekki mikið eftir hjá honum til að “passa barn” sem ætti að geta klárað heimalærdóminn. Hann var oft pirraður þegar hann  þurfti að vinna með Kyle og stóð sig stundum af því að öskra á son sinn, og fá síðan sektarkennd eftirá. S vo hann lét það vera.  Jane bar byrgðina ein og fann hún sig oft útkeyrða en var á margann hátt orðin vön því.  Steve varð oft fjarlægur og lét daglegan rekstur á heimilinu á herðar hennar. Yfirleitt. Jane gerði það sem hún þurfti að gera til að halda fjöldskylduni gangandi. Hún elskaði mannin sinn og son, og fékk hún sektarkennd ef hún var að sligast undan því að hugsa um þá.

En nýjir hlutir fóru að gerast þetar Jane eyddi meiri tíma í að spjalla við aðra á netinu og í gegnum stuðningsgrúppu fyrir foreldra barna með ADHD. Hún lærði að ADHD gæti verið ættgengt, og hún fræddist um fullorðna með ADHD. Því meira sem hún lærði því meira sá hún manninn sinn.

Steve hafði verið í nokkrum vinnum síðan þau giftu sig. Eftir nokkur ár var hann búin að missa vinnuna eða orðin svo áhugalaus að honum varð allveg sama. Síðasta starfið sem hann var í stóð hann sig vel í og átti möguleika á að fá stöðuhækkun. Eftir að hann stóðst ekki tímasetningar tvisvar sinnum, var horft framhjá honum með stöðuhækkunina og hann varð mjög gramur og kenndi yfirmanni sínum um að líka ekki við sig. Þó voru viss verkefni sem Steve tók ábyrgð á heimavið eins og að laga til í bílskúrnum, viðhald á bílunum og slá grasið þá voru þau í rugli. Í bílskúrnum voru háir kassastaflar, skildi það eftir óklárað síðast þegar hann var að vinna þar. Grasið var alltaf slegið þegar það var orðið of langt, og einnig eyddi hann miklum tíma í að leita af skráningarskirteyni bílana, tryggingablöðum og fleyra þegar hann var að fara að láta
gera við þá eða halda þeim við. Hann var mislindur: stundum hafði hann óstöðvandi orku en enga einbeitningu. En aðrar stundir hafði hann fulla einbeitningu en hélt fjöldskyldu sinni frá sér til að klára verefnn. Stundum sat hann í sófanum heilu dagana án þess að ætla að gera nokkurn skapaðan hlut.
Jane varð staðfastari í því að maðurinn hennar væri með ADD.

Uppgötvunin var að vissu leyti léttir fyrir hana vitandi að það var ástæða fyrir óreiðunni í lífi hans. Það var léttir fyrir hana að vita að það var hægt að ná stórkostlegum árangri á ADD með lyfjagjöf. Léttirinn stafaði fyrst og fremst af því að hún var orðin yfirkeyrð af þreytu yfir því að sjá um heimilið ein. Það var léttir í því líka að með réttri meðhöndlun gætu þau farið að njóta lífsins saman aftur eins og þau gerðu í byrjun.  Álagið hafði ollið  því að þau voru hætt að gleðjast saman og æ oftar stóð hún sig af því að vera að rífast yfir hlutum við Steve um þá hluti sem hefði átt að vera búið að
gera.
Þó var hún ekki búin að vinna baráttuna.

Steve neitaði því að hann hafði ADD. Hann staðhæfði að hann væri ekki sturlaður eða brjálaður. Hann sagði  að hún vildi að sonur þeirra færi á lyf til að hún gæti stjórnað honum betur. Honum fannst að hann þyrfti væri meiri agi heima fyrir. Hann sagði henni að hætta með hann á lyfjum. Hann hafði náð þetta langt sjálfur og þessvegna væri ekkert að honum. Hún skildi eftir út um allt hús upplýsinar um ADD en Steve henti þeim. Hann var ákveðin í því að hafna möguleikanum á að hann væri með ADD.
Fullviss um að Steve væri með ADD og væri ekkert að gera í þvi,  fann Jane sig verða pirruð út í allt það sem hann gerði vitlaust. Í  hvert skipti sem hlutur var hálfkláraður byrjaði hún að kvarta, í hvert skipti sem hann kom heim og kvartaði yfir vinnuni sinni sýndi hún honum ekki samúð. Í hvert skipti sem hann týndi lyklum eða skjölum, fann hún sér eitthvað annað að gera, og hlustaði á hann ásaka aðra um að hafa fært hlutina sína til. Litlir hlutir sem pirruðu hana lítillega áðurfyrr gerðu hana ofsareiða.

Jane lét Kyle vera áfram á lyfjum án þess að láta Steve vita og leitaði áfram til læknis með hann. Hún vildi ekki sjá Kyle þjást vegna blindu Steves. Samband þeirra fór niðurá við. Stundum vildi hún að hún hefði aldrey heyrt um Add . Annaðhvort var hún viss um að hún myndi fara frá Steve ef hann gerði ekki eitthvað í málunum, hún sá engan tilgang í því að vera. Eða að þau myndu vinna úr málunum. 15 ár er langur tími og þú bara gengur ekki svo auðveldlega í burtu. Hún elskaði Steve og margt af því sem hann sagði var rétt. Hann hafði alltaf getað séð um fjöldskyldluna, vann tvær vinnur þegar hann þurfti, þau voru góðir vinir, áttu mörg sameiginleg áhugamál og nutu oft samvista við hvort annað. Steve gat verið fyndin og skapandi, hann gat sér húmorinn þar sem hún sá hann ekki, hann sagði skemmtilga frá, og gat skemmt henni klukkutímum saman. Þetta var einusinni. Nú þurfti hún að finna leið fyrir þau til að halda áfram. Líf þeirra var orðið stjórnlaust.
 

Kvöld eitt, hlustaði Jane á konu tala á vikulegum stuðningsfundi. Konan sagði henni sögu og það var sagan hennar. Hún kvartaði yfir sömu hlutunum, hafði sömu ánægjuna og sömu óreiðuna og Jane kannaðist við. En einhvernveginn hafði hjónaband þeirra enst og fjöldskyldan var í lagi. Eftir fundinn fór Jane til hennar og spurði hana hvað hún hafði gert og hvað hún sjálf gæti gert til að hjálpa hjónabandi sínu. Þó hún væri ekki sérmenntuð  eða sérfræðingur gat hún sagt henni skref fyrir skref hvernig hún hafði reytt sig af.

Næstu mánuði hittust Jane og nýja vinkonan hennar vikulega til að tala saman og  bjó Jane til vikuplan yfir aðgerðir til að bjarga hjónabandi sínu.
 Sérfræðingar komu hvegi nærri þessu  plani. Þetta var ekki kraftaverkalækning , og ekki dugar það fyrir alla. Hægt er að aðlaga því að þínum aðstæðum eins og þér  hentar í þeirri röð sem hentar þér. Þetta plan er ekki byggt á læknisfræðilegum lögmálum eða kenningum: það er byggt á ást tveggja kvenna sem vildu bjarga hjónaböndum sínum. Taktu því sem þér geðjast að, og hentu restinni. Báðar þessar konur eru enþá giftar. Báðar eru á mismunandi stað í planinu og báðar hafa þær eignast aftur von um langa framtíð með eiginmönnum sínum. Þær hafa verið svo örlátar að deila þessu með mér í von um að það megi hjálpa öðrum. 

1)       Skildu afneitunina, hvaðan hún kemur , og afhverju hún er þar.
2)       Viðurkenndu sjálfan þig, og maka þinn. Horfstu í augu við það hvar samband þitt er statt í augnablikinu.
3)       Viðurkenndu ábyrgð þína í aðstæðunum.
4)       Finndu þér hjálp í gegnum stuðningshópa, ráðgjöf eða vini.
5)       Skildu Fullorðna með ADD, bæði slæmu og góðu hliðarnar, og hvernig er best að eiga samskipti við  þá.
6)       Talaðu opið við maka þinn, láttu hann/hana vita að þú vilt ofar öllu halda í hjónabandið, að þú elskir hann/ hana og að þér sé annt um framtíð ykkar saman.
7)       Ákveddu nákvæmlega hvað þú vilt frá sjálfum þér, lífi þínu og hjónabandi.
8)       Ákveddu hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki frá þessum tímapunkti.
9)       Settu nákvæm markmið, og taktu eitt fyrir í einu.

Þessa sögu þýddi ég fyrir nokkrum árum síðan, fann hana á netinu. Hún var birt í síðasta blaði ADHD samtakana. Vona að hún geti nýst e-h í svipuðum aðstæðum.

Kveðja Sigríður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta. Góð lesning.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:04

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góð lesning. Geturðu útskýrt hvað ADHD er og er ADD stytting?

Jóna Á. Gísladóttir, 31.8.2007 kl. 19:09

3 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Sæl Jóna.

ADD þýðir athyglisbrestur, ADHD ( H ) - ið stendur fyrir ofvirkni ( hiperactivety) 

kv Sigríður 

Sigríður Jónsdóttir, 31.8.2007 kl. 19:37

4 Smámynd: Halla Rut

Frábær lesning og upplýsandi. Takk.

Halla Rut , 3.10.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband