15.4.2008 | 00:32
Afhverju ættum við að finna út úr því hver við erum?
Komið þið sæl.
Ég var að tala við Faith markþjálfann minn um daginn. Hún sagði mér frá því að hún vann lengi með fólk í markþjálfun sem vildi takast á við að komast niður í kjörþyngd. Hún naut mikillar velgengni á þessu sviði í mörg ár. En svo kom að því að hún fór að skoða líf sitt upp á nýtt - hver áhugamál hennar og ástríða voru. Hún átti að merkja fyrir aftan hvert atriði tölu frá skalanum 1 - 10 en 10 þýðir að hún elski starfið og 1 þýðir ég vil frekar fara til tannlæknis.
Þegar kom að því að merkja við starf hennar merkti hún 1. Þetta kom henni mjög á óvart. Hvernig ætli manneskju líði sem vinnur starf sem hún hefur enga ánægju að sinna?
Ég veit ekki með þig en ég hefði mjög lítið úthald í starf sem mér leiðist í. Ég hef lent í því að leiðast í vinnu. Ég fór að fresta verkefnum, taka önnur verkefni framfyrir það leiðinlega. Kvíði gerði vart við sig, samanburður við aðra, ótti við stöðu mína og að samstarfsfélagar mínir væru betri en ég.
Það var annað sem kom Faith á óvart í þessari sjálfsakoðun sinni. Hún merkti 10 við að kenna dans. Hver er munurinn á starfi hennar með ofætum og síðan að kenna dans fyrir henni? Hvað gerist þegar Faith er að kenna dans? Það er e-h ótrúlegt sem gerist þegar hún kemst í snertingu við dansinn. Það geislar út frá henni sjálfsöryggi - kraftur Guðs knýr hana áfram. Við köllum það ástríða.
Faith útskýrði fyrir mér að hún breytti um stefnu eftir að hún komst að þessu með ástríðu sína. Fólk dregst að henni og útgeyslun hennar verður þess valdandi að fólk er sannfært um að það getur lært dans hjá henni.
Ég vona að ég nái að koma þessu skiljanlega frá mér.
Þetta er dóttir mín hún Hrefna Dís. Hún er mjög ástríðufull gangvart mörgu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er skapandi, og hefur þessa djúpu þörf til að skapa með orðum, líkamanum og líkamstjáning hennar er óborganleg.
Ég hef haft mjög gaman að því að fylgjast með þessari elsku bæði hvað henni dettur í hug að gera og ég hreynlega elska að hvetja hana í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Hún samdi lag um frænda sinn um daginn - textinn meikaði nú ekki mikinn sens en það sem mér fannst svo frábært var þessi óhindraða sköpunarþörf hennar og viðleitini til að búa e-h til. Hún á framtiðina fyrir sér.
Mér fannst þetta passa vel við að tvinna saman umfjöllun um Faith og svo Hrefnu Dís sem er að finna ástríðu sína. Ég vona að þið náið samanburðinum.
Ég vil segja ykkur betur frá því hvernig sjálfsmynd mín hefur breyst sl.ár eftir að ég fór að hlusta eftir því hver ég var og hvaða áætlun Guð hefur með líf mitt. Það gerist í næsta bloggi.
Guð Blessi ykkur og varðveiti þangað til.
kv Sigríður
Athugasemdir
Góð lesning og frábær mynd
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:53
Frábær lesning hjá þér, og myndin algjört krútt það er svo mikið til í því að við erum að hanga við hluti í lífinu sem gefa okkur nákvæmlega ekki neitt. Það er ekki langt síðan að ég fór að einbeita mér að því sem gefur mér eitthvað og nýta hæfileika mína á því sviði í stað þess að vera að berjast við að fitta inní eitthvað sem ég hélt að allir aðrir vildu að ég væri í. Þegar að ég komst til trúar stóð ég í þeirri meiningu að ég þyrfti nú að vera talsvert alvarlegri og virðulegri, og sá fyrir mér norska piparjúnku með hárið greitt í hnút og í síðu gráu pilsi sem mína fyrirmynd. En ég naut mín engan veginn í þessu hlutverki og að lokum fann ég að norska piparjúnkan var ekki partur af vilja Guðs fyrir mig heldur elskaði hann og hafði not fyrir skellibjölluna og partýljónið hana mig
Guðrún Sæmundsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.