Átröskun sem fíkn

Til þeirra er málið varðar. Átröskun sem fíkn Dagana 7. - 9. mars er von á kanadíska lækninum Joan M. Johnston til Íslands. Hún er menntuð sem heimilislæknir og hefur  sérhæft sig í átröskunum. Hún hefur starfað sem læknir frá árinu 1975 en hefur auk þess persónulega reynslu af átröskun. Joan hefur gefið út bækur og fræðigreinar um efnið og í bók sinni Feast of famine lýsir hún því hvernig hún fékk bata frá átröskun með 12 spora kerfinu. Hún er talsmaður þess að þeir sem þjáist af átröskun noti 12 spora prógrammið samhliða heilbrigðisþjónustu. Joan var einn af stofnendum samtakanna SACRED (Society for Assisted Cooperative Recovery from Eating Disorders) sem stofnuð voru 1996. Þau reka meðferðarstofnun fyrir þá sem vilja ná bata frá anorexíu og búlimíu samkvæmt fíknimódelinu og 12 spora prógramminu. Joan starfar enn í dag sem heilbrigðisráðgjafi SACRED og stýrir meðferðarprógramminu sem samtökin bjóða upp á. Samhliða því rekur hún eigin læknastofu þar sem hún vinnur með fólki með átröskun.  Frá 1992 hefur Joan haldið fyrirlestra um átröskun um allan heim. Þar byggir hún á hugmyndum um átröskun sem fíkn og deilir með áheyrendum bæði margra ára faglegri reynslu og sinni eigin sögu. Hópur áhugafólks um bata frá átröskun stendur fyrir komu hennar til Íslands aðra helgina í mars. Laugardaginn 8. mars frá 13 - 16 heldur hún fyrirlestur á Háskólatorgi Háskóla Íslands (HT102) fyrir alla þá sem hafa áhuga á átröskun, þolendur, fjölskyldur og vini sem og alla fagaðila á þessu sviði. Einnig er hugmyndin að hún haldi námskeið á sunnudeginum fyrir þolendur átröskunar og aðstandendur þeirra. Markmið þessa bréfs er að kynna komu hennar fyrir öllum heilbrigðisstarfsmönnum.Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um Joan M. Johnston ásamt ferilskrá. Með kveðju,hópur áhugafólks um bata frá átröskun

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Au, ég held að ég mæti á svæðið. Ég veit hvað virkar best fyrir mig en alltaf gott að læra meira um sjúkdóminn sinn.

Helga Dóra, 17.2.2008 kl. 13:50

2 identicon

Átröskun er svo sannarlega fíkn.Ég þekki það af eigin raun. Offita,anorexia og uppköst eru hræðilega erfiðir sjúkdómar en 12 spora kerfið virkar oft vel þarna.Kveðja til þín duglega kona.Var að benda systurdóttir minni á að koma sér í samband við þig.Það er grunur um adhd þar.Kveðja á ykkur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband