14.2.2008 | 11:37
"Læknaði sjálfa sig af athyglisbresti"
Þetta finnst mér vera findinn fyrirsögn sem tengist ekki efni viðtalsins sem tekið var við mig í gær fyrir 24 stundir. Næsta setning hljómaði svona: "Ég er sjálf með athygslisbrest og hef verið að taka á því án lyfja" segir Sigríður Jónsdóttir, sem notað hefur menntun sína í ADHD markþjálfun til að hjálpa sér og öðrum til að lifa með athyglisbresti og ofvirkni".
Findið að fyrirsögnin hafi hljómað svona (þetta aldrei mín orð ) en svo segir í viðtalinu " að lifa með athyglisbresti ( sem segir annað en fyrirsögnin".
Það er reyndar ekki rangt að ég lifi mjög góðu lífi í dag - og greindist með athyglsibrest fyrir 2 árum síðan. Athyglisbrestur er ekki að hrjá mig í dag, ég hef góða sjálfsþekkingu, ég set mörk á sjálfa mig og aðra, vel mér verkefni sem passa fyrir styrkleika mína, gef mér tíma til íhugunar á næsta skref. Ég þekki hvað ég þarf til að vinna með frestunaráráttu, ég veit hvað ég þarf að gera til að viðhalda góðri sjálfsmynd, ég hef leiðir til að skipuleggja mig bæði tíma minn og verkefni. Allt þetta veldur því að ég er í mjög góðum fókus og mér líður vel.
Ég finn að ég er skarpari við lestur flókinna hluta eftir að ég fór að taka inn bætiefnin. Eftir að ég fór að taka á hlutum sem að trufluðu hugann minn eins og fíkn sem ég hef verið haldinn, svo og tilfinningum þess háttar þá hef ég verið mun skýrari í höfðinu - og samskipti mín við fólk hefur lagast til muna. Ég hef losnað undan þráhyggju og er ekki að festa mig
í hlutum eins og áður.
" Er ég læknuð af athyglsibresti?"
Það er hægt að ná mjög góðum tökum á lífi sínu að mínu mati ef við vitum hvar takkarnir okkar eru. Þannig lít ég á ADHD.
Kv Sigríður ADHD markþjálfi
Athugasemdir
Tók einmitt eftir þessari kjánalegu fyrirsögn og hugsaði hvað þeir eru vitlausir sumir blaðamenn. En ég dauð öfunda þig af árangrinum sem þú ert búin að ná. Ég var að byrja í bóklegu námi, reyndar bara tveimur fögum og er bara að "drepast" úr athyglisbrestinum. Ég þarf að fara að kanna möguleikana á að kíkja til þín í smá kennslu
Helga Dóra, 16.2.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.