Helgarnámskeið - Að ná því besta fram með ADHD

NÁMSKEIÐIÐAÐ NÁ ÞVÍ BESTA FRAM MEÐ ADHD

ADHD getur verið þér fyrirstaða ef þú veist ekki hvernig þú virkar!

 Námskeiðið byggist á hópavinnu og er hámark 8 manns í hóp. Við munum fræðast um hvað hefur áhrif á ADHD einkennin okkar, lærum hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum skref í þessa átt á námskeiðinu.  Námskeiðið verður haldið helgina 16 – 17 febrúar, laugardag og sunnudag. Innifalið í námskeiðinu er matur í hádegi báða daga en maturinn kemur frá Grænum Kosti. 

Árangur næst með því að vinna með sjálfan sig milli funda með opnum huga og vera tilbúin(n) til að deila reynslu sinni.

 Þetta hefur hefur fólk sagt um námskeiðin: "Námskeiðið hefur hjálpað mér að átta mig á svo mörgu varðandi sjálfa mig, og hvaðvirkar fyrir mig. Einnig létt mér lífið á margan hátt”. “Ég hef fengið tæki til að vinna með. Ég  er í lagi og hef eitthvað í dag til að stefna að”.   Svona fer námskeiðið fram: Laugardagurinn 16.febrúar: 10.00 – 11:30  
Jóhanna Mjöll Þórmarsdóttir hjúkrunarfræðinemi mun fræða okkur um leiðir til að vinna með ADHD einkennin með mataræði og bætiefnum.  Jóhanna hefur stuðst við bókina Gut and Psychology Syndrome til leiðsagnar um mataræði fyrir dóttur sína en hún er með greininguna ADD, með góðum árangri.  Jóhanna er að ljúka við þýðingu bókarinnar og mun hún koma út á vormánuðum.  Hlé 12:30 – 14:00 
Hvernig forgangsröðum við í lífinu?  14:00 – 15:30Skoðum hugmyndir sem við búum að sem þjóna okkur ílla.  Sunnudagurinn 17.febrúar: 10:00 – 12:00 Hvernig veit ég hvaða styrkleika ég hef? Hlé 13:00 – 14:30 Hvernig gengur mér best að læra?  14:30 – 16:00 Draumar, langanir og þrár.      Hvar: 

            Námskeiðið er haldið í Síðumúla 12, 2 hæð

  Umsjón: 

            Sigríður Jónsdóttir ADHD Coach

 Sjá internet.is/sirrycoach

 Verð: 

            21.000 krónur.

Bókun á námskeið og greiðslutilhögun: Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðið með því að senda netpóst á  sirrycoach@internet.is, en skráningu lýkur þriðjudaginn 12. febrúar en greiða þarf fyrir námskeiðið þann dag. Upplýsingar eru veittar í síma 696-5343.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Mér finnst svo frábært að það séu svona námskeið, ég vona að sem flestir nyti sér þau. 

Sporðdrekinn, 6.2.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband