Frábær mæting á fyrirlestrana "Er hægt að vinna með ADHD án lyfja?"

Sl. laugardag stóð ég fyrir fyrirlestrunum " Er hægt að vinna með ADHD án lyfja?".

Skemmst er frá því að segja að salurinn fylltist og mættu um 45 manns fyrir utan mæðurnar 4 og mig. Sýnir það gríðarlega mikinn áhuga fólks á þessum efnum.

Tildrög þessa fyrirlestra voru þau að fyrir stuttu var ég að tala við Hildi í síma og sagði hún mér að hún væri á leið til Reykjavíkur í desember. Langaði mig til að fá hana til að hitta mig og aðrar konur sem hafa verið að hittast og deila reynslu sinni um mataræði og ADHD/ tourette. Hún var til í það. Ég fór að velta hlutunum fyrir mér í samtali okkar og komst ég að þeirri niðurstöðu að fleiri hefðu áhuga á að fá að heyra reynslu hennar því að fólk er mjög opið fyrir þessari umræðu. Því fór ég að hugsa um þetta í stærri mynd og auk þess að fá þær stöllur Ásu og Heiðu til að segja frá sinni reynsu. Því varð úr að salurinn varð leigður og þær allar þrjár tilbúnar að gefa öðrum hlutdeild í því sem þær hafa verið að gera. Langar mig til að þakka þeim fyrir þetta óeigingjarna framtak því ég held að þær hafi gefið mikið til þeirra sem mættu til að hlusta á þær.

Hildur M. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsubankans sagði frá því hversu gríðalega mikilvæg viðhorf eru og hvernig við sjáum börnin okkar. Hún hefur stutt börnin sín í að finna sjálfa sig og virkja styrkleika sína.  Hún hefur einnig lagt mikla áherslu á mataræðið og eru börnin hennar í dag að standa sig mjög vel í lífinu. Þau eru orðin 16 og 20 ára. 

Dóttir Ásu S. Harðardóttur var grein fyrir 2. árum síðan með ADD og sögðu læknar að hún þyrfti mikinn stuðning í skóla ásamt lyfjagjöf. Ása kaus að fara aðrar leiðir og hóf leit sína að leiðum til að vinna með einkenni dóttur sinnar en hún var líka með kæki. Eftir að hafa unnið með mataræðið hefur dóttir hennar náð gríðarlega miklum árangri og þarf ekki í dag á stuðningi eða lyfjum að halda og hefur félagsþroski hennar náð á það stig að hún á ekki í erfiðleikum í samskiptum við vini sína í dag. 

Heiða Björk sturludóttir á 11 ára dreng með tourette. Hann var með mikla kæki og gaf frá sér hljóð. Heiða hefur tekið á mataræði hans, umhverfisáhrifum og ýmsum óhefðbundnum lækningum. Einkenni hans eru nánast horfinn.

Allar segja þær þó að upp koma svindldagar og finna þær gríðarlega mikinn mun á börnum sínum þegar þau fara að borða mat sem þau eiga ekki að borða. Það kemur alltaf að skuldardögum. 

Það er alveg víst að þetta er ekki í síðasta sinn sem að verður fjallað um mataræði og ADHD frá mínum bæjardyrum.

kv Sigríður, ADHD markþjálfi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Mig langar að þakka ykkur öllum fyrir þessa frábæru stund, og Sirrý þú ert ótrúlega drífandi og kýlir þetta áfram, ef ekki væri fyrir þig, hafði aldrei orðið úr þessu, sérstakar þakkir til þín

Ásgerður , 8.12.2007 kl. 14:27

2 identicon

Ég náði því miður ekki að klára að hlusta á allann fyrirlesturinn en það sem ég heyrði var að mínu mati einstaklega mikilvægt sjónarmið í þessa vinnu sem er að hjálpa börnum sem fullorðum að vinna með ADHD.

Ég vil hrósa Hildi fyrir að koma koma sínu sjónarmiði alveg einstaklega vel frá sér og  ég vona að það verði annar slíkur fyrirlestur fyrr en síðar svo að ég ná þeim hluta sem ég missti af.

Þetta er að mínu mati grundvallar sjónarmið að koma því til skila að við höfum fleiri leiðir til þess að prófa okkur áfram á þessari leið okkar í að þekkja og skilja "einstaklings einkenni" sem kallað er ADHD. Ég vil ekki líta á þetta sem sjúkdóm því við erum ekki veik og ekki sem röskun því þetta er hluti af því sem einstaklingurinn er.  Við erum ekki að leita að lækningu heldur skýringu. Spurningin: Hvað get ég gert svo að mér batni? Er röng.  þú veist kanski hvað ég er að fara segja núna þar sem það varst þú sem kenndir mér það. 

rétt er að spyrja. Hver er ÞÚ? Hvað vilt ÞÚ?

Finndu ÞIG og njóttu þess sem ÞÚ ert. Það sem ÉG er og það sem ÉG vil er það leiðarljós sem við eigum að finna. Lausnin er sáttin.

Ég er eins og ég er hvort sem það er kallað ADD/ADHD eða ekki.

En þetta  á auðvitað ekki við börnin þar sem markmiðið þar er að koma í veg fyrir að þau fari að efast um sína styrkleika og sýna tilveru í framtíðinni.

þar sem ég er byrjaður að búa til langloku hérna þá ætla ég að reyna bremsa mig af og segja þetta í stuttu máli. 

Það er ánægjulegt að sjá og heyra umræðu um aðrar aðferðir en það sem hefur verið eina leiðin til þessa. Lyfseðill er ekki eina lausnin.  Það á að horfa á alla möguleika og ekki útiloka fyrr en búið er að prófa það sem er í boði. Ég er að sjá tvo sterka aðila með mikla reynslu í málefni sem þarfnast leiðsagnar. Ég hlakka til að sjá það sem þið munið færa þeim sem þarfnast fleiri valmöguleika. Að mínu mati er þetta stórt skref í rétta átt.

ég  biðst afsökunar á langlökunni... kv Jón R

Jón Reynir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ásgerður - það er svo skrýtið að þetta er ekki eins og að ég hafi verið að gera þetta í mínum eigin mætti - og þakka Guði fyrir ;  )

Jón Reynir - þetta er fott langloka hjá þér og sýn þín á ADHD. Ég nefninlega sé þetta þannig að við erum öll mismunandi og það eiga allir að vera öðruvísi. Það er óeðlilegt að vera eins og aðrir. Frábært að heyra frá þér eins og alltaf.

kv Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 9.12.2007 kl. 23:12

4 identicon

Ég komst því miður ekki á fyrirlesturinn. Þetta er mjög svo áhugavert efni. Á sjálfur dreng sem greindur er með ADHD og hefur verið á hinum ýmsu lyfjum, en lítill árangur, amk að mínu mati. Hann er lyfjalaus akkúrat núna og gengur bara nokkuð vel.

Ég hef mikinn áhuga á því að kynna mér nánar þessa lyfjalausu aðferð og hvað aðrir hafa verið að gera í þeim efnum.

 Er einhver möguleiki að nálgast úrdrætti eða glærur frá fundinum?

 Bestu kveðjur,

Hlynur

Hlynur G (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:53

5 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Sæll Hlynur

Ég setti inn reynslusögur þeirra  sjá hér á þessum link:

http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/39177

með kveðju Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 14.12.2007 kl. 22:11

6 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

úbbs, hér er linkurinn:

http://sirrycoach.blog.is/blog/sirrycoach/entry/391778/

Sigríður Jónsdóttir, 14.12.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband