19.11.2007 | 18:52
“Er hægt að vinna með ADHD og skyldar raskanir án lyfja?”
Í fókus
Er hægt að vinna með ADHD og skyldar raskanir án lyfja?
1.desember 2007 kl 13-15 í Sjónarhólshúsinu Háaleitisbraut 13, efstu hæð.
Aðgangur ókeypis.
Í Fókus hefur fengið til liðs við sig 3 mæður til að deila reynslu sinni af því hvernig þær hafa náð að vinna með börnin sín án lyfja.
Dagskrá: 13:00 13:40
Hildur M. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsubankans.is er móðir tveggja uppkominna barna með ADHD en þau hafa aldrei verið á lyfjum. Mun hún deila reynslu sinni af uppeldi barna sinna en hún hefur verið ötul við að leita leiða sem gagnast hafa bæði henni sem uppalanda og ekki síst börnunum, við að takast á við sig sjálf og samfélagið. Hildur mun í fyrirlestri sínum koma inn á þátt mataræðis, umhverfis og samskipta, bæði inni á heimilinu og gagnvart skólasamfélaginu.
13:40 13:50
Ása S. Harðardóttir er móðir 8 ára stúlku sem greindist fyrir 2 árum með ADD. Dóttir hennar er einnig með kæki en náði ekki greiningu með Tourette. Ása mun deilda reynslu sinni með okkur en dóttir hennar þarfnast ekki lengur stuðnings í skóla, gengur vel félagslega og er hún ekki á lyfjum í dag eftir að Ása fór að vinna með mataræði og homopatiu í lífi hennar.
13:50 14:00
Heiða Björk Sturludóttir er móðir drengs greindur með Tourette og er á einhverfurófinu þó hann nái ekki greiningu. Hann var með mikla kæki og gaf frá sér hljóð. Heiða hefur tekið á mataræði hans, umhverfisáhrifum og ýmsum óhefðbundnum lækningum. Mun hún deila með okkur reynslu sinni af hennar vinnu með sinn dreng og hvað hefur virkað. Heiða segir sjálf að ef slegið er slöku við í mataræðinu þá finni hún strax aukna kæki hjá syni sínum.
14:00
Hlé 14: 10 15:00
Umræður og fyrirspurnir
Athugasemdir
Verst að vera ekki á Reykjavíkursvæðinu, það væri áhugavert að koma á þennan fyrirlestur.
Huld S. Ringsted, 19.11.2007 kl. 22:25
Sæl Huld.
Það er alveg spurning hvort að stöllurnar myndu samþykkja að ég tæki upp fyrirlesturinn til að birta á netinu. Sjáum til. Sögur þeirra eru mjög áhugaverðar og gaman að heyra hvað þær hafa verið að gera.
Hver veit hvort að þær eigi eftir að ferðast víða til að segja frá því sem þær hafa verið að gera.
Gangi þér vel og takk fyrir innlitið.
kv sj
Sigríður Jónsdóttir, 19.11.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.