Kafli 5 - saga stjórnleysingja

Upp og niður fór vigtin á þessu tímabili. Drengurinn minn byrjaði í skóla á þessu tímabili, og byrjuðu strax erfiðleikarnir. Hann átti erfitt með að vera í stórum hóp og truflaði krakkana með pirrandi hegðun. Þetta var slæm byrjun á skólagöngu hans.

Hann fór aftur í greiningu til barnalæknis og bættist við ofvirknigreining ofaná athyglisbrestgreininguna. Þetta var mjög erfitt tímabil. Álagið lagðist á okkur fjöldskylduna. Ég átti vinkonu sem að benti mér á omega fitusýrur, magniseum og þessháttar bætiefni sem að væru góð fyrir fólk með ADHD en jafnframt benti hún mér á hana Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerapista sem að tekur á mataræði sjá blogg mitt neðar á síðuni en þar er talað um matarkenningu Þorbjargar.

Þetta eru um 4 ár síðan, rétt fyrir páska. Ég fór til hennar með söguna hans Nonna og benti hún á að hann ætti að hætta að borða Glutein, mjólk, ger, sykur, þurrkaða ávexti, öll E efni í mat. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu. Ég var svo dugleg þegar við fórum þaðan að ég tók mig til og keypti páskaeggjamót til að búa til páskaegg handa syni mínum úr karop súkkulaði.  Allt var gert til að ná árangri. En ég fann sárlega fyrir því að mig vantaði stuðning frá öðrum. Ég held að öllum í fjöldskylduni minni hafi fundist ég í meira lagi skrítinn og að vera að gera barninu þetta. 

Ég leyfði hlutum eins og sykurlausu nammi að vera inni, morgunkornum sem að áttu ekki að vera inni og svo frv. Þessvegna tel ég að ekki hafi verið að marka þetta því að ef þú væntir árangurs þá verður þú að taka þetta alvarlega og vera heiðarlegur. Hægt og róelga skolaðist þessi tilraun út.

Sonur minn byrjaði á lyfjum á þessum tíma. Hann varð rólegri en aukaverkanir fóru að láta á sér kræla eins og að hann sofnaði seint og matarlistin varð mjög lítil. Hann varð jafnvel ekki var við það þegar hann þurfti að borða. Þegar lyfin hættu að virka á daginn þá fann maður aukinn titring hjá honum.

Nóg með hans sögu í bili en ég datt út úr aðhaldinu hans varðandi mataræðið en gerði þó betur en ég hef oft gert áður. Ég var á þessu tímabili  í fráhaldi í e-h tíma en það dugði skammt.

Í fæðingarorðlofinu fór ég í stjórn ADHD samtakana. Ég hafði hugsjónir og langaði til að sjá hóp foreldra barna hittast reglulega til að deila reynslu sinni. Ég hefði örugglega e-h þeim að gefa og þeir mér. Svo varð úr að ég og Erla sem er félagsráðgjafi í dag byrjuðum með grúbbu. Það gaf okkur mikið að vera með foreldrum barna með ADHD. Miklir erfiðleikar á mörgum stöðum, það fékk maður að sjá.

Ég virkilega fékk að vaxa í samtökunum og er Ingibjörgu Karlsdóttur þakklát fyrir stuðninginn hvað ég fékk að prufa mig áfram og sýna hvað í mér býr. Ég var oft að koma sjálfri mér á óvart. Ég byrjaði að taka viðtöl við fólk með ADHD fyrir fréttablað ADHD samtakana og þótti mér það gaman. Ég hafði á yngri árum haft gaman að skrifum og var því ekkert óeðlilegt við það að áhugi minn á skrifum og áhugi minn á fólki fór þar saman.

Seinna stofnaði ég sjálfshjálparhóp fyrir fullorðna með ADHD og hélt utanum hann í rúmt ár.

Í sjálfboðaliðastarfi mínu fyrir samtökin heyrði ég fyrst um ADHD coaching. Það átti að vera fyrirbæri sem að hjálpaði fólki með ADHD að takast á við lífið. Ég varð spennt og kynnti mér málin erlendis og féll fyrir fyrirbærinu. Ákvað að slá til að hefja nám í því.

Stuttu eftir að ég byrjaði í náminu ákvað ég að fara í greiningu. Þrátt fyrir bata minn í 12 sporunum þá var alltaf e-h sem að var ekki að virka í mínu lífi eins og ég hef áður tekið fram. 

Ég greindist með athyglisbest. Vá loksins var púslið búið að á heildarmynd. Og ég áttaði mig á að ég var ekki gölluð. Ég var þarna farin að vinna hjá OR aftur eftir fæðingarorðlofið og hafði tekið við verkefnum sem að mér gekk ílla í.  Samanburðartöflur, töluskráningar og þessháttar. Sjálfsmynd mín var á niðurleið, mér fannst ég vera gölluð og bar mig saman við aðra þarna inni sem að gátu þetta. Því ekki ég? 

Ég ætla að halda áfram á morgunn. Takk fyrir lesninguna

kv Sigríður 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær Sigríður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2007 kl. 13:10

2 identicon

Vá hvað þú ert mikil hetja!!

Ása (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu - takk takk. Mér finnst mikilvægt að þið fáið að heyra söguna mína áður en ég segi ykkur frá mataræðinu mínu. vonandi fer söguni að ljúka.

kv sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 6.11.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband