Kafli 6 - saga stjórnleysingja - nýtt upphaf

Námið var frábært. Lífsspekin í skólanum hreif mig. David skólastjóri skólans lýsti ADHD einstaklingum þannig að það væri ekkert að þeim. Við værum bara með einstakan heila sem að virkaði öðruvísi. Við þyrftum bara að læra að nota hann með þeim verkfærum sem okkur var rétt. Hver og einn einstaklingur hefur Guðdómlega hæfileika er ein af grunnhugmyndum skólans. Ég gat tekið vð þeim og gert að minni lifsspeki. Skólinn breytti lífi mínu. 

Ég byrjaði að starfa sem ADHD coach  og minnkaði samhliða við mig vinnu. Að lokum minnir mig að ég hafi verið komin niður í 50 prósent starf hjá OR og 50 prósent coaching.

 Ég var farin að upplifa vanlíðan á vinnustað mínum hjá OR eins og ég sagði frá áður. Ég var að sinna verkefnum sem hæfðu mér ílla og var sjálfsmynd mín farin að hljóta hnekki af. Ég var hrædd um álit annara á mér, hrædd um stöðu mína í vinnuni. Ég var þó líka áfram umsjónarmaður úrbóta og var ég sterk í því en ég var farin að láta vanlíðan mína skyggja á það. 

Svo gerðist það einn dag að ég ákvað að hringja í David kennara minn í skólanum og tala við hann um þetta.  Hann reyndist mér frábærlega eins og alltaf. Hann sagði mér að því miður eftir margra ára vinnu hans með ADHD einstaklingum hafi hann séð of fáum sinnum ADHD einstakling stíga úr úr vinnu sem honum leið ílla í. Hann sagði mér líka að hann hefði mikla trú á mér því að hann hefði heyrt áhuga minn og ástríði varðandi það sem ég var að gera í ADHD málum. Svo dró hann myndina saman fyrir mig. Fjárhagslegt óöryggi væri það sem að olli því að ég hélt áfram að vinna hjá OR, en hvort væri mikilvægara fjárhagslegt öryggi eða geðheilsan mín. Ég fékk sjálfstraust aftur eftir þetta góða spjall okkar. Morguninn eftir sagði ég upp vinnuni minni hjá OR. 

Og hvað gerist þegar þú lokar dyrum sem að eru ekki að þjóna þér vel? Nú auðvitað opnast nýjar dyr.

3 mánuðum seinna var ég kominn með helmingi meiri skjólstæðnga og gat óhrædd hætt að vinna hjá Or.

Þetta var frábær tími og spennandi. Ég áttaði mig á því að ég yrði að passa mig á því að hafa jafnvægi á vinnu og heimili. Mín skilda var númer eitt, tvö og þrjú gagnvart börnunum mínum og heimili. Hefur vinna mín í dag gefið mér það svigrúm að hafa jafnvægi á því.

Stuttu eftir að ég hætti hjá OR stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort að ég vildi taka að mér að verða formaður ADHD samtakana. Var ég þá varaformaður. Eftir miklar pælingar ákvað ég að láta það eftir því að ég áttaði mig á því að það yrði of mikið álag fyrir mig og ekki tímabært. Létti mér mikið við að láta af þeirri ákvörðun.

Sjálfsmynd mín óx til muna eftir að ég hætti hjá OR. Ég lærði betur að standa með því hver ég var og virða mín mörk. Í dag eru u.þ.b tvö ár síðan ég byrjaði að vinna sem ADHD coach,  og hef ég vaxið mikið með starfinu. Ég hef aldrei verið með eins góða sjálfsmynd - þrátt fyrir að þyngdin hafi aldrei verið eins mikil hjá mér. Ég ákvað því í byrjun sumars að drífa mig aftur í 12 sporin og þá sem hömlulaus ofæta. 

Ég ætla að blogga aftur á morgunn, fyrirgefði hvað ég dró að blogga þetta blogg en það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu tvo daga.

Lofa bloggi á morgunn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband