Kafli 1 - saga stjórleysingja

Ég vil þakka ykkur kæru lesendur fyrir áhuga ykkar á þessu málefni en tel ég að mataræði hafi gríðalegt vægi varðandi ADHD. Margt þarf að svortera og skoða og ýmislegt hægt að gera til að vinna með ADHD.

Ég mun draga upp barnæsku mína, þróun munstur míns sem ofætu og ADHD einstaklings. Ég er sjálf með ADD sem þýðir athyglsibrestur. Sonur minn einnig en hann er með ADHD og eiginmaður minn er með athyglisbrest en þegar hann var lítill var hann með ADHD ( ofvirknihlutann líka).  

Ég fékk oft í eyrun sem ungabarn og var svo komið að ég fékk beinátu í eyrað sem að át upp svo til hamar, steðji og ístað. Hef ég því litla heyrn á öðru eyra. Á unga aldri voru nefkirtlarnir teknir úr mér. 

Ég ólst upp í Akraselinu til 9 ára aldurs minnir mig. Ég lít einhvernveginn á Akraselið sem æskuslóðir mínar því að þar var öryggið mitt. Í Akraselinu var ég farinn að leika þann leik að fela mat sem ég var að borða, og stela sælgæti úr nammiskápnum hjá foreldrum mínu. Ég lék hlutverk týnda barnsins og var farinn að draga mig í hlé í samskiptum. Heimili mitt einkenndist af keyrslu og tilfinningadoða. Ég man ennþá eftir því að á þessum tíma var ég með einbeitningarskort. Ég náði ekki því sem fólk var að segja, og fannst ég oft vera að koma ofanaf fjöllum. 

 Í grunnskóla man ég eftir að ég átti í erfiðleikum með að ná því sem kennarinn var að segja. Ég þorði ekki að rétta upp hendina af ótta við að vera talin heimsk eða vitlaus en ég hafði fengið að finna það áður.  

Svo skildu foreldrar mínir sem ég hafði trúðað að myndi aldrei gerast. Munstrið var ekki að ganga upp og varð því að stokka upp. Þetta var mjög erfitt tímabil í lífi mínu. Ég var svo lokuð og ég taldi mér í trú um að enginn vissi hvernig mér liði eða skynjaði hvað var í gangi. Því var öðru nær. Ég bjó hjá mömmu minni á þessum tíma og var reið út í tvíburasystur mína fyrir að hafa ekki komið til okkar mömmu því mér fannst hún vera að hafna mér. Hún sagði mér seinna að hún upplifði það sama.  

Það var tvennt sem stjórnaði lífi mínu á þessum tíma: strákar og matur.Ég var tilbúinn til að gera allt til að fá athygli stráka. Ég borðaði í laumi heima en enn sem komið er hélt ég kjörþyngd. Ég gat borðað upp í 10 brauðsneiðar með þykkri smjörklessu ásamt kaffi með þykkri sykurleðju en þetta var stöffið mitt. Mig hlakkaði til að koma heim til að borða. Ég sat á kvöldin og hámaði í mig mat og horfði á sjónarpið.  

Ég var þó svo heppinn að hafa fengið að kynnast Al-ateen á þessum tíma en þar leið mér oft vel. Þó höfðum við fyrir framan okkur 12 sporin – en þau voru fyrir mér hundleiðinlegt kerlingafyrirbæri sem að notaðist aðeins af einstökum aðilum – en ég hafði ekki gert neitt af mér að mér fannst og því ekki þörf á því. 

Ég man eftir mér 14 ára að vinna í Hagkaup í Skeyfunni. Ég byrjaði þar sem pokadýr og gerðist síðan virðuleg kassadama ( að mér fannst ). Ég fékk viðvörun frá yfirmanni mínum vegna þess að ég átti það til að koma of seint. Ég man eftir því að ég átti mjög erfitt með að vakna á morgnana og hef alltaf átt erfitt með það. Í starfi mínu fann ég fyrir fljótfærnisvillum/ óþolinmæði sem að hafa einkennt mér síðan ég man eftir mér úr grunnskóla.  

Þegar ég fór yfir í frammhaldsskóla fékk ég að taka stöðupróf í vélritun því ég hafði staðið mig vel í grunnskóla í vélritun. Mér fannst það mjög merkilegt að ÉG fengi að taka stöðupróf. Ég var næstum búinn að klúðra því vegna sambands sem ég var í á þeim tíma þar sem þráði mest af öllu að vera elskuð. Ég hafði engar væntingar fyrir sjálfa mig.

Ég byrjaði í fyrsta alvöru sambandinu mínu 16 ára. Hann hentaði vel fyrir mig þar sem hann var mjög hrifinn af mér og hafði hann háleita drauma um framtíð sína. Það hentaði mér vel því að ekki hafði ég neinar væntingar  í mig varið inns inni sem persónu. Ég fann meira og meira tómleika innan í mér og tilgangsleysi. Ég sá fólk í kringum mig sem hafði von um framtíðina, sýndi sjálfum sér virðingu og settu mörk fyrir sjálfa sig. Ég bara gat ekki séð mig í þessum sporum. Ég taldi mig þunglinda en greindist reindar ekki sem slík en ég var voðalega vonlaus.  Ég sætti mig við að verða kona án titils. Ég var ekki megnug þess að framkvæma – oft voru verkefni mér erfið og ég komst í þrot.

Kafli 2 er væntanlegur í kvöld - er að skrifa meira.... fyrir þá sem vilja fylgjast með.

kv Sirry

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það var margt í þessu sem ég gat samsvarað við mín upvaxtarár. Takk fyrir mjög hispurslausa frásögn og ég fylgist með framhaldinu.

Huld S. Ringsted, 28.10.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Agný

Takk fyrir að skrifa svona opið um þessi málefni frá eigin brjósti. Og takk kærlega fyrir ánægulegt samtal um daginn.

Gangi þér bara allt vel.Thumbs up for you.mér finnst ég sjá sjálfa mig svona hér og þar í þessari lýsingu þinni hér.

Agný, 29.10.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband